40. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 26. febrúar 2002

40. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
26. febrúar 2002, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Heimir Hafsteinsson, form., Svanborg Egilsdóttir, Gunnar Þorkelsson og Íris Þórðardóttir. Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og Pétur Skarphéðinsson, héraðslæknir.

Dagskrá:

1) Starfsleyfi og tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu.

 a) Starfsleyfi:

Nafn Póstfang Starfsleyfi
Inghóll 800 Selfoss Eigendaskipti
Ölfushöllin 801 Selfoss Endurnýjun
Ingólfscafé 801 Selfoss Eigendaskipti
X-Ferðir 800 Selfoss Eigendaskipti
Risarækjueldi í Ölfusi 801 Selfoss Nýtt- til kynningar
Áburðarsalan Ísafold ehf. 815 Þorlákshöfn Nýtt
Hárgreiðslustofa Jónu 870 Vík Breyting á starfsemi
Sólargeislinn 845 Flúðum Nýtt
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda nema Hárgreiðslustofa Jónu, Vík, með fyrirvara um athugasemdalausa úttekt og risarækjueldi í Ölfusi einungis lagt fram til kynningar þar sem starfleyfisdrögin hafa verið send út til viðkomandi aðila auk þess sem þau liggja frammi til athugasemda hjá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og skrifstofu Ölfus.
Gunnar Þorkelsson sat hjá við afgreiðslu starfsleyfa.
b) Tóbakssöluleyfi:

Nafn Póstfang Starfsleyfi
Lanterna 900 Vestmannaeyjar Eigendaskipti
Shellskálinn Hveragerði 810 Hveragerði Endurnýjun
Olíufélagið ehf, skipaafgr.og versl. 815 Þorlákshöfn Nýtt
X-Ferðir 800 Selfoss Eigendaskipti

Samþykkt án athugasemda.

2) Gjaldskrár og samþykktir sveitarfélaga.
a) Samþykkt um sorphirðu í Árborg.
Samþykkt án athugasemda.
b) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg ásamt breytingu. Breyting á áðursendri gjaldskrá þar sem fallið er frá hækkun sorphirðugjalda og látin standa óbreytt.
Samþykkt með athugasemd þar sem tilvísun vantar í gildandi sorphirðusamþykkt í gjaldskránni.
c) Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg.
Vísað frá vegna 7. greinar gjaldskrárinnar og farið fram á að 2. málsgrein 7. greinar verði felld niður eða breytt þar sem það er ekki í verkahring Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að viðurkenna hundauppeldi.
d) Gjaldskrá fyrir hundahald í Rangárvallahreppi.
Samþykkt án athugasemda.
e) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárvallahreppi. Samþykkt án athugasemda.

3) Yfirlit eftirlits.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits, greindi frá starfsmannafundum og fyrirhuguðu eftirlitskerfi eftirlitssvæða sem enn er ekki tilbúið.
Búið er að taka saman skrá yfir fyrirtæki með gild starfsleyfi og verður öðrum sent bréf þess efnis þar sem farið er fram á að þau endurnýji starfsleyfi sín. Starfsleyfi eftirlitsins hafa fjögurra ára gildistíma.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill leggja áherslu á nauðsyn þess að markmið eftirlitsins náist hvað varðar reglubundið eftirlit fyrir árið 2002.

4) Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 29/1/02 og svarbréf Ullarþvottastöðarinnar dags. 6/2/02 þar sem fram kemur að Ullarþvottastöðin telur sig ekki geta orðið við kröfum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um úrbætur í fráveitumálum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar fyrri kröfur um úrbætur og felur starfsmönnum embættisins að vinna að málinu í samræmi við áðurframkomnar kröfur.

5) Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Vesturlax ehf. dags. 23/1/02. Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir eftirliti og gangi mála varðandi fyrirtækið og kom fram að aðilar hafa sótt um endurnýjun á starfsleyfi.

6) Mál til upplýsinga og kynningar.
a) Umhverfishreinsun í Hveragerði.
Bréf Sorpstöðvar Suðurlands dags.21. febrúar sl. og bréf Hveragerðisbæjar dags. í dag 26. febrúar þar sem tekið er jákvætt í erindi eftirlitsins um aðstoð við framkvæmdir hreinsunar. Starfsmönnum falið að vinna skjótt að málinu.
b) Bréf Hollustuverndar dags. 4/1/02 (ásamt fylgibréfum) um úrgangsolíu.
Til kynningar.
c) Húsnæðisúttekt.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá húsnæðisúttekt í október á síðastliðnu ári.
d) Drög að skipulagi Holta- og Landsveitar.
Til kynningar.
e) Könnun fráveitumála í Grímsnes og Grafningshreppi.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhuguðu eftirlitsverkefni á fráveitumálum í Grímsnes- og Grafningshreppi skv. ósk sveitarfélagsins. Mun kostnaður þess verða greiddur af sveitarfélaginu. Áætlað er að verkið taki ekki lengri tíma en 28. vinnustundir.
f) Verklagsregla um umhverfishreinsun.
Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram til kynningar verklagsreglu starfsmanna um umhverfishreinsun. Mun verklagsreglan verða kynnt sveitarfélögum og starfsmönnum áhaldahúsa.
g) Samningar við Vestmannaeyjabæ og Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins um heilbrigðiseftirlit.
Lagðir fram til upplýsinga og umræðna. Samningarnir gilda til ársloka 2002 og er uppsegjanlegir fyrir 1. júlí 2002. Almennar umræður urðu um málið. Frekari umræðu frestað.
h) Matur 2002.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhugaðri matvælasýningu í Kópavogi í apríl og áhuga Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðiseftirlitssvæða að vera með sameiginlegan bás á sýningunni.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir þátttöku.
i) Þjónustusamningur við Portal.
Til kynningar.

7) Önnur mál. Formaður lagði fram drög að ráðningasamningi við framkvæmdastjóra og var falið að ganga frá samningnum við Elsu Ingjaldsdóttur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30

Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Svanborg Egilsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir