108. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

108. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn

22. apríl 2008, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Hársnyrtistofa Leifs ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

2

Skeiða- og Gnúpverjahreppur v/félagsheimili Brautarholti

801 Selfoss

Endurnýjun

3

Strókur

800 Selfoss

Ný starfsemi

4

Ísfélag Þorlákshafnar hf v/Kulda

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

5

ísfélag Þorlákshafnar hf v/ísframleiðslu

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

6

Veitingastofan T-Bær

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

7

Tvisturinn ehf.

900 Vestm.eyjar

Endurnýjun

8

Hvíta húsið – Léttur ehf

800 Selfoss

Br. á starfsleyfi

9

MS/v mötyneytis

800 Selfoss

Endurnýjun

10

Karlakór Selfoss v/veislusalar

800 Selfoss

Ný starfsemi

11

Ás dvalarheimili

810 Hveragerði

Br. á starfsleyfi

12

Sveitarfélagið Árborg v/tjaldsvæðis Stokkseyri

825 Stokkseyri

Ný starfsemi

13

Sveitarfélagið Árborg v/tjaldsvæðis Eyrarbakka

820 Eyrarbakka

Ný starfsemi

14

Stálsmiðjan ehf. v/starfsmannabúða

801 Selfoss

Ný starfsemi

15

Bónstöð Selfoss

800 Selfoss

Ný starfsemi

16

Atlantshumar ehf.

815 Þorlákshöfn

Ný starfsemi

17

Vatnsveitan Brú

801 Selfoss

Eigendaskipti

18

101 Heimur ehf. v/veitingastaðar

800 Selfoss

Ný starfsemi

19

Hótel Dyrhólaey,

870 Vík

Endurnýjun

20

Garðyrkjustöð Hrosshaga

801 Selfoss

Ný starfsemi

21

Flúðasel – garðyrkjustöð

845 Flúðir

Ný starfsemi

22

Grænmetispökkun Suðurlands

851 Hella

Ný starfsemi

23

Langamýri v/matvælaframleiðslu

801 Selfoss

Ný starfsemi

24

ÍFEX – Lýsi hf. v/framleiðslu á gæludýrafóðri

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

25

Blikk ehf

800 Selfoss

Eigendaskipti

26

Þykkvabæjarskóli v/leikskóla

851 Hella

Br. á starfsleyfi

27

Hótel Selfoss – Ölfus ehf.

800 Selfoss

Br. á starfsleyfi

Öll starfsleyfin samþykkt nema starfsleyfi nr. 10, 20, 21 og 23 eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa. Afgreiðslu á umsókn nr. 18 frestað þar til jákvæð afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar liggur fyrir. Starfsleyfi nr. 22 veitt tímabundið til tveggja mánaða vegna fyrirsjánlegra flutninga fyrirtækisins.

Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Tvisturinn ehf.

900 Vestm.eyjar

Endurnýjun

2

Snælandsvídeó

800 Selfoss

Endurnýjun

Lagt fram til upplýsinga.

2) Samþykktir og gjaldskrár

a) Samþykkt um hundahald í Hrunamannahreppi.

Samþykkt án athugasemda.

b) Samþykkt um kattahald í Hrunamannahreppi.

Samþykkt án athugasemda.

c) Gjaldskrá um hundahald í Hrunamannahreppi.

Samþykkt með fyrirvara um að í henni komi fram vísun í númer eða dags. samþykktar sem gjaldtökuheimildin er sótt í.

d) Gjaldskrá um kattahald í Hrunamannahreppi.

Samþykkt með fyrirvara um að í henni komi fram vísun í númer eða dags. samþykktar sem gjaldtökuheimildin er sótt í.

3) Gangur eftirlits.

a) Rekstraryfirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá stöðu á rekstarreikningi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

b) Reglubundið eftirlit og málaskrá

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits frá síðasta fundi og fór yfir málaskrá eftirlitsins.

3) Lýsi hf.

Lögð fram auglýst starfleyfiskilyrði Lýsis vegna fiskþurrkunar ásamt innsendum athugasemdum sem bárust á auglýsingatímanum.

Eftirfarandi athugasemdir bárust frá:

– Guðrúnu Ágústsdóttur, dags.10. apríl, móttekið sama dag.

– Skipulags- og byggingafulltrúa Ölfuss, dags. 11. apríl, póstlagt 11. apríl og móttekið 14. apríl sl.

– Lögmönnum Suðurlandi, f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 11. apríl, móttekið 11. apríl sl.

– Unu Árnadóttur, dags. 8. apríl, móttekið 10. apríl sl.

– Rúnari og Guðmundi Oddgeirssonum, dags. 9. apríl, móttekið 10. apríl sl.

– Magnúsi Guðjónssyni, dags. 2. apríl, móttekið 10. apríl sl.

