107. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
107. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
18. mars 2008, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Oddur Árnason og Elsa Ingjaldsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Geir Gunnarsson boðuðu forföll.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu
a) Starfsleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Grænmetisræktun, Teigur
|
801 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
2
|
Hótel Vík – E.Guðmundsson ehf
|
870 Vík
|
Eigendaskipti
|
3
|
Samkaup hf v/Samkaup Úrval Selfossi
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
4
|
Skeljungur hf – Tvisturinn
|
900 Vestm.eyjar
|
Endurnýjun
|
5
|
Olíuverslun Íslands v/Þorlákshöfn
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
6
|
Ferðaþjónusta Hjarðarbóli
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
7
|
Hveragerðisbær v/ Gámavöllur
|
810 Hveragerði
|
Endurnýjun
|
8
|
Gistiskálinn Görðum
|
870 Vík
|
Endurnýjun
|
9
|
Máttur sjúkraþjálfun ehf
|
800 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
10
|
Hvíta húsið – EB Kerfi ehf
|
800 Selfoss
|
Br. á starfsleyfi
|
11
|
Eden-Rekstur ehf
|
810 Hveragerði
|
Eigendaskipti
|
12
|
Halldóra A. Guðmundsdóttir v/grænm.
|
861 Hvolsvöllur
|
Ný starfsemi
|
13
|
Ás hestaferðir – Guðm. Hauksson
|
851 Hella
|
Ný starfsemi
|
Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 12 og 13 eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.
b) Tóbakssöluleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Samkaup hf v/Samkaup Úrval
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
Lagt fram til kynningar.
2) Samþykktir og gjaldskrár.
a) Samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu Árborg.
Samþykkt án athugasemda.
3) Gangur eftirlits.
a) Rekstraryfirlit.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir rekstrarreikningi HES frá áramótum og útsendingu á eftirlitsgjöldum.
b) Reglubundið eftirlit og málaskrá.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits frá síðasta fundi og fór yfir málaskrá eftirlitsins.
4) Höllin, Vm.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 7. mars sl. ásamt afriti af beiðni forsvarsmanna Hallarinnar, Vm., þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar við undanþágu fyrir ”seinni viðburði” fyrri undanþágu sem halda á fyrir 1. apríl næstkomandi.
Í gögnum kemur fram að ráðstafanir hafa verið gerðar sem miða að því að minnka hávaða frá Höllinni, ma. leigt nýtt hljóðkerfi sem tryggja á betri dreifingu hljóðs, trommur verða skermaðar af auk skermingu sunnan við sviðið og byggt meira undir bassabox til að minnka titring.
Eftirfarandi bókað:
”Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna undanþágubeiðninnar enda verður skilyrðum í liðum a-e í bréfi, dags. 25. febrúar sl. uppfyllt. Ennfremur er starfsmönnum falið að mæla hávaða meðan á umræddum viðburði stendur.”
5) Úrskurður v/Prófastsins, Vm.
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar, dags. 26. febrúar sl. í máli nr. 2/2007 þar sem Þorkell Húnbogason kærir ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að loka ekki skemmtistaðnum Prófastinum Vestmannaeyjum. Úrskurðurinn felur í sér að sú ákvörðun er felld úr gildi og Heilbrigðisnefnd Suðurlands gert að takmarka starfsemi skemmtistaðarins eða grípa til annarra viðeigandi ráðstafana.
Eftirfarandi bókað:
”Með vísun úrskurð úrskurðarnefndar frá 26. febrúar sl. og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 12. grein þar sem segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.
Samkvæmt ofannefndu fer Heilbrigðisnefnd Suðurlands fram á að hljóðvaki verði endurstilltur og skal hávaði ekki fara upp fyrir 90 dB jafngildi og hávaðatoppur ekki uppfyrir 105 dB. Ennfremur er starfsmönnum HES falið að fylgja eftir viðeigandi frágangi og stillingu á hljóðvaka. Mælingar nýrrar stillingar skulu liggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.”
6) Einstök mál.
a) Bréf HES til íbúa Lambastaða, málsnr 080264.
Lagt fram bréf HES, dags. 4. mars sem svar við bréfi íbúa Lambastaða, dags. 17. febrúar.
Til upplýsinga.
b) Húsnæðismál HES.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir umræðum um hugsanlegar húsnæðisbreytingar og lagði fram þarfagreiningu HES í húsnæðismálum. Fyririhugaður er fundur með hönnuðum og formönnum/framkvæmdastjórum stofnana að Austurvegi 56, 2. hæð varðandi málið.
c) Kynning HES vegna skipulagsmála.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundi HES varðandi skipulagsmál í dreifbýli og aðkomu HES að umsögnum um skipulagstillögur.
Farið var yfir dagskrá fundarins sem verður 31. mars næstkomandi.
d) Starfsleyfisskyld fyrirtæki.
Lagt fram yfirlit yfir kirkjur á Suðurlandi en skv. hollustuháttareglugerð, og túlkun Umhverfisráðuneytis, eru kirkjur sem messað er í 6 sinnum á ári eða oftar starfsleyfisskyldar. HES mun senda umræddum aðilum umsókn um starfsleyfi og hafa eftirlit með þeim skv. reglum þar að lútandi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.38
Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Viktor Pálsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Oddur Árnason