133. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn föstudaginn 29. apríl  2011, kl. 13.30 að Austurvegi 56, Selfossi.

Fyrir fund voru fiskþurrkunarfyrirtækin Fiskmark og Lýsi í Þorlákshöfn, skoðuð.

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Vegna tæknilega örðuleika gat Valur Bogason ekki verið með í gegnum fjarfundabúnað.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a)      Ný og endurnýjuð.

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Bolaöldur ehf.- landmótun 800 Selfoss Nýtt leyfi
2 Hótel Núpar – Islandia hótel ehf. 880 Kirkjubæjarkl. Endurnýjun
3 BM Vallá ehf.  Vikurnáma 801 Selfoss Eigendaskipti
4 Árborg v/Samkomuhúsið Gimli 800 Selfoss Nýtt leyfi
5 Pizza Islandia – Okkar Auðlind 800 Selfoss Eigendaskipti
6 Eyrarbúið ehf. v/Gestastofu 861 Hvolsvöllur Nýtt leyfi
7 Skinnhúfa ehf. – gisting í bústað 851 Hella Nýtt leyfi
8 Ferðaþjónusta Garðsauka -Jón Logi Þorsteins. 861 Hvolsvöllur Endurnýjun
9 Xata ehf. – Verslunin Karpaty 800 Selfoss Nýtt leyfi
10 BM Vallá ehf. Vikurvinnsla Þorlákshöfn 815 Þorlákshöfn Eigendaskipti
11 Sigurður Ágústsson/tilraunaverkefnis um endurnýtingu úrgangs 845 Flúðir Nýtt leyfi
12 Bónstöð Hafþórs 800 Selfoss Nýtt leyfi
13 Íslenska Gámafélagið jarðgerð Kirkjub.kl. 880 Kirkjubæjarkl. Nýtt leyfi
14 Fótaaðgerðarstofan Björk ehf. 900 Vestmannaeyjar Eigendaskipti
15 Grímur kokkur ehf. 900 Vestmannaeyjar Endurnýjun
17 Kaffi Kolviðarhóll – Orkusýn ehf. 111 Reykjavík Nýtt leyfi
18 Lyf og heilsa, Þorlákshöfn 815 Þorlákshöfn Endurnýjun
19 Vélsmiðjan Magni ehf. 860 Hvolsvöllur Eigendaskipti
20 Skammtímavistun Álftarima 800 SELFOSS Eigendaskipti
21 Þjónustuíbúðir Vallholti 12-14 800 SELFOSS Eigendaskipti
22 Þjónustuíbúðir Vallholti 9 800 SELFOSS Eigendaskipti
23 Steinka Bjarna ehf. – Húsið Gisting 801 Selfoss Eigendaskipti
24 Gistiskálinn Breiðabólstað 861 Hvolsvöllur Endurnýjun
25 Hveragerðisbær v/ Heimilið Birkimörk 810 Hveragerði Eigendaskipti
26 Mosfell sf. 850 Hella Endurnýjun
27 Þjónustuíbúðir Selvogsbraut 1, Þorlákshöfn 800 Selfoss Eigendaskipti
28 Eimskip Ísland – Flytjandi 800 Selfoss Eigendaskipti
29 Gistiheimilið Fossnes 801 Selfoss Br. á starfsemi
30 Sport-Tæki ehf. 810 Hveragerði Nýtt leyfi
31 Ístak hf. v.Starfsmannabúða o.m.fl. Búðarhálsvirkjun 105 Reykjavík Nýtt leyfi
32 Hótel Hvolsvöllur – gisting – ÓG hótel ehf. 860 Hvolsvöllur Eigendaskipti
33 Reiðhöllin Flúðum ehf. 845 Flúðir Nýtt leyfi
34 Matarsmiðjan- Matís ohf. 845 Flúðir Nýtt leyfi
35 Hótel Hvolsvöllur,veitingar-GS Veitingar ehf. 860 Hvolsvöllur Eigendaskipti
36 Borealis Imports 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi
37 Bílaleigan Ós og partasala 800 Selfoss Nýtt leyfi
38 Orlofssjóður BHM v/ vatnsból 801 Selfoss Nýtt leyfi
40 Vacation House in Iceland, Hofdatun 801 Selfoss Nýtt leyfi
41 Gisting Vatnsholti 801 Selfoss Br. á starfsemi
42 GM Gisting 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi
43 Sveitakjallarinn 880 Kirkjubæjarkl. Nýtt leyfi
44 Julia´s Guesthouse 801 Selfoss Nýtt leyfi
45 Þingvellir þjóðgarður 801 Selfoss Endurnýjun

