103. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

103. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2007, kl. 18.00 á Hótel Kirkjubæjarklaustri, Skaftárhreppi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Viktor Pálsson, Elsa Ingjalsddóttir, Birgir Þórðarson, og Sigrún Guðmundsdóttir. Ragnhildur Hjartardóttir og Pétur Skarphéðinsson boðuðu forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Byggingafélagið Klakkur ehf.

870 Vík

Endurnýjun

2

Víkurskáli E. Guðmundsson ehf.

870 Vík

Eigendaskipti

3

Tannlæknastofa Sæmundar Holgerssonar

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

4

Jógastöðin Selfossi

800 Selfoss

Br. á húsn.

5

SR grænmeti ehf.

845 Flúðir

Ný starfsemi

6

Arcanum ferðaþjónusta ehf.

871 Vík

Endurnýjun

7

Rangá ehf.

850 Hella

Endurnýjun

8

Vegagerðin Vík

870 Vík

Endurnýjun

9

Ingólfscafé, Ingólfshvoli

801 Selfoss

Eigendaskipti

Öll starfsleyfin samþykkt án athugasemda.

b) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

Víkurskáli E. Guðmundsson ehf.

870 Vík

Eigendaskipti

Lagt fram til upplýsinga.

2) Takmarkanir á starfsemi.

a) Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 26. október sl. þar tilkynnt er um meðferð máls og hugsanlega takmörkun á starfsemi.

3) Samþykktir og gjaldskrár.

a) Samþykkt um hundahald, Vestmannaeyjum.

Samþykktin samþykkt með fryirvara um að sett verði inn í hana ákvæði um varanlega merkingu hunda sbr. reglugerð nr. 1077/2004

b) Gjaldskrá um kattahald í Hveragerði.

Samþykkt án athugasemda.

4) Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

a) Farið yfir fundargögn aðalfundar

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir fundargögn aðalfundar og lagði fram gögn vegna skýrslu framkvæmdastjóra. Almennar umræður urðu um fyrirkomulag aðalfundarins.

5) Annað.

a) Tilflutningur matvælamála milli ráðuneyta

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands. Almennar umræður urðu um málið og framtíð matvælaaeftirlits á Íslandi.

b) Höllin, Vestmannaeyjum.

Tekin fyrir tölvupóstur Elliða Vignissonar um málefni Hallarinnar. Almennar umræður urðu um málefni Hallarinnar og hávaðatakmarkanir Heilbrigðisnefndar Suðurlands. Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur eðlilegt að Bæjarstjórn Vestmannaeyja boði til þess fundar sem fram kemur í tölvupósti. Formanni og framkvæmdastjóra falið að mæta á umræddan fund til að upplýsa aðkomu HES að málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30

Jón Ó. Vilhjálmsson
Gunnar Þorkelsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Guðmundur G. Gunnarsson
Viktor Pálsson
Sigrún Guðmundsdóttir

Elsa Ingjaldsdóttir
Birgir Þórðarson