Auk þess lagður fram undirskriftarlisti með 532 nöfnum þar sem mótmælt er öllum hugmyndum um endurnýjun á starfsleyfi handa Lýsi.

Birgir Þórðarson kom inn á fundinn og greindi frá eftirliti með fyrirtækinu og öðru samskonar fyrirtæki í Þorlákshöfn.

Inn á fundinn kom Óskar Sigurðsson, lögfræðingur og fór yfir helstu atriði athugasemdanna. Auk þess var almennt farið yfir næstu skref í málinu samkvæmt starfssviði nefndarinnar, lögmæti ákvarðana og valdheimilda nefndarinnar.

Efirfarandi bókað:

”Í ljósi þess að úrskurður Umhverfisráherra frá 10. desember 2007 er varðar útgáfu starfsleyfis til handa Lýsi hf., vegna fiskþurrkunar, er einungis til 12. júní næstkomandi samþykkir Heilbrigðisnefnd Suðurlands að auglýsa starfsleyfið að nýju með gildistíma til 12 ára, í samræmi við samræmdan gildistíma starfsleyfa allra heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, sbr. ákvörðun aðalfundar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi frá 25. október 2006 og afgreiðslu Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. desember 2006 um sama mál.

Þær innsendu athugasemdir sem þegar hafa borist vegna starfsleyfis Lýsis hf. mun Heilbrigðisnefnd Suðurlands fara yfir og meta eftir endurauglýsingu. Framkvæmdastjóra er falið að upplýsa þá sex aðila er skiluðu inn skriflegum athugasemdum nú um nýja auglýsingu og breytingu á gildistíma.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill ítreka að nefndin starfar alfarið eftir reglum sem um starfssvið hennar gildir og byggja ákvarðanir hennar á lögum þar að lútandi.”

4) Prófasturinn, Vm.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 3. apríl 2008 þar sem fyrirtækinu er tilkynnt að til skoðunar er að takmarka/stöðva starfsemina og því gefin færi á andmælum. Einnig lögð fram andmæli frá PACTA, f.h. Prófastsins, dags. 11. apríl sl. Einnig lagðar fram mælingar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerðar á Prófastinum 20. apríl sl. kl. 02:23 en á staðnum var framhaldskólinn með diskótek.

Eftirfarandi bókað:

”Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að að afturkalla starfsleyfi Prófastsins skemmtistaðar vegna ítrekaðra brota á hávaðatakmörkunum staðarins og í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um hollustuhætti frá 26. febrúar sl. Þegar forráðamenn staðarins geta sýnt fram á með óyggjandi hætti að hávaðamörk staðarins geti haldist innan settra marka Heilbrigðisnefndar Suðurlands getur eigandi sótt um starfsleyfi að nýju.“

5) Stjórnsýslukæra v/Flugklúbbs Selfoss

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags.19. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands á stjórnsýslukæru Hildar Hákonardóttur og Þórs Vigfússonar vegna ákvörðunar nefndarinnar á útgáfu starfsleyfis til handa Flugklúbbi Selfoss. Ennfremur lagt fram drög að svarbréfi HES vegna kærunnar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í samræmi við framlögð drög.

6) Aðgerðaáætlun skv. rgl. 650/2006

Lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir verndun vatns skv. reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns. Drögin eru unnin í samvinnu við Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að senda aðgerðaráætlunina til Umhverfisráðherra skv. ákvæði 20. greinar ofannefndrar reglugerðar.

7) Beiðni um upplýsingar

Lagt fram bréf Einars H. Jónssonar þar sem óskað er eftir upplýsingum frá HES með vísun í upplýsingalögin. Ennfremur lögð fram drög frá lögfræðingi að svarbréfi fyrir Heilbrigðisnefnd Suðurlands.

Samþykkt að senda Einari bréf sem byggir á áliti lögfræðingsins ásamt tilheyrandi gögnum.

8) Einstök mál.

a) Húsnæðisúttekt Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 10. apríl sl. er varðar húsnæðisúttekt.

b) Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Formaður gerði grein fyrir fundi með formönnum og framkvæmdastjórum stofnana að Austurvegi 56, 2. hæð, 28. mars sl. þar sem farið var yfir húsnæðismál og hugsanlegar breytingar á þeim. Málið var ennfremur kynnt á síðasta fundi nefndarinnar.

Heilbrigðisnefnd Suðurland samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að skoða kosti við flutning starfseminnar í nýtt húsnæði í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir.

c) Sumarafleysing/starfsmannamál

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir starfmannamálum en frá 1. apríl til 1. júní verða starfmenn einungis fjórir. Leitað verður eftir sumarafleysingastarfskrafti eins fljótt og mögulegt er.

d) Bandormurinn við nýja matvælalöggjöf

Lögð fram til upplýsinga umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um 524. mál, frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, EES-reglur, breyting ýmissa laga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.16

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Viktor Pálsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson
Guðmundur Geir Gunnarsson