Eftirlitsverkefnum heilbrigðiseftirlits er skipt gróflega upp í þrjú svið þ.e.: hollustuháttaeftirlit, matvælaeftirlit og umhverfiseftirlit.
Helstu verkefni Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru:
Reglubundið eftirlit og leyfisveitingar
Sýnataka og rannsóknir á neysluvatni, baðvatni, matvælum og umhverfi.
Umsagnir um veitinga- og gististaði vegna rekstrarleyfa og vegna tækifærisleyfa sem sýslumenn veita.
Umsagnir vegna skipulagsmála til skipulags- og byggingafulltrúa.
Umsagnir vegna brennuleyfa sem sýslumenn veita.
Umsagnir vegna flugeldaleyfa sem lögreglustjórar veita
Vöktun loftgæða og önnur umhverfisvöktun.
Hreinsun á lóðum og lendum
Skráning á framkvæmd eftirlits og niðurstöðum mælinga.
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.Í lagiLesa meira