114. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

114. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn fimmtudaginn 20. nóvember 2008, kl. 18.00 á Hótel Hvolsvelli, Hvolsvelli

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Birgir Þórðarson, Rut Áslaugsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir. Ragnhildur Hjartardóttir boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Starfleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Vatnsból Melhóli

880 Kirkjubæjarkl.

Endurnýjun

2

Vatnsból Kálfafell ll

880 Kirkjubæjarkl.

Endurnýjun

3

Hlölla bátar ehf

800 Selfoss

Ný starfsemi

4

Gallery Gónhóll – Stafnhús ehf

820 Eyrarbakka

Br. á starfsemi

5

Höllin – Millet ehf

900 Vestmannaeyjar

Eigendaskipti

6

Árborg v/íþróttahús Sunnulækjarskóla

800 Selfoss

Starfsleyfi

7

Reykhúsið Útey

840 Laugarvatn

Endurnýjun

8

Kaffi María – Brandur ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

9

Ozio – Presthús ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

10

Grænmetispökkun Suðurlands ehf

851 Hella

Br. á húsnæði

11

Kaffi Klettur – Steinka Bjarna ehf

801 Selfoss

Eigendaskipti

12

Gæskur ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

13

Rein – guesthouse

820 Eyrarbakka

Ný starfsemi

14

Hrunamannahreppur v/Sundlaug

845 Flúðir

endurnýjun

15

Flóahreppur v/ Flóaskóli BS

801 Selfoss

Breytt ISAT

16

Flóahreppur v/ Félagsh. Þjórsárver

801 Selfoss

Endurnýjun

17

Hárhúsið ex ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

18

Aroma snyrtistofa

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

19

Tryggvaskáli – Sjálfseignastofnun

800 Selfoss

Endurnýjun

20

Myrra – Snyrtistofa

800 Selfoss

Br. á húsnæði

21

Kaupás hf, v/11-11 Vestm.eyj.Goða

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

22

Hótel Örk – Örkin Veitingar ehf

810 Hveragerði

Endurnýjun

23

Ísjakinn

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

24

H.Sigurmundsson

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

25

Bílaþvottastöðin Úllabón

810 Hveragerði

Ný starfsemi

Starfsleyfisumsókn nr. 5 færð í b) lið.

Starfsleyfisumsóknir nr. 13 og 25 samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

Aðrar starfsleyfisumsóknir samþykktar án athugasemda.

2) Höllin, Vm.

Lagt fram til upplýsinga bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 29. október sl. þar sem undanþágubeiðni Hallarmanna er hafnað. Auk þess lagt fram bréf HES, dags. 30. október um sama mál.

Lögð fram starfsleyfisumsókn vegna breytinga á rekstaraðilum Hallarinnar Vm., ásamt bréfi, dags. 11. nóvember sl. með verklagsreglum vegna hljóðkerfis í Höllinni auk tölvupósts frá Helga Bragasyni, dags. 13. nóvember sl. Ennfremur lagt fram excelskjal Heilbrigðiseftirlitsins með útreikningum og samantekt mælinga.

Eftirfarandi bókað:

”Í ljósi framlagðra gagna samþykkir Heilbrigðisnefnd Suðurlands að gefa út starfsleyfi til handa Millet ehf. í Höllinni, Vestmannaeyjum enda verði farið eftir meðfylgjandi verklagsreglum vegna hljóðkerfis í Höllinni.“

3) Lýsi hf. – Lagður fram tölvupóstur HES til UMHVR sem frekari skýring við kæru vegna starfsleyfisútgáfu – Til upplýsinga.

4) Stjórnsýslukæra vegna húsnæðisskoðunar

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, dags. 28. október sl. ásamt stjórnsýslukæru og fylgigögnum, varðandi húsnæðisúttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að Dalbraut 4, Laugarvatni.

Ennfremur lögð fram drög að svarbréfi til úrskurðarnefndar vegna málsins.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir umrædd drög og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.

5) Niðurrif húsa v/jarðskjálfta

Lagður fram listi frá Verkfræðistofu Suðurlands – EFLA, yfir hús sem verða rifin og fjarlægð vegna jarðskjálftatjóns. – Til upplýsinga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45

Jón Ó. Vilhjálmsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Birgir Þórðarson
Á. Rut Áslaugsdóttir

Sigrún Guðmundsdóttir