119. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

119. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
2. júní 2009, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Oddur Árnason, Ragnhildur Hjartardóttir og Elsa Ingjaldsdóttir. Guðmundur Geir Gunnarsson boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Ný og endurnýjuð

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Ökuskóli Suðurlands ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

2

Nuddstofan Bati

850 Hella

Endurnýjun

3

Flóð og fjara ehf

825 Stokkseyri

Endurnýjun

4

Golfklúbbur Hveragerðis

810 Hveragerði

Ný starfsemi

5

Ferðaþjónusta Búðarhóli, Rangárþingi eystra

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

6

Golfskáli Öndverðanes (Múrarafélag Reykjavíkur)

801 Selfoss

Br. húsnæði

7

Hótel Eldhestar ehf,

810 Hveragerði

Endurnýjun

8

Suðurlandssól ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

9

Vatnsból Akbraut, Landsveit

851 Hella

Endurnýjun

10

Art dekurstofa

810 Hveragerði

Endurnýjun

11

Hótel Klaustur

880 Kirkjub.kl.

Endurnýjun

12

Nautilus Ísland ehf v/ Sundhöll Selfoss

800 Selfoss

Ný starfsemi

13

Golfsk. Selfossi Svarfhólsvöllur – Matur og Músík

800 Selfoss

Endurnýjun

14

Hótel Hvítá – Fasteignafélagið Bær – (áður 1997)

801 Selfoss

Endurnýjun

15

Þjónustuíbúðir Selvogsbraut 1, Þorlákshöfn

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

16

Þjónustuíbúðir Vallholti 12-14

800 Selfoss

Endurnýjun

17

Þjónustuíbúðir Vallholti 9

800 Selfoss

Endurnýjun

18

Ferðaþjónustan Geirakoti

801 Selfoss

Endurnýjun

19

Gistiheimilið Fossnes

801 Selfoss

Ný starfsemi

20

Kaffi-Sel ehf

Efra-Seli

Endurnýjun

21

Reykjabúið hf v/Auðsholt Ölfusi

801 Selfoss

Endurnýjun

22

Reykjabúið hf v/Bakka Ölfusi

801 Selfoss

Endurnýjun

23

Reykjabúið hf v/Hjalla Ölfusi

801 Selfoss

Endurnýjun

24

Reykjabúið hf v/Lambhaga Ölfusi

801 Selfoss

Endurnýjun

25

Reykjabúið hf.v/Helludal Biskupstungum

801 Selfoss

Endurnýjun

26

VM-félag Vélstjóra og málmtæknimanna (sundlaug Flataskógi)

801 Selfoss

Endurnýjun

27

Grunnskóli Vestmannaeyja -Barnaskóli

900 Vestm.eyjar

Endurnýjun

28

Grunnskóli Vestmannaeyja – Hamrasskóli

900 Vestm.eyjar

Endurnýjun

29

Flugstoðir vegna Hellu

850 Hella

Eigendaskipti

30

Flugstoðir vegna Flúða

845 Flúðir

Eigendaskipti

31

KHN v/mötuneytis og starfsmannabúða

801 Selfoss

Ný starfsemi

32

KHN v/verkstæðis

815 Þorlákshöfn

Ný starfsemi

33

Sveitarfélagið Árborg v/Vinaminni

800 Selfoss

Ný starfsemi

34

Bandalag Íslenskra Farfugla Húsadal, Þórsmörk

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

35

Sjoppan Sunnumörk

810 Hveragerði

Ný starfsemi

36

Holræsa og stífluþjónusta Suðurlands

800 Selfoss

Endurnýjun

37

Vatnsveita Stóra Hofi, Skeiða- og Gnúpv.hr

801 Selfoss

Endurnýjun

38

Félagsbúið Skarði sf v/ vatnsból

851 Hella

Endurnýjun

39

Pizza Islandia

800 Selfoss

Ný starfsemi

40

KBK ehf

880 Kirkjub.kl.

Ný starfsemi

41

Hvítasunnukirkjan – Kaffi Líf

800 Selfoss

Ný starfsemi

42

Pylsuvagninn Selfossi

800 Selfoss

Br.á húsnæði

43

Vorsabær 2 – gisting

801 Selfoss

Ný starfsemi

44

Bændamarkaður Flúðum

845 Flúðir

Ný starfsemi

45

Tjaldmiðstöðin Flúðum

845 Flúðir

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt en umsóknir nr. 35 og 39-43 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa. Afgreiðslu starfsleyfisumsókna nr. 21-25 frestað þar til eftir auglýsingaferli.

b) Auglýst starfsleyfiskilyrði.

i) Svínabú, Haga.

Engar athugasemdir bárust á umsagnartímanum – Samþykkt að gefa út starfsleyfið skv. auglýstum starfsleyfisskilyrðum.

ii) Orkuveita Reykjavíkur v/endurnýjunar starfsleyfis Nesjavallavirkjunar.

– Ábendingar bárust með tölvupósti frá Páli Stefánssyni. Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar- og Kópavogssvæðis almenns eðlis um orðalag og skýringar.

– Frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 6. apríl sl. þar sem bent er á að í 7. kafla komi hvergi.. ”fram að viðbragðsáætlun vegna mögulegrar mengunar eigi að liggja fyrir og gripið skuli til aðgerða skv. henni“.

– Frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 31. mars sl. Um er að ræða almennar ábendingar varðandi innihald, uppsetning ofl. Ábendingarnar ber að skoða sem vangaveltur skv. undirrituðum.

– Frá Umhverfisstofnun dags. 21. apríl sl. þar sem settar eru fram athugsemdir varðandi einstaka liði skilyrðanna.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur farið yfir athugasemdirnar og samþykkir að gefa út starfsleyfi til Orkuveitu Reykjavíkur v/Nesjavallavirkjunar að teknu tilliti til ábendinga Umhverfisstofnunar í liðum 1-6 og 9-10 og ábendingu frá Kjósarsvæði er varðar að fella niður setningu í grein 1.3. Varðandi athugasemd HER um að vanti viðbragðsáætlun þá er bent á að í sama kafla, g.lið, er fjallað um að fyrirtækið setji sér reglur um viðbrögð við mengunaróhöppum ofl. Því er nú þegar slíkt ákvæði inn í starfsleyfisskilyrðunum.

iii) Viðauki við gildandi starfsleyfisskilyrði Orkuveitu Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar.

Eftirfarandi athugasemdir/bréf bárust:

– Frá Umhverfisstofnun, dags. 21. apríl sl. en stofnunin telur að viðaukinn eigi að innihalda tilvitnun um að fara skuli eftir reglugerð um loftgæði

– Frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 31. mars sl. um að rétt væri að setja fram markmið með mælingunum og að fjalla þarf betur um gerð veðurstöðva

– Frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 6. apríl sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar við auglýst starfsleyfisskilyrði.

– Frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 6. apríl sl. þar sem, gerðar eru athugasemdir við tvær setningar; ”Skulu þessi mörk gilda við mælistöðina í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu“ og ”Að sama skapi skal Umhverfissvið Reykjavíkurborgar bera ábyrgð á upplýsingagjöf til almennings fari styrkur brennisteinsvetnis yfir við mælistöð OR við höfuðborgarsvæðið“

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fellst á sjónarmið og rök HER í málinu og samþykkir að taka út ofangreindar setningar enda hefur það ekki áhrif á innihald viðaukans og er hvorki til þess fallið að draga úr eða auka kröfur sem ætlað er að ná fram með viðaukanum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur ekki ástæðu til að setja inn tilvitnun um að fara skuli eftir reglugerð um loftgæði í viðaukann enda er fyrirtækinu skylt skv. starfsleyfi og starfsleyfisskilyrðum að fara eftir þeim reglugerðum sem gilda um starfsemina.

Nefndin telur ennfremur ekki ástæðu til að setja inn markmið mælinganna enda má ljóst vera að það sé til að tryggja betri loftgæði í nágrenni virkjunarinnar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að gefa út viðauka við starfsleyfisskilyrði Orkuveitu Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar með ofangreindum breytingum.

c) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

Sjoppan Sunnumörk

810 Hveragerði

Ný starfsemi

2

Pizza Islandia

800 Selfoss

Ný starfsemi

Lagt fram til upplýsinga.

2) Gangur eftirlits.

a) Rekstraryfirlit frá áramótum- sjá lið nr. 6.

b) Reglubundið eftirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits frá síðasta fundi.

c) Einstök málefni.

i) Förgun.

Lagt fram til upplýsinga bréf frá Almari Sigurðssyni, dags. 20. apríl sl. ásamt svarbréfi HES til hans, til MAST og til fyrirtækisins.

ii) Sveitamarkaðir.

Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndina um ”sveitamarkaði“ og vörur sem mætti selja á slíkum mörkuðum. Kom fram að unnar matvörur ss. heimabakstur, sultur ofl. væru að finnast á slíkum mörkuðum en til að selja slíka vöru þarf að taka út aðbúnað á framleiðslustað og veita starfsleyfi fyrir framleiðslunni.

3) Stjórnsýslukæra vegna eftirlits með starfsemi Lýsis.

Lögð fram stjórnsýslukæra, dags. 20. maí sl vegna eftirlits með starfsemi Lýsi, Þorlákshöfn. Ennfremur lagður fram tölvupóstur frá HES til formanns úrskurðarnefndar varðandi málið. Beðið verður með að gefa umsögn við kæruna þar til svör hafa borist við tölvupósti embættisins.

4) Lýsi – Staða eftirlits og erindi.

Lagt fram bréf Skipulags- og byggingafulltrúa Ölfus, dags. 30. apríl sl ásamt drögum að svarbréfi til hans. Ennfremur lagt fram bréf HES, dags. 27. apríl sl. til Lýsis og svarbréf Lýsis, dags. 4. maí sl. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 26. maí sl. til Lýsis.

