Um Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Hlutverk Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er að er að fara með hollustuhátta-, matvæla- og mengunarvarnaeftirlit á starfssvæðinu, stuðla að öflugri umhverfisvöktun og fræðslu til almennings á Suðurlandi.
Helstu verkefni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru:
- Reglubundið eftirlit, leyfisveitingar, s.s. starfsleyfi, tóbakssöluleyfi og brennuleyfi.
- Sýnataka og rannsóknir á neysluvatni, matvælum og umhverfi.
- Umsagnir um veitinga- og gististaði vegna rekstrarleyfa sem sýslumenn veita.
- Umsagnir vegna skipulagsmála til skipulags- og byggingafulltrúa.
- Umsagnir vegna brennuleyfa sem sýslumenn veita.
- Vöktun loftgæða og önnur umhverfisvöktun.
- Hreinsun á lóðum og lendum
- Skráning á framkvæmd eftirlits og niðurstöðum mælinga.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands starfar í umboði Heilbrigðisnefndar Suðurlands samkvæmt lögum nr. 7/1998. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. er haldinn árlega í tengslum við ársþing SASS, venjulega í síðustu viku október. Þar eiga aðildarsveitarfélögin fulltrúa í samræmi við samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Samþykktin var birt í Stjórnartíðindum 2021 en er einnig hægt að finna á heimasíðu HSL, sjá slóð: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=196834fc-7717-42a2-8eeb-da962e3c8d1f.
Á aðalfundi eru tekin fyrir ársskýrsla og ársreikningar ásamt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Aðildarsveitarfélög Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. eru 14 talsins og eru:
· Ásahreppur www.asahreppur.is
· Bláskógabyggð www.blaskogabyggd.is
· Flóahreppur www.floahreppur.is
· Grímsnes- og Grafningshreppur www.gogg.is
· Hrunamannahreppur www.fludir.is
· Hveragerðisbær www.hveragerdi.is
· Mýrdalshreppur www.vik.is
· Rangárþing eystra www.hvolsvollur.is
· Rangárþing ytra www.ry.is
· Skaftárhreppur www.klaustur.is
· Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is
· Sveitarfélagið Árborg www.arborg.is
· Sveitarfélagið Ölfus www.olfus.is
· Vestmannaeyjabær www.vestmannaeyjar.is