136. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

 haldinn 27. október 2012, kl. 19.00 í Víkurskála, Vík Mýrdal.

 

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Jafnframt sátu fundinn Birgir Þórðarson, María B. Guðnadóttir, og Rut Áslaugsdóttir.

Valur Bogason boðað forföll. Varamaður hans komst heldur ekki.

 

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Ferðafélag Ísl.v/Álftavatn

851

Hella Endurnýjun

2

Ferðafélag Ísl.v/Emstrur

861

Hvolsvöllur Endurnýjun

3

Ferðafélag Ísl.v/Hrafntinnusker

851

Hella Endurnýjun

4

Ferðafélag Ísl.v/Hvanngils

851

Hella Endurnýjun

5

Café Rose – Werner ehf

810

Hveragerði Nýtt leyfi

6

Danssport ehf

800

Selfoss Nýtt leyfi

7

Árborg v/Ungmennahúsið og Félagsmst Zelsíuz

801

Selfoss Br. á húsnæði

8

Sólheimajökull ehf

871

Vík Nýtt leyfi

9

Kökuval ehf – konditori

850

Hella Nýtt leyfi

10

Dekkjalagerinn

800

Selfoss Nýtt leyfi

11

Ferðafélagið Útivist / Álftavatnakrókum

880

Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun

12

Ferðafélagið Útivist / Strútur á Mælifellssandi

851

Hella Endurnýjun

13

Ferðafélagið Útivist v/Dalakofi

851

Hella Endurnýjun

14

Árborg v/Sandvíkursalurinn

800

Selfoss Br. Á starfsemi

15

Skógrækt ríkisins v/ Vatnsból Tjaldsvæðis Þjórsárdals

801

Selfoss Nýtt leyfi

16

Skeggi

801

Selfoss Eigendaskipti

17

Bónus Larsenstræti

800

Selfoss Nýtt leyfi

18

Léttur ehf

800

Selfoss Br. Á starfsemi

19

Vatnsveita Bláskógabyggðar v/Laugarvatn

840

Laugarvatn Nýtt leyfi

20

Ormsstaðir

801

Selfoss Nýtt leyfi

21

Matorka v/ Fiskeldisstöðin Galtalæk

851

Hella Nýtt leyfi

22

Matorka v/ Fiskeldisstöðin Fellsmúla

851

Hella Nýtt leyfi

23

Icelandic glacier charr ehf

880

Kirkjubæjarklaustur Nýtt leyfi

24

Veiði/fiskræktfél Landmafréttar v/ Veiðivötn

851

Hella Nýtt leyfi

25

Máni ÁR-70 ehf

820

Eyrarbakki  Nýtt leyfi

Öll starfsleyfin samþykkt nema starfsleyfisumsóknir nr. 14, 17, 20, 21, 22, 23, samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa og eftir atvikum, lögbundinn auglýsingatíma starfsleyfis.

Starfsleyfisumsókn nr. 15 hafnað þar til fyrirliggja fullnægjandi niðurstöður á neysluvatni.

2)      Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefndir á svæðum 3 og 4 sbr. vatnatilskipunin og flokkun vatnshlota.

Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgigögnum frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands í vatnasvæðanefndir nr. 3 og 4.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að tilnefna Birgi Þórðarson sem aðalmann og Sigrúnu Guðmundsdóttur sem varamann í báðar nefndirnar.

3)      Orkuveita Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar.

Elsa og Birgir gerðu grein fyrir fundi HES með Orkuveitu Reykjavíkur vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málefni fundarins var endurskoðun starfsleyfis OR v/Hellisheiðarvirkjunar, niðurdæling affalsvatns, vöktun grunnvatns ofl.

Málið rætt.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur starfmönnum HES að vinna að endurskoðun starfsleyfisskilyrðanna og skulu þau lögð fram á næsta fundi nefndarinnar til afgreiðslu í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 785/1999.

 

4)      Mál úr eftirliti.

a)      Möguleg matarborin sýking í Gnúpverjahreppi

Lagt fram til upplýsinga minnisblað HES vegna málsins.

 

5)      Aðalfundarmálefni.

a)      Aðalfundargögn.

Farið yfir aðalfundargögnin, fyrirkomulag fundarins rætt.

b)      Tillaga fjárhagsnefndar SASS.

Lagðar fram og kynntar, tillögur fjárhagsnefndar SASS frá 12. október sl. en tillögur sem bera á framá aðalfundi skulu, skv. samþykktum HES,  sendast stjórn HES amk. 3 vikum fyrir aðalfund.

Tillögum fjárhagsnefndar SASS því vísað til umræðu undir dagskrárliðnum ,,Önnur mál“ á aðalfundi HES á morgun.

 

6)      Annað.

a)      Umsögn vegna ræktunar á erfðabreyttu byggi.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar ásamt drögum að starfsleyfiskilyrðum fyrir ORF líftækni ehf. vegna starfsemi með erfðabreyttar lífverur í Landbúnaðarháskólanum að Reykjum, Ölfusi.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands áréttar að varlega sé farið við starfsemi af þessu tagi og tryggt skuli að erfðabreyttar lífverur berist ekki í umhverfið. Starfsmönnum falið að gefa umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.

 

b)      Kæra vegna sorphirðuútfærslu í Bláskógabyggð.

Lagt fram til upplýsinga afrit af bréfi UMHVR, dags. 21. september 2011, til Landssambands sumarhúsaeigenda þar sem kæru þeirra á hendur UST og HES vegna málsmeðferðar varðandi framkvæmd úrskurðar um staðsetningu sorpíláta í Bláskógabyggð er vísað frá en UST falið að leiðbeina HES um framkvæmd. Einnig lagt fram eldra bréf frá HES til Landssambandsins um sama mál, dags. 12. júlí 2010.

 

c)      Haustfundur.

Framkvæmdastjóri upplýsti um nýafstaðin haustfund Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða með aðkomu UMHVR/UST og SLR/MAST. Á fundinn fóru allir starfsmenn HES enda fundurinn samræming og fræðsla fyrir heilbrigðisfulltrúa landsins.

Fleira ekki gert og fundi slítið kl. 20.00

 

Gunnar Þorkelsson, form.                    Páll Stefánsson                        Pétur Skarphéðinsson

Svanborg Egilsdóttir                            Unnsteinn Eggertsson               Guðmundur Geir Gunnars

Elsa Ingjaldsdóttir                                Birgir Þórðarson                      María B. Guðnadóttir

Rut Áslaugsdóttir