Umhverfis- og mengunarvarnir

Leiðbeiningar / Fræðsla

Hvaða fyrirtæki?

Bifreiða- og vélaverkstæði, bensínstöðvar, trésmíðaverkstæði, vinnsla jarðefna, prentiðnaður, efnalaugar, plastiðnaður, loðdýrarækt, alifuglarækt, svínarækt, sláturhús, fiskvinnslur, skolphreinsistöðvar, gámastöðvar, sorpflutningar og sorphirða, virkjanir og orkuveitur, námur ofl.

Lög og reglugerðir

Um er að ræða eftirlit með fyrirtækjum sem talin eru upp í  X. viðauka með reglugerð nr. 550/2018 um  losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit

Um starfsemi þessara fyrirtækja gilda lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og fjöldi reglugerða þar sem nánari ákvæði eru um skyldur fyrirtækja varðandi aðbúnað, umhverfi og mengunarvarnir.

Heilbrigðiseftirliti ber að ganga úr skugga um að fyrirtæki fari eftir ákvæðum laga og reglugerða er gilda fyrir starfsemina.

Á umhverfis- og mengunarvarnarsviði er einnig töluvert eftirlit með öðrum þáttum heldur en eftirlitsskyldum fyrirtækjum. Undir þetta svið fellur allt umhverfiseftirlit sem m.a. fellst í kröfu um hreinsun lóða og lendna, hreinsunarátök í samvinnu við sveitarfélög, umsagnir við skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum.