153. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn föstudaginn 22. nóvember 2013, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi.

Mætt: Gunnar Þorkelsson formaður, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Valur Bogason (í síma), Páll Stefánsson, Pétur Skarphéðinsson, Oddur Árnason og Elsa Ingjaldsdóttir.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Gengið var til dagskrár.

 

1.     Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a)     Starfsleyfi – Lögð fram afgreiðsla af verkfundum HES, 1. og 15. nóvember sl.

Umsóknir, áhættumat og tillaga að afgreiðslu og gildistíma starfsleyfis

 

Heiti Ástæða   umsóknar

Pnr.

Borg Isat flokkun   Áhættumat Gildistími

1

Café María Eigendask.Breyt

900

Vestm

Matsölustaðir, miðlungs, 50 – 100 sæti

12ár

2

Safnahús   Vestmannaeyja Ný starfsemi

900

Vestm

Samkomusalir   án eldhúss eða eingöngu uppþvottur

lítil 12ár

3

Sæheimar Ný starfsemi

900

Vestm

Samkomusalir   án eldhúss eða eingöngu uppþvottur

lítil 12ár

4

Fitjamenn   ehf Ný starfsemi

851

Hella

Fjallaskálar   og farfuglaheimili heilsársnotkun

lítil 12 ár

5

Byggðasafn   Árnesinga Ný starfsemi

820

Eyrarbakki

Samkomusalir   án eldhúss eða eingöngu uppþvottur

lítil 12 ár

6

Skíðaskálinn   í Hveradölum Eigandaskipti

816

Þorlákshöfn

Matsölustaðir,   stórir,>100 sæti

lítil 12 ár

7

Hótel Hella Eigendaskipti 850 Hella

Hótel/gistiheimili   með veitingasölu, miðlungs 50 – 100 gestir

lítil 12 ár

8

V18 slf   (leiga íbúðar í Vík) Ný starfsemi 870 Vík

Útleiga   stakra sumarhúsa/íbúðarhúsnæðis

Lítil 12 ár

9

Bolaöldur   ehf. v/efnistöku Nýtt   starfsleyfi 815 Ölfus

Malar-   og sandnám, steinmölun og framleiðsla á ofaníburði og fyllingarefnum

31 stig –   miðlungs, A II 12 ár

10

Landsvirkjun   v/Búðarháls Nýtt   starfsleyfi 851 Ásahreppi

Virkjun

ath. kemur   síðar

Starfsleyfisumsóknir nr. 1-8 samþykktar í samræmi við áhættumat.

Samþykkt að auglýsa framlögð starfsleyfisskilyrði fyrir umsóknir nr. 9 og 10 í samræmi við reglur þar að lútandi.

b)     Umsagnir til sýslumanna.

Til kynningar afgreiðsla af verkfundum HES, 1. og 15. nóvember sl.

c)     Umsagnir vegna skipulagsmála.

Til kynningar afgreiðsla af verkfundum HES, 1. og 15. nóvember sl.

 

2.     Yfirlit.

a)     Gangur eftirlits og málaskrá.

Lagt fram til upplýsinga yfirlit úr reglubundnu eftirliti frá 18. sept. til 11. nóv. sl. ásamt málaskrá.

b)     Rekstrarreikningur.

Lagður fram til upplýsinga, rekstarreikningur HES til 11. nóvember n.k.

Elsa greindi frá helstu tölum en ljóst er að Heilbrigðiseftirlitið muni ná að standast fjárhagsáætlun ársins hvað varðar niðurstöðutölur.

 

3.     Bókhald og símsvörun 2014 – drög að þjónustusamningi, tilboð frá SASS.

Lagt fram tilboð/samningsdrög frá SASS um þjónustukaup á bókhaldi og símsvörun.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir samningsdrögin og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningum við SASS.

 

4.     Gjaldskrá fyrir meðhöndun úrgangs og gjaldskrá fyrir fráveitur í Hrunamannahreppi.

Lagðar fram gjaldskrár um meðhöndlun úrgangs og fyrir fráveitur í Hrunamannahreppi. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir þeim.

Samþykktar án athugasemda.

 

5.     Mál úr eftirliti.

a)     Kaupás v/Kjarvals Kirkjubæjarklaustri.

Lögð fram bréf  HES, dags. 30. september og 14. október sl. til Kaupáss hf. v/Kjarvals Kirkjubæjarklaustri ásamt svarbréfi fyrirtækisins, dags. 10. október sl.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir þvingunaraðgerðir er fram koma í bréfum HES og felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir.

 

b)     Klausturhólar og grunn- og leikskóli Skaftárhrepps.

Lögð fram bréf HES, dags. 26. september, 30. september og 14. október ásamt svarbréfi sveitarfélagsins,  dags. 14. október.

Til upplýsinga en fullnægjandi svör/ hafa fengist.

 

c)     Fráveita fiskeldis.

Lagt fram bréf HES, dags. 1. nóvember sl., sem svar við erindi Umhverfisstofnunar varðandi fráveitu Náttúru fiskiræktar.

Nefndin staðfestir umsögn HES.

 

6.     Skipun í samstarfsstarfshóp um aðgerðir í fráveitumálum.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 8. nóvember sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu í ,,samstarfs- og stuðningshóp um aðgerðir í fráveitumálum“

Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu og upplýsti að framkvæmdastjórar heilbrigðiseftirlitssvæða hefðu óskað eftir frestun á starfi slíks hóps meðan fram færi vinna við  endurskoðun reglugerðarinnar en slík vinna stendur nú yfir.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands frestar skipun í hópinn þar til hópur um endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp hefur skilað vinnu sinni.

 

7.     Önnur mál.

a)     Húsnæðismál.

Framkvæmdastjóra falið að ræða við leigusala um bætt aðgengi fatlaðra að húsnæðinu og að ganga frá húsaleigusamningi við Auðhumlu svf. að Austurvegi 65.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.10

 

Gunnar Þorkelsson, form.

Svanborg Egilsdóttir

Páll Stefánsson

Pétur Skarphéðinsson

Unnsteinn Eggertsson

Elsa Ingjaldsdóttir

Valur Bogason

Oddur Árnason