Vinnuskjal um eftirlit vegna lyktar frá 1.-22. maí lagt fram. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir skráningu og gerði frekari grein fyrir stöðu málsins. Kom fram að daglega hefur verið farið og könnuð lykt á ákveðnum stöðum í Þorlákshöfn, hráefni skoðað og atriði er varða dreifingu mögulegrar lyktarmengunar skráð. Verður slíku eftirliti haldið áfram um óákveðin tíma.

5) Úrskurður vegna skipulags- og byggingamála Lýsis.

Lagður fram til upplýsinga, úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem ákvörðun bæjarráðs Ölfus um synjun á uppsetningu þvottaturna er felld úr gildi.

6) Tilkynning um meðferð máls- húsnæðisskoðun.

Lagt fram bréf HES, dags. 25. maí sl., til Dvergsmíð ehf./Guðjóns Bjarnasonar þar sem tilkynnt er um kröfu HES um að veitingu frests til leigjanda húsnæðisins í Mundakoti, Eyrarbakka til að flytja út þar sem húsnæðið hefur áður verið dæmt óíbúðarhæft. Hefur eigandi ekki nýtt andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að fela framkvæmdastjóra frekari framgang málsins og beitingu þvingunaraðgerða á grundvelli laga nr. 7/1998 og í samræmi við stjórnsýslulög.

7) Húsnæðismál Vm.

Lagður fram tölvupóstur frá Páli Marvin, Þekkingarsetrinu, dags. 14. maí sl. um endurnýjun á húsaleigusamningi vegna aðstöðu HES að Strandvegi 50. Í tölvupóstinum kemur fram tillaga að áðurframlagðri hækkun deilist til helminga frá maí 2009 til ársloka en ná að fullu fram að ganga í janúar 2010

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að framlengja húsaleigusamning fram til næstu áramóta sbr. fyrirliggjandi tilboð.

8) Tillögur Fjárhagsnefndar vegna gjaldskráar, fjárhagsáætlunar og rekstur HES fyrir árið 2009.

Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun skv. tillögum fjárhagsnefndar og afgreiðslu HS ásamt minnispunktum frá framkvæmdastjóra.

Við endurskoðun hennar var tekið tillit til tillagna fjárhagsnefndar HES frá aðalfundi m.a. með eftirfarandi:

– Gjaldskrá hefur tekið gildi skv. afgreiðslu nefndarinnar og tillögum frá fjárhagsáætlun. Hækkun eftirlitsgjalda eins og kemur fram í fjárhagsáætlun er 10% eins og gert var ráð fyrir í upphafi. Hækkunin er þó 11% ef tekið er mið af tölum í ársreikningi.

– Allur rekstarkostnaður hefur verið miðaður við tölur í ársreikningi 2008 og gerir heildaráætlun nú ráð fyrir 150 þús króna lægri útgjöldum en í fyrra.

– Nefndarlaun hafa verið lækkuð í fjárhagsáætlun um þingfararkaup 7.5%. áhrifaríkari leið til sparnaðar hefur nefndin nú þegar hætt föstum mánaðarlegum fundum og fundar nú á 4-6 vikna fresti e. þörfum.

– Laun lækka um 5% ár ársgrunni skv. framlagðri fjárhagsáætlun. Ekki verður ráðið í sumarafleysingar og tekur lækkunin mið af tillögum fjárhagsnefndar og lækka í %hlutfalli við laun viðkomandi. Heildarlaunalækkun um 5% næst því með niðurskurði á afleysingar og skertum ráðningakjörum starfsmanna.

Til samræmis var horft til afgreiðslu stjórnar SASS, Skólaskrifstofu, Atvinnuþróunarfélagsins og Sorpstöðvar Suðurlands.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun og felur framkvæmdastjóra að upplýsa fjárhagsnefnd um afgreiðslu á tillögum nefndarinnar. Framkvæmdastjóra einnig falið að gera nauðsynlegar breytingar á ráðningasamningum starfsmanna til að ná markmiðum fjárhagsáætlunarinnar vegna launaliða.

9) Önnur mál.

a) Framsal eftirlits.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fundi með framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í Umhverfisráðuneytinu þar sem fjallað var um framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til sveitarfélaga. Hún greindi einnig frá sameiginlegu bréfi framkvæmdastjóra HES til Umhverfisráðuneytis þar sem ráðuneytið var hvatt til að horft til hagkvæmni og fagþekkingar, sem og vilja sveitarfélaganna við framsal á eftirliti.

b) ESA fundur 25. júní.

Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndina um fyrirhugða úttekt ESA 22. -26. júní um kjöt og kjötvörur og þátttöku Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í úttektinni.

c) OR v/mælistöðva.

Lagður fram tölvupóstur frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. maí varðandi uppsetningu mælistöðva. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir það sem fram kemur í tölvupóstinum og felur framkvæmdastjóra að upplýsa fyrirtækið í samræmi við umræðu á fundinum.

d) Starfsmannamál, sumarfrí ofl.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhuguðum sumarleyfum starfsmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.10

Næsti fundur ákveðin fimmtudaginn 13. ágúst n.k.

Jón Ó. Vilhjálmsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Oddur Árnason
Elsa Ingjaldsdóttir