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 11, 36, 38, 43 og 45 sem eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt eftirlitsins og uppfylltum kröfum til starfseminnar. Starfsleyfisumsóknir nr. 40 og 44 einnig samþykktar með fyrirvara um afgreiðslu viðkomandi skipulags- og byggingafulltrúa.

Afgreiðslu starfsleyfisumsóknar nr. 37 frestað þar til eftir lögbundin auglýsingatíma starfsleyfisskilyrða.

b)     Tóbakssöluleyfi

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Samkaup Strax hf.  Verslunin Flúðum 845 Flúðir Endurnýjun
2 Xata ehf.  – Verslunin Karpaty 800 Selfoss Nýtt leyfi

Lagt fram til upplýsinga.

2)      Reglubundið eftirlit.  

Lagður fram til upplýsinga, listi yfir reglubundið eftirlit með fyrir tækjum, frá síðasta fundi.

3)      Samþykkt og gjaldskrá um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi. Afgreiðsla HES lögð fram til upplýsinga. 

 

4)      Mál úr eftirliti.

a)      Byggingafélagið Árborg – starfsleyfi fellt úr gildi.

Lagt fram bréf HES, dags. 29. mars sl. þar sem fram kemur ákvörðun um afturköllun starfsleyfis vegna árangurslaus fjárnáms hjá fyrirtækinu og vangoldinna eftirlitsgjalda. Engin andmæli bárust.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og felur framkvæmdastjóra úrvinnslu málsins skv. lögum þar að lútandi.

 

 

b)     Meindýravarnir Suðurlands – starfsleyfi fellt úr gildi.

Lagt fram bréf HES, dags. 29. mars sl. þar sem fram kemur ákvörðun um afturköllun starfsleyfis vegna árangurslaus fjárnáms hjá fyrirtækinu og vangoldinna eftirlitsgjalda. Engin andmæli bárust.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og felur framkvæmdastjóra úrvinnslu málsins skv. lögum þar að lútandi.

 

c)      Baldur Þ Bjarnason v/vatnsbóls Múlakoti.

Lagt fram bréf HES dags. 29. mars sl. þar sem fram kemur ákvörðun um afturköllun starfsleyfis vegna árangurslaus fjárnáms hjá fyrirtækinu og vangoldinna eftirlitsgjalda. Engin andmæli bárust.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og felur framkvæmdastjóra úrvinnslu málsins skv. lögum þar að lútandi.

 

d)     Vottun leikvallatækja.

Lagt fram til upplýsinga, bréf Umhverfisstofnunar, dags. 13. apríl sl. er varðar túlkun reglugerðar nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Hafði HES sérstaklega óskað eftir túlkun á ákvæðum reglugerðarinnar er varðar vottun leikvallatækja. Samkvæmt túlkun UST skal Neytendastofa hafa eftirlit með því að leiktæki á markaði uppfylli settar reglur um öryggi og skal framleiðandi/ábyrgðaraðili leiktækja annarra en til einkanota leita eftir staðfestingu Neytendastofu.

e)      Undanþágubeiðni frá reglugerð nr. 941/2002 um fjarlægðarákvæði.

