109. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

109. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn

20. maí 2008, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Oddur Árnason og Elsa Ingjaldsdóttir.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Stafnhús ehf v/Gónhóll gallerí og kaffihús

820 Eyrarbakka

Ný starfsemi

2

Smáratún ehf

861 Hvolsvöllur

Br. á starfsley.

3

Stálsmiðjan ehf

101 Reykjavík

Ný starfsemi

4

Landlyst

900 Vestm.eyjar

Ný starfsemi

5

Rangárþ.ytra v/Félagsheimili/íþróttahús og tjaldsvæði Þykkvabæ

851 Hella

Br. á starfsleyfi

6

Edinborg – gisting

861 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

7

Gistiheimilið Árný

900 Vestm.eyjar

Endurnýjun

8

Skeiða- og Gnúpv. v/félagsheimili Brautarholti

801 Selfoss

Breyting á starfsleyfi

9

Grímsnes- og Grafningshr v/ Félagsheim. Borg

801 Selfoss

Endurnýjun

10

Grímsnes- og Grafningshr v/Ljósaborgarskóli

801 Selfoss

Endurnýjun

       

11

Veiðihús ehf v/ Eystri Rangá

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

12

Viola snyrtistofa

845 Flúðir

Endurnýjun

13

Heklubyggð ehf

851 Hella

Ný starfsemi

14

Ferðafél. Útivist – fjallaskáli Básum, Þórsmörk

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

15

Reykjabúið ehf. Heiðarbæ 2, Þingvallasveit

801 Selfoss

Ný starfsemi

16

Hótel Gullfoss v/sumardvöl og ævintýraferðir

801 Selfoss

Ný starfsemi

17

Kynnisferðir ehf. v/fjallaskála Húsadal, Þórsmörk

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

18

Gulrótin ehf

801 Selfoss

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 1 er samþykkt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu bygginganefndar, starfleyfisumsókn nr. 13 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

Í starfsleyfisumsókn nr. 4 er einungis sótt um frá 15. maí til 31. ágúst og er starfleyfið samþykkt með þann gildistíma sem sótt er um.

Starfsleyfisumsókn nr. 15 ekki tekinn til afgreiðslu sbr. ákvæði reglugerðar nr. 650/2006 og bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 9. maí sl.

2) Samþykkt um hunda- og kattahald í Mýrdalshreppi.

Samþykkt án athugasemda.

3) Gangur eftirlits.

a) Rekstraryfirlit.

Lagt fram rekstaryfirlit Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til upplýsinga.

b) Reglubundið eftirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits og fór yfir stöðu mála. Kom fram að mörg verkefni væru framundan en sumarið er annatími í reglubundnu eftirliti.

c) Málaskrá.

Lögð fram málaskrá HES sundurliðuð eftir starfsmönnum, tegundum og yfirlit yfir lokin mál á árinu.

4) Lýsi hf.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 9. maí sl. til Magnúsar Guðjónssonar sem svar við bréfi, dags. 8. maí sl., 3 bréf Guðrúnar Ágústsdóttur þar af eitt er varðar Ífex ehf., spurningar Guðmundar Oddgeirssonar, dags. 14. maí sl. auk tölvupósta sem borist hafa frá síðasta fundi nefndarinnar og yfirlits kvartana og annarra mála.

Ennfremur farið yfir upplýsingar lögmanns Sveitarfélagsins Ölfus, sbr. niðurstöðu fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands með bæjarstjórn.

Formaður fór yfir fund nefndarinnar með forsvarsmönnum Lýsis og fund með bæjarstjórn Ölfus sem haldnir voru 29. apríl sl. varðandi starfssvið Heilbrigðisnefndar. Almennar umræður urðu um málið. Ljóst er að lausn málsins fellst í samvinnu bæjarstjórnar og fyrirtækisins.

Frestur til að skila inn athugaemdum við auglýst starfsleyfisskilyrði er til 29. maí næstkomandi og mun ákvörðun um útgáfu starfsleyfis vera tekin á næsta fundi nefndarinnar. Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill ítreka að áður innsendar athugasemdir verða teknar til umfjöllunar eftir 29. maí nk.

Framkvæmdastjóra falið í samráði við lögmann HES að fara yfir innsend erindi með sama hætti og áður, og svara þeim eftir því sem við á, þar til auglýstur frestur til að skila inn athugasemdum er liðinn.

5) Mat á umhverfisáhrifum – sólarkísill.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 15. maí sl. ásamt tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda vegna framleiðslu á sólarkísil við Þorlákshöfn í Ölfusi, ásamt fylgiskjölum. Í bréfi HES kemur fram að embættið telur umrædda framkvæmd háða mati á umhverfisáhrifum.

6) Mat á umhverfisáhrifum – vatnsátöppunarverksmiðja.

Lagður fram til upplýsinga úrskurður umhverfisráðherra er varðar umhverfismat vegna vatnsátöppunarverksmiðju og vinnslu grunnvatns að Hlíðarenda í Ölfusi.

7) Orkuveita Reykjavíkur v/niðurrennslissvæðis.

Lagt fram bréf HES dags. 16. maí sl. er varðar losun affallsvatsn við Hellisheiðarvirkjun. Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu.

8) Umsagnir HES vegna skipulagsmála á verndarsvæði Þingvallavatns.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu en fyrir liggja beiðnir um umsagnir er varða skipulagsmál við Þingvallavatn.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands leggur áherslu á að framfylgt verði ákvæðum reglugerðar nr. 650/2006 um ítarlega hreinsun fráveitu og öflun leyfis/samþykkis heilbrigðiseftirlits hverju sinni. Þar með lágmörkuð mengunarhætta af völdum fráveitna við sumarhús á svæðinu.

9) Annað.

a) ESA heimsókn vegna rekjanleika matvöru.

Elsa Ingjaldsdótti greindi frá fyrirhugaðri ESA heimsókn 24. júní nk. varðandi rekjanleika kjötvara en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mun fara með fulltrúum ESA í eftirlti og úttekt.

b) Bréf HES dags. 13. maí til Kristínar Bjarnadóttur.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 13. maí sl. sem svar við bréfi Kristínar Bjarnadóttur varðandi Grænmetispökkun Suðurlands.

c) Starfsmannamál/sumarafleysingar.

Elsa Ingjalsdsdóttir greindi frá því að ekki hefði enn fengist í sumarafleysingar hjá embættinu. Ennfremur upplýst um sumarfrí starfsmanna sem nú liggur fyrir.

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 6. júní nk. 15.00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.38

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Viktor Pálsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson
Oddur Árnason