Matvælaeftirlit

Leiðbeiningar / Fræðsla

Heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi til fyrirtækja sem framleiða eða dreifa matvælum samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, en einnig til veitingastaða og  gististaða samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Athygli er vakin á því að ef ætlunin er að reka gististað eða veitingastað þarf einnig að sækja um rekstrarleyfi til sýslumannsins á Suðurlandi eða Vestmannaeyjum. 

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna fer með opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla að undanskilinni þeirri starfsemi sem Matvælastofnun fer með eftirlit með skv. 6. gr. laga nr. 93/95. Eftirlitsaðila ber að framfylgja lögum um matvæli og vakta og sannprófa að stjórnendur matvælafyrirtækja uppfylli viðeigandi ákvæði í lögum um matvæli á öllum stigum framleiðslu vinnslu og dreifingar.

Heilbrigðiseftirlist sveitarfélaga:

Hvaða fyrirtæki?

Vatnsveitur, kjötvinnslur, bakarí, garðyrkjustöðvar, ísgerð, kartöfluvinnslur og önnur framleiðslufyrirtæki, matvöruverslanir, sjoppur, veitingastaðir/skyndibitastaðir, hótel, mötuneyti, ferðaþjónusta með mat, skólar, dvalarheimili, sjúkrahús, flutningaaðilar ofl.