Lagt fram til upplýsinga umsagnarbeiðni Umhverfisráðuneytisins dags. 7. apríl sl. ásamt svarbréfi HES, dags. 15. apríl sl. en málið varðar beiðni skipulagsfulltrúa Ölfus um undanþágu frá ákvæðum um fjarlægðarmörk reglugerðar nr. 941/2002 milli íbúðarhúsa og mengandi atvinnustarfsemi og/eða landbúnaðar og varðar sérstaklega uppbyggingu/endurnýjun húsa sem dæmd hafa verið óíbúðarhæf vegna jarðskjálfta. HES veitir jákvæða umsögn um beiðnina.

 

f)       Niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar með sorpbrennslum á svæði HES.

Lagðar fram til kynningar, upplýsingar um niðurstöður mælinga á útblæstri sorpbrennslna á Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum ásamt síðustu bréfum Umhverfisstofnunar og svörum frá Vestmannaeyjabæ annars vegar og Íslenska gámafélaginu hins vegar f.h. sorpbrennslunnar á Klaustri.

g)      Endurnýting úrgangs Birtingaholti.

Lögð fram drög að starfsleyfisskilyrðum sbr. starfsleyfisumsókn nr. 37 hér að framan. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu en starfsleyfisskilyrðin eru unnin með hliðsjón af sambærilegri starfsemi fyrir norðan og austan auk almennra samræmdra starfsleyfiskilyrða skv. auglýsingu nr. 582/2000.

Um er að ræða tilraunastarfsemi og er framkvæmdastjóra falið að afgreiða málið á grundvelli fyrirliggjandi gagna og veita starfsleyfi til þriggja ára.

h)     Endurnýjun heimasíðu HES og starfsmannamál.

Elsa sýndi nefndarmönnum nýtt útlit heimasíðu HES en ætlunin er að birta þar meira efni m.a. niðurstöður neysluvatnsgæða á vatnsveitum, fyrirtæki með gilt starfsleyfi og fleira. Gerði einnig grein fyrir breyttu vinnufyrirkomulagi starfsmanna þar sem Birgir Þórðarson hefur farið í 50% starfshlutfall, og tímabundinni ráðningu Halldórs Þorsteinssonar í 50% starf á móti.

5)      Fiskmark.

 Á síðasta fundi var afgreiðslu um útgáfu starfsleyfis frestað og ákveðið að nefndin gerði stöðumat á úrbótaferlinu. Nú hefur Heilbrigðisnefnd Suðurlands    ásamt starfsmönnunum Elsu Ingjaldsdóttir og Birgi Þórðarsyni, heimsótt fyrirtækið og farið yfir stöðuna með forráðamanni þess.

Fyrir liggja upplýsingar frá skipulags- og byggingafulltrúa, sendar með tölvupósti 27. apríl sl, þar sem farið var fram á að sett yrði inn á teikningar hönnun hreinsibúnaðar og annarra mengunarvarna.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands tekur undir öll atriði sem fram koma í tölvubréfi skipulags- og byggingafulltrúa og gerir kröfu um að gerð verði grein fyrir þeim mengunarvarnarbúnaði sem hefur verið settur upp hjá fyrirtækinu, bæði á teikningu og með greinargerð, þar sem afkastageta hreinsibúnaðar er útlistuð. Jafnframt er farið fram á upplýsingar um framtíðar fyrirkomulag hreinsi- og mengunarvarnarbúnaðar miðað við afkastagetu hans og framleiðslu fyrirtækisins.

Ennfremur óskar Heilbrigðisnefnd Suðurlands eftir því að fá sendar niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar vegna fyrirsjáanlegra breytinga á húsnæði og aðbúnaði starfseminnar.

Ljóst er að einhverjar úrbætur hafa átt sér stað en nefndin telur sig þurfa frekari upplýsingar til að leggja mat á úrbæturnar.

Ákvörðun um útgáfu starfsleyfis frestað þar til ofangreindar upplýsingar berast og afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar um sama mál, liggur fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slítið kl. 15.10

Gunnar Þorkelsson, form.     Páll Stefánsson                       Pétur Skarphéðinsson

Svanborg Egilsdóttir              Guðmundur Geir Gunnarss.   Unnsteinn Eggertsson

Elsa Ingjaldsdóttir