74. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 26. apríl 2005

74. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
 

26. apríl 2005 kl. 13.00 í Víkurskála, Vík í Mýrdal.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Elíasson, Gunnar Þorkelsson, Elín Björg Jónsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir.

Bergur E. Ágústsson boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Starfsleyfi

1

Hótel Klaustur

880 Kirkjubæjarkl.

Endurnýjun

2

Þjónustumiðstöðin Þingvöllum

801 Selfoss

Endurnýjun

3

Liljan ehf.

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

4

Barnaskóli Vestmannaeyja

900 Vestmannaeyj.

Endurnýjun

5

Þ.G. Verk, Kolviðarhóli

801 Selfoss

Ný starfsemi

6

Ístak, starfsmannab. Kolviðarhóli

801 Selfoss

Ný starfsemi

7

Rebekka-Rut ehf.

900 Vestmannaeyj.

Endurnýjun

8

Frostmark ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

9

Vikurvörur/BM Vallá ehf.

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

10

Viðskiptastofan okkar ehf- Drífandi

900 Vestmannaeyj.

Endurnýjun

11

Gisting Galtalæk II

851 Hella

Ný starfsemi

12

Holræsa- og stífluþj.Suðurlands ehf.

800 Selfoss

Endurnýjun

13

A.K. flutningar ehf – sorphirða

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

14

Límtré Vírnet ehf

845 Flúðir

Eigendaskipti

15

Steini og Olli ehf. v/steypustöðvar

900 Vestmannaeyj.

Eigendaskipti

16

Síld og Fiskur ehf- Þórustaðir svinabú

801 Selfoss

Eigendaskipti

17

Eyjasýn ehf

900 Vestmannaeyj.

Br. á starfsemi

18

Frost og Funi- Hveragerði

810 Hveragerði

Br. á starfsemi

19

Frost og Funi-Ölfus

801 Selfoss

Br. á starfsemi

20

Ferðaþjónusta Búðarhóli

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

21

Nuddstofa Hörpu

810 Hveragerði

Ný starfsemi

22

Pizza Hveragerði, DS. Arnarsson ehf.

810 Hveragerði

Eigendaskipti

23

Sælkeravinnslan ehf,

800 Selfoss

Endurnýjun

24

Hellirinn

850 Hella

Endurnýjun

25

Menningarmiðst. Laugalandi

851 Hella

Endurnýjun

26

Miðheimar, félagsheimili

850 Hella

Ný starfsemi

27

Sambýlið Árvegi 8

800 Selfoss

Ný starfsemi

28

Sambýlið Vallholti 9

800 Selfoss

Ný starfsemi

29

Heimili Selvogsbraut 1

815 Þorlákshöfn

Ný starfsemi

30

Þjónustuíbúðir Vallholti 12-14

800 Selfoss

Ný starfsemi

31

Heimili Álftarima 2

800 Selfoss

Ný starfsemi

32

Skammtímavist Lambhaga 48

800 Selfoss

Ný starfsemi

33

Veiðifél. E- Rang. v/ f.eldisst.Laugum

851 Hella

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 5, 26, 27, 28, 30-33 einungis samþykkt með fyrirvara um jákvæð úttekt heilbrigðisfulltrúa.

i) Moltugerð Þykkvabæ – Lagðar fram innsendar athugasemdir sem borist hafa á kynningarferli starfleyfsdraganna ásamt afgreiðslu Skipulags- og bygginganefndar Rangárþings Ytra frá 13. apríl sl. þar sem fram kemur að starfsleyfishafi geti ekki sýnt fram á eignarhald né leiguafnot á landi til framleiðslunnar auk þess sem slík starfsemi kalli á breytingu á aðalskipulagi og því sé ekki grundvöllur til afgreiðslu slíks leyfis. Afgreiðsla hreppsráðs Rangárþings Ytra samþykkti ofannefnt samhljóða.

– Lagðar fram innsendar athugasemdir sem borist hafa á kynningarferli starfleyfsdraganna ásamt afgreiðslu Skipulags- og bygginganefndar Rangárþings Ytra frá 13. apríl sl. þar sem fram kemur að starfsleyfishafi geti ekki sýnt fram á eignarhald né leiguafnot á landi til framleiðslunnar auk þess sem slík starfsemi kalli á breytingu á aðalskipulagi og því sé ekki grundvöllur til afgreiðslu slíks leyfis. Afgreiðsla hreppsráðs Rangárþings Ytra samþykkti ofannefnt samhljóða. 0Á grundvelli afgreiðslu Skipulags- og bygginganefndar, hreppsráðs Rangárþings Ytra og innsendra athugasemda er starfleyfisumsókn Árna Jónssonar fyrir moltugerð hafnað.

b) Tóbakssöluleyfi

1

Pizza Hveragerði, DS Arnarson ehf.

810 Hveragerði

Eigendaskipti

Lagt fram til kynningar.

2) Gangur eftirlits.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits og stöðu mála. Kom fram að mismikið álag er á starfsmenn í reglubundnu heilbrigðiseftirliti.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að ná fram sem mestri jöfnun við lögbundið eftirlit fyrirtækja, bæði í tíma og álagi á starfsmenn.

3) Úrskurður vegna Hallarinnar – Karató.

Úrskurður vegna kæru forsvarsmanna Hallarinnar á ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands hefur ekki enn borist.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að koma saman til fundar um leið og úrskurðurinn berst.

