4. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2009

Fundargerð 4. aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands haldinn 15. október 2009 á Hornafirði1. Aðalfundarstörf

a) Setning – formaður stjórnar

Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna.

b) Kjör fundarstjóra og fundarritara

Formaður tilnefndi þau Árna Þorvaldsson og Reyni Arnarson sem fundarstjóra og Hjalta Þór Vignisson og Ástu Guðmundsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt samhljóða.

c) Kosning í kjörbréfa- og kjörnefnd

Lögð var fram svohljóðandi tillaga stjórnar að kjörbréfa- og kjörnefnd:

Aðalmenn

Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi

Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbæ

Gunnlaugur Grettisson, Vestmannaeyjabæ

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Rangárþingi ytra

Gylfi Þorkelsson, Sveitarfélaginu Árborg

Jóna Sigurbjartsdóttir, Skaftárhreppi

Reynir Arnarson, Sveitarfélaginu Hornafirði

Varamenn

Margeir Ingólfsson, Bláskógabyggð

Páll Stefánsson, Sveitarfélaginu Ölfusi

Páll Scheving, Vestmannaeyjabæ

Kristín Aradóttir, Rangárþingi eystra

Margrét Katrín Erlingsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg

Þórhildur Jónsdóttir, Mýrdalshreppi

Var tillagan samþykkt samhljóða og tók nefndin þegar til starfa.

d) Skýrsla stjórnar

Jón Ó. Vilhjálmsson flutti skýrslu. Þar kom fram að töluverðar breytingar hafa orðið á starfseminni síðasta ár, m.a. vegna minna álags í skipulagningu frístundabyggðar. Þá greindi hann frá því að fjárhagur eftirlitsins sé ekki nægur til að standa undir þeim mannskap sem í raun þyrfti til að halda úti eftirliti til að standast allar kröfur sem til þess eru gerðar. Sagði hann að því þyrfti að sigla milli skers á báru, bæði með því að sinna eftirliti með breyttu sniði og eins að hækka hóflega gjaldskrá eftirlitsins. Að lokum þakkaði hann framkvæmdastjóra og starfsfólki fyrir ánægjulega samvinnu á liðnu ári.

e) Skýrsla framkvæmdastjóra

Elsa Ingjaldsdóttir flutti skýrslu framkvæmdastjóra ræddi hún m.a. um hvers vegna heilbrigðiseftirlit væri á vegum sveitarfélaga en ekki ríkis.

f) Niðurstaða kjörnefndar um lögmæti fundarins

Gunnar Þorgeirsson, formaður kjörbréfa- og kjörnefndar kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir kjörbréfum. Gild kjörbréf eru 46 en alls voru mættir 36 aðalfulltrúar og tveir varamenn mættir. Fundurinn úrskurðast því lögmætur.

g) Starfsskýrsla 2009

Framkvæmdastjóri fór yfir starfsskýrslu 2009. Þakkar hún stjórn og starfsmönnum fyrir vel unnin störf á árinu.

h) Ársreikningur 2008

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir ársreikning ársins þar kom fram að rekstrartap er um 3.2 m.kr. Handbært fé frá rekstri er neikvætt um 3,1 m.kr. en handbært fé í árslok er um 906 þús.kr.

Ársreikningur 2008 samþykktur.

i) Tillaga að fjárhagsáætlun 2010

Elsa Ingjaldsdóttir kynnti fjárhagsáætlun 2010 og sagði hún að þessi fjárhagsáætlunargerð hafi verið erfið og ekki er gerð ráð fyrir neinni launahækkun en það er gert ráð fyrir sumarafleysingu. Helstu tölur er að rekstrartekjur verði um 57 m.kr. og rekstrargjöld um 57 m.kr. Rekstrarniðurstaða jákvæð um 400 þús.

Eyþór Ólafsson spurðist fyrir um Orkuveitu Reykjavíkur og mælistöðvar og lyktarmælingu í Hveragerði. Jón Hjartarson spurðist fyrir um kvikasilfursmælingar. Elsa svaraði fyrirspurnum.

Fjárhagsáætlun samþykkt.

j) Tillaga að gjaldskrá

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þar sem gert er ráð fyrir 5% hækkun. Gjaldskráin samþykkt.

k) Kosning skoðunarmanna ársreikninga og varamenn þeirra

Aðalmenn: Elín Einarsdóttir Mýrdalshreppi og Margrét Sigurðardóttir Flóahreppi

Varamenn: Herdís Þórðardóttir Hveragerðisbæ og Jón G. Valgeirsson Grímsnes- og Grafningshreppi.

2. Almennar umræður

Árni fór yfir staðsetningu á nefndum á vegum þingsins.

Gylfi Þorkelsson sagði frá að verið væri að vinna af doktorsritgeð um kvikasilfursmengun á stórurriða í Þingvallavatni.

3. Fundarslit

Formaður sleit fundi kl: 15:15