102. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

102. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 2. október 2007, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi, 2. hæð.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Viktor Pálsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Pétur Skarphéðinsson boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Vélsmiðjan Altak ehf. v. starfsm.búða Hellisheiði

801 Selfoss

Ný starfsemi

2

Gullfosskaffi – Kauptíð ehf

801 Selfoss

Br. á húsnæði

3

Þrastalundur – Sog-veitingar ehf

801 Selfoss

Eigendaskipti

4

Bláskógabyggð v/ Félagsheimilið Aratunga

801 Selfoss

Endurnýjun

5

Félagsheimilið Tungusel

880 Kirkjub.kl.

Endurnýjun

6

OR v/mötun. og veislusala Hellisheiðarvirkjun

801 Selfoss

Ný starfsemi

7

Svf. Árborg v. Tíbrár – félagsheimili UMFS

800 Selfoss

Br. á starfsemi

8

Samkaup hf.

840 Laugarvatn

Eigendaskipti

9

Hársnyrtistofan Gná

810 Hveragerði

Ný starfsemi

10

Jarðboranir hf. v. borana og starfsmannabúða

801 Selfoss

Endurnýjun

11

Skaftholt sjálfseignarstofnun

801 Selfoss

Br. á starfsemi

12

Bökun ehf v, garðávaxta

845 Flúðir

Ný starfsemi

13

Magnús H Sigurðsson, v. garðávaxta

845 Flúðir

Ný starfsemi

14

Garðyrkjustöðin Hvammur

845 Flúðir

Ný starfsemi

15

Garðyrkjustöðin Reykjaflöt

845 Flúðir

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 11 og 15 sem samþykkt eru með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

b) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

Sog veitingar ehf. Þrastalundi

801 Selfoss

Eigendaskipti

Lagt fram til upplýsinga.

c) Flugklúbbur Selfoss.

Til afgreiðslu starfsleyfisumsókn Flugklúbbs Selfoss frá 1. nóvember 2006, en tímabundið starfsleyfi rann út í ágúst, með framlengingu fram á þennan fund HS. Lögð fram endurskoðuð drög af starfsleyfisskilyrðum ásamt tillögum um tímatakmörkun á flugvellinum sbr. 5. grein reglugerðar nr. 478/2003

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fundi með bæjarstjóra og bæjarritara sveitarfélagsins Árborgar varðandi málefni flugvallarins.

Samþykkt að gefa út starfsleyfi til Flugklúbbsins samkvæmt framlögðum drögum af starfsleyfisskilyrðum að fenginni jákvæðri umsögn sveitarfélagsins varðandi starfsemina miðað við skipulag svæðisins og nærliggjandi íbúðabyggðar. Ennfremur óskar Heilbrigðisnefnd Suðurlands eftir því að sveitarfélagið taki til skoðunar tillögur nefndarinnar um takmarkanir til að fyrirbyggja hávaða frá starfseminni þannig að hávaðamörk skv. reglugerð 933/1999 um hávaða verði náð í nærliggjandi byggð.

2) Gangur eftirlits.

a) Reglubundið eftirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundu eftirliti og lagði fram yfirlit frá síðasta fundi.

b) Málaskrá.

Lögð fram málaskrá HES og farið yfir fjölda og stöðu mála.

c) Takmarkanir á starfsemi:

i) Ísbúðin Kjarnanum.

Lagðar fram til upplýsinga eftirlitsnótur nr. 2223-4. Elsa Ingjaldsdóttir greindi frekar frá málinu.

ii) Vilberg bakarí.

Lagt fram bréf HES, dags. 20. september sl. þar sem fram kemur að fyrirtækinu hafi verið veittur frestur til andmæla fyrirhuguðum þvingunaraðgerðum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands beinir því til starfsmanna sinna að kanna, eftir veittan andmælafrest, hvort tilmælum hafi verið sinnt og grípa til þvingunaraðgerða ef svo er ekki.

d) Athugasemdir/upplýsingar:

i) Vatnsveita Flóa.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 18. september sl., varðandi mengun í neysluvatni vatnsveitu Flóahrepps. Fram kom að HES hefði tekið mörg sýni af vatninu frá því mengunar var vart en síðustu mælingar úr vatnsbóli og dreifikerfi væru nú ásættanlegar. Almennar umræður urðu um málið.

ii) Afgreiðsla Sýslumannsins í Vm.

Lagður fram til upplýsinga tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Sýslumannsins í Vestmannaeyjum er varðar bindandi umsagnir HES samkvæmt lögum um skemmtanahald og reglugerð settri samkvæmt þeim. Ennfremur var óskað skýringa á afgreiðslu Sýslumanns skv. ofannefndum lögum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands beinir því til framkvæmdastjóra að ítreka að fá svör skv. ofangreindum gögnum.

3) Aðalfundur HES.

a) Drög að dagskrá árþings SASS og aðalfundar HES.

Lögð fram til upplýsinga. Framkvæmdastjóra falið að breyta drögum að dagskrá í samræmi við umræðu á fundinum.

b) Drög að fjárhagsáætlun ásamt greinargerð.

Lögð fram til upplýsinga. Framkvæmdastjóri fór yfir drögin og gerði grein fyrir einstaka liðum hennar. Inn á fund undir þessum lið kom Þorvarður Hjaltason og gerði grein fyrir kostnaðarlið vegna húsnæðis og aðstöðu HES hjá SASS. Samþykkt að vísa framlagðri fjárhagsáætlun til afgreiðslu aðalfundar HES.

c) Ársskýrsla 2006.

Lögð fram til upplýsinga. Samþykkt að vísa henni til afgreiðslu á aðalfundi.

d) Drög að starfsskýrslu 2007.

Lögð fram til upplýsinga.

4) Námur.

Birgir Þórðarson kom inn á fund og greindi frá námum á Suðurlandi og stöðu mála varðandi starfsleyfi ofl.

5) Annað.

a) Matvælaaeftirlit, eftirlitsverkefni ofl.

Lagt fram til kynningar bréf UST, dags. 7. september sl. varðandi eftirlitsverkefni á matvælasviði fyrir árið 2008.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands beinir því til eftirlitsins að taka þátt í þeim verkefnum sem hafa augljósan tilgang en fara ekki í kostnaðarsöm verkefni sem óljóst virðist hverju skila.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Gunnar Þorkelsson

Guðmundur G. Gunnarsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Elsa Ingjaldsdóttir