4) Samþykkt um kattahald í þéttbýli í Rangárþingi Ytra.

Lögð fram til umfjöllunar samþykkt um um kattahald í þéttbýli í Rangárþingi ytra. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir samþykktina með fyrivara um að inn í hana verði sett ákvæði þar sem vísað er í reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.

Lögð fram til umfjöllunar samþykkt um um kattahald í þéttbýli í Rangárþingi ytra. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir samþykktina með fyrivara um að inn í hana verði sett ákvæði þar sem vísað er í reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.

5) Annað.

a) Eftirlitsverkefni HES og UST.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá samantekt eftirlitsverkefna heilbrigðiseftirlitssvæða og Umhverfisstofnunar fyrir árið 2004 vegna matvælaeftirlits.

b) Úttekt ESA.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá heimsókn aðila frá eftirlitsstofnun EFTA, ESA, til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 5. apríl sl. Skýrsla vegna úttektarinnar er væntanleg.

c) Starfsmannamál.

i) Sumarafleysing

i) Sumarafleysing

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir ráðningu í sumarafleysingar og fleiri tengdum málum.

ii) Pétur Skarphéðinsson greindi frá fyrirhugaðri skrifborðsæfingu vegna matarsýkinga sem haldin er á vegum Sóttvarnalæknis og Umhverfisstofnunar 11. maí nk.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá samantekt eftirlitsverkefna heilbrigðiseftirlitssvæða og Umhverfisstofnunar fyrir árið 2004 vegna matvælaeftirlits.

b) Úttekt ESA.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá heimsókn aðila frá eftirlitsstofnun EFTA, ESA, til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 5. apríl sl. Skýrsla vegna úttektarinnar er væntanleg.

c) Starfsmannamál.

i) Sumarafleysing

i) Sumarafleysing

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir ráðningu í sumarafleysingar og fleiri tengdum málum.

ii) Pétur Skarphéðinsson greindi frá fyrirhugaðri skrifborðsæfingu vegna matarsýkinga sem haldin er á vegum Sóttvarnalæknis og Umhverfisstofnunar 11. maí nk.

6) Förgun ehf.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands harmar þá afturför í úrgangs- og umhverfismálum sem lokun kjötmjölsverksmiðjunar í Hraungerðishreppi hefur í för með sér. Með lokun verksmiðjunnar er stigið skref afturábak í meðhöndlun sláturúrgangs og þar með ekki lengur til örugg förgunarleið slíks úrgangs á Íslandi.

Ennfremur telur nefndin að með lokun kjötmjölsverksmiðjunnar sé verið að ganga þvert á gildandi meginreglur um meðhöndlun úrgangs sbr. 11. og 12. greinar í reglugerð nr. 737/2003, um meðhöndlun úrgangs, þar sem fjallað er um endurnotkun, endurnýtingu og forgangsröðun í úrgangsmálum. Þar kemur einnig fram að beita skal til þess bestu fáanlegri tækni og lausnir skulu m.a. taka mið af umhverfislegum forsendum.

Með lokun kjötmjölsverksmiðjunnar telur Heilbrigðisnefnd Suðurlands að ekki sé farið eftir gildandi reglum varðandi förgun sláturúrgangs, bestu fáanlegu tækni, meginreglur og forgangsröðun úrgangs, og fer fram á umsögn/túlkun Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis varðandi ofannefnt.

Næsti fundur haldinn þegar úrskurður berst eða amk. 3ja þriðjudag í maímánuði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45

Heilbrigðisnefnd Suðurlands harmar þá afturför í úrgangs- og umhverfismálum sem lokun kjötmjölsverksmiðjunar í Hraungerðishreppi hefur í för með sér. Með lokun verksmiðjunnar er stigið skref afturábak í meðhöndlun sláturúrgangs og þar með ekki lengur til örugg förgunarleið slíks úrgangs á Íslandi.

Ennfremur telur nefndin að með lokun kjötmjölsverksmiðjunnar sé verið að ganga þvert á gildandi meginreglur um meðhöndlun úrgangs sbr. 11. og 12. greinar í reglugerð nr. 737/2003, um meðhöndlun úrgangs, þar sem fjallað er um endurnotkun, endurnýtingu og forgangsröðun í úrgangsmálum. Þar kemur einnig fram að beita skal til þess bestu fáanlegri tækni og lausnir skulu m.a. taka mið af umhverfislegum forsendum.

Með lokun kjötmjölsverksmiðjunnar telur Heilbrigðisnefnd Suðurlands að ekki sé farið eftir gildandi reglum varðandi förgun sláturúrgangs, bestu fáanlegu tækni, meginreglur og forgangsröðun úrgangs, og fer fram á umsögn/túlkun Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis varðandi ofannefnt.

Næsti fundur haldinn þegar úrskurður berst eða amk. 3ja þriðjudag í maímánuði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45

Jón Ó. Vilhjálmsson Guðmundur Elíasson Elín Björg Jónsdóttir

Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson Margrét Einarsdóttir

Elsa Ingjaldsdóttir

 

Prenta frétt
Til baka
 
09:26
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Austurvegi 56 · 800 Selfoss · Sími 480 8220 · Fax 480 8201 · Netfang hs@sudurland.is  
 

 

Umsókn um starfsleyfi
Ná í PDF skjal

Umsókn um tóbakssöluleyfi

Ná í PDF skjal

Umsókn um starfsleyfi fyrir brennu

Ná í PDF skjal