51. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 5. febrúar 2003

51. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 5. febrúar 2003, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Einarsdóttir og Andrés Sigmundsson boðuðu forföll.

Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Einarsdóttir og Andrés Sigmundsson boðuðu forföll. Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins en fyrir fundinum liggur eitt málefni.

1. Höllin – Karató, Vestmannaeyjum.

Fyrir liggur tímasett framkvæmdaáætlun forsvarsmanna Hallarinnar – Karató, Vestmannaeyjum, er lúta að úrbótum vegna hávaðavarna.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands lýsir yfir ánægju sinni að loksins sé komin framkvæmdaáætlun sem hægt er að taka afstöðu til. Hins vegar telur nefndin að þau tímamörk sem koma fram í áætluninni séu mjög rúm og undrast langan hönnunar – og verktíma.

Telur Heilbrigðisnefnd Suðurlands tímamörkin í umræddri áætlun óásættanleg og gerir þá kröfu til forsvarsmanna Hallarinnar að hönnun verði lokið 1. maí og verkið þá boðið út. Verklok vegna hávaðavarna verði að fullu lokið fyrir 1. júlí 2003. Skulu forsvarsmenn Hallarinnar skila inn staðfestingu á framvindu verkþátta til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt ábyrgjast að úrbætur skili tilætluðum árangri.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands bendir einnig á samhljóða bókun Bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 30. janúar sl.

Jafnframt er farið fram á að ekki verði bætt við dansleikum skv. fyrirliggjandi dagskrá Hallarinnar á verktímanum.

Ennfremur felur Heilbrigðisnefnd Suðurlands starfsmönnum eftilitsins að fylgjast með hávaðamengun frá staðnum og ef um sannanlegt brot á hávaðatakmörkunum er að ræða skulu þvingunaraðgerðirnar strax taka gildi.

Ef ekki verður orðið við kröfum Heilbrigðisnefndar Suðurlands um hröðun á framkvæmdum er starfsmönnum Heilbrigðiseftirlit Suðurlands falið að vinna að áðurframkominni ákvörðun um þvingunaraðgerðir.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að funda með bæjarstjóra, forsvarsmönnum Hallarinnar og fulltrúum íbúa á morgunn, fimmtudaginn 6. febrúar nk.

Jón Ó. Vilhjálmsson
Guðmundur Elíasson
Elsa Ingjaldsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson