43. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 21. maí 2002

43. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 21. maí 2002 kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Heimir Hafsteinsson, formaður, Svanborg Egilsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Íris Þórðardóttir, Sesselja Pétursdóttir og Guðmundur Elíasson, fulltrúi atvinnurekanda.
Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og Pétur Skarphéðinsson, hérðaslæknir.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:

Dagskrá:

1) Starfsleyfi og tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu.

 a) Starfsleyfi:

Nr. Nafn Póstfang Starfsleyfi
1 Veitingahúsið Lindin 840 Laugarvatn Eig.skipti
2 Café Róm 810 Hveragerði Eig.skipti
3 Gistiheimilið Gilsbakki 900 Vm. Nýtt
4 Gistiheimilið Sólbakki 800 Selfoss Br. á starfsemi
5 Bílheimar, landbúnaðar og bygg.v.verslun 851 Hella Nýtt
6 Lax-á, veiðhús v/Eystri Rangá 851 Hella Nýtt
7 Strandarvöllur, golfskáli Strönd 851 Hella Br. á húsn.
8 Þjónustumiðstöð aldraðra, Grænumörk 840 Laugarvatn  
Starfsleyfin samþykkt samhljóða
b) Tóbakssöluleyfi:

Nr Nafn Póstfang Starfsleyfi
1 Strandarvöllur 851 Hella Nýtt
2 Tjaldmiðstöðin Laugarvatni 840 Laugarvatn Nýtt
3 Veitingahúsið Lindin 840 Laugarvatn Nýtt

Samþykkt samhljóða.

 

1)      Yfirlit eftirlits.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits og fór yfir stöðu mála.

 

2)      Málefni Ullarþvottastöðvarinnar, Hveragerði.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang mála varðandi Ullarþvottastöðina Í Hveragerði.

Samþykkt að leita aðstoðar lögfræðings Hollustuverndar ríkisins varðandi þvingunarúrræði heilbrigðiseftirlitsins vegna málefna stöðvarinnar. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

 

3)      Málefni Hallarinar – Karató, Vestmannaeyjum.

Tekið fyrir erindi íbúa í Vestmannaeyjum.

Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu og upplýsa um aðkomu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

 

 

4)      Mál til upplýsinga og kynningar.

a)      Ný gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit á Suðurlandi.

Birt í stjórnartíðindum 26. apríl sl. og hafa verið send út eftirlitsgjöld skv. nýrri gjaldskrá auk þess sem fjöldi fyrirtækja fékk bréf um endurnýjun starfsleyfis. Gjaldskráin byggir á rauntölum við kostnað eftirlits.

 

b)      Mat á umhverfisáhrifum.

i)        Sultartangalína 3, Sultartangi – Brennimelur – Til upplýsinga

ii)       Norðlingaöldu veita – Sunnan Hofsjökuls – Til upplýsinga

Kynningarmyndband vegna Norðlingaölduveitu sýnt.

 

c)      Umhverfishreinsanir.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu. Kom fram að sveitarfélögin Hveragerði, Ölfus, Árborg og Laugardalshreppurhefðu beðið um samvinnu skv. útsendri verklagsreglu embættisins. Er hreinsun mislangt komin í sveitarfélögunum.

 

d)      Námskeið fyrir starfsmenn sundstaða.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir námskeiði með Fræðsluneti Suðurlands og Vinnueftirliti ríkisins fyrir starfsmenn sundstaða haldið 10. maí sl.

Fyrirlestra frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands héldu Elsa Ingjaldsdóttir og Rut Áslaugsdóttir.

 

e)      Sumarafleysing.

Leitað hefur verið til Guðrúnar Kristínar Sigurgeirsdóttur, heilbrigðisfulltrúa, að taka að sér ákv. verkefni fyrir heilbrigðiseftirlitið í sumar.

Mun framkvæmdastjóri ganga frá samningi við hana í samræmi við fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 

 

5)            Önnur mál.

a)      Endurskoðun Vestmannaeyjasamnings.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að segja upp samningi milli Heilbrigðisnefndar Suðurlands og Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins frá

5. janúar 2000 og beinir þeim tilmælum til SASS að það geri slíkt hið sama við samning SASS og Vestmannaeyjabæjar einnig dags. 5. janúar 2000.

Skv. lögum nr. 7/1998 ber Heilbrigðisnefnd Suðurlands alfarið ábyrgð á heilbrigðiseftirliti á sínu svæði og eru Vestmannaeyjar þar meðtaldar. Heilbrigðisnefnd Suðurlands mun skipuleggja starfsemi og tilhögun heilbrigðiseftirlitsins þar og annars staðar skv. lögum þar að lútandi.

 

b)      Lög um umhverfisstofnun – Lagt fram til kynningar.

 

c)      Vorfundur Hollustuverndar, Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og Umhverfisráðuneytis.

Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um samráðsfund framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, forstöðumanna Hollustuverndar og fulltrúum Umhverfisráðuneytisins dagana 16- 17. maí sl. á þeim fundi voru m.a. rætt um aðild Íslands að matvælaöryggisstofnun Evrópu, Umhverfisstofnun og tilflutning á matvælaeftirliti en fram kom að í smíðum eru ný lög; lög um eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra.

Almennar umræður urðu um framtíðartilhögun heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. 

 

Næsti fundur ákveðinn 25. júní nk.

 

Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Sesselja Pétursdóttir
Svanborg Egilsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Guðmundur Elíasson
Elsa Ingjaldsdóttir