75. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 10. maí 2005

75. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
 

10. maí 2005 kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Elíasson, Gunnar Þorkelsson, Elín Björg Jónsdóttir, Bergur E. Ágústsson, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir.

Jón Ó. Vilhjálmsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Elíasson, Gunnar Þorkelsson, Elín Björg Jónsdóttir, Bergur E. Ágústsson, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir. Fyrir fundinn liggur eitt mál en það er úrskurður Úrskurðarnefndar um hollustuhætti dags. 28. apríl sl., sbr. kæru forsvarsmanna Hallarinnar á ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um að takmarka opnunartíma Hallarinnar og innsend erindi forsvarsmanna Hallarinnar dags. 6. maí sl. og Friðbjarnar Valtýssonar, í umboði nokkurra nágranna, einnig dags. 6. maí sl. þar sem óskað er eftir að nefndin aflétti gildandi þvingunaraðgerðum af Höllinni til 1. nóvember næstkomandi. Fram að þeim tíma er ætlun fyrirtækisins að vinna að frekari úrbótum er lúta að hávaðavörnum.

1. Úrskurður úrskurðarnefndar varðandi kæru forsvarsmanna fyrirtækisins Hallarinnar – Karató ehf.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands lýsir yfir ánægju að fallin er úrskurður í málinu þar sem kemur fram að störf og ákvarðanir nefndarinnar séu réttar.

2. Erindi forsvarsmanna Hallarinnar dags. 6. maí sl. og Friðbjarnar Valtýssonar, í umboði nokkurra nágranna, einnig dags. 6. maí sl. þar sem óskað er eftir að nefndin aflétti gildandi þvingunaraðgerðum af Höllinni til 1. nóvember næstkomandi.

Almennar og miklar umræður urðu um málið þar sem allir nefndarmenn tóku til máls.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands óskar eftir að fá lögfræðilegt álit á heimild nefndarinnar til að aflétta/fresta þvingunaraðgerðum. Fundi frestað þar til ofnanefnt álit liggur fyrir.

Fundi framhaldið miðvikudaginn 11. maí símleiðis og í tölvusambandi.

Niðurstaða nefndarinnar er að hana skorti lagaheimild til undanþágu ákvæða frá reglugerðum og bendir forsvarmönnum Hallarinnar að leita eftir henni hjá Umhverfisráðherra sbr.grein 7 í lögum nr. 7/1998.

Fellst nefndin á að veita jákvæða umsögn um málið ef að undanþágubeiðni verður.

Jón Ó. Vilhjálmsson Elín Björg Jónsdóttir Elsa Ingjaldsdóttir

Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson Margrét Einarsdóttir

Bergur E. Ágústsson (símleiðis)