38. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 29. nóvember 2001

38. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
29. nóvember 2001, kl. 17.00 í Básnum, Ölfusi.

Mætt: Heimir Hafsteinsson, form., Svanborg Egilsdóttir, Sesselja Pétursdóttir, Gunnar Þorkelsson og Íris Þórðardóttir.
Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og Pétur Skarphéðinsson, héraðslæknir.

DAGSKRÁ:

1) Drög að gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á Suðurlandi

Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram drög að nýrri gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2002 og gerði grein fyrir helstu breytingum í henni en gert er ráð fyrir hækkun eftirlitsgjalda að meðaltali um 6% pr. ár en gjaldskráin hefur ekkert hækkað frá því 1999.

Drögin samþykkt samhljóða.

2) Stefnumótunarvinna heilbrigðiseftirlitsins.

Þórður Óskarsson, framkvæmdastjóri Intellecta og ráðgjafi HES í stefnumótunarvinnunni kom á fund, útskýrði og fór yfir helstu atriði „handbókar um stjórnun og skipulag hjá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands” sem lögð var fyrir fundinn.

Almenn ánægja var með vinnu handbókarinnar og innihald hennar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir einróma starfslýsingar starfsmanna og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Framkvæmdastjóra falið að endurnýja ráðningarsamning starfsmanna á grundvelli starfslýsinga og vinna með starfsmönnum að markmiðum handbókarinnar.

3) Önnur mál.

    a) Ráðningarsamningur við nýjan framkvæmdastjóra. Formanni falið að ganga frá samningi við Elsu Ingjaldsdóttir.b) Laust starf heilbrigðisfulltrúa. Framkvæmdastjóra falið að auglýsa eftir starfsmanni á matvælasvið Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.c) Aukafundur SASS á morgun , 30. nóvember 2001 en Heilbrigðisnefnd Suðurlands er boðið að sitja fundinn sem hefst kl. 13:30.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30

Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Sesselja Pétursdóttir
Svanborg Egilsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir