134. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

 haldinn miðvikudaginn 1. júní 2011, kl. 13.30 að Austurvegi 56, Selfossi

 

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Valur Bogason, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Guðmundur Geir Gunnarsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

 

1)      Eldgosið í Grímsvötnum og viðbrögð HES.

Sigrún Guðmundsdóttir, heilbrigðisfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið og greindi frá vinnu embættisins vegna eldgossins í Grímsvötnum. HES hefur mælt yfir 30 neysluvatnssýni mtt. leiðni og sýrustigs, nokkur sýni hafa verið send í gerlagreiningu og 4 flúormælingar hafa verið gerðar, allar innan marka. Fram kom að fyrstu vísbendingar gefa til kynna að neysluvatn hafi súrnað eitthvað frá því sem áður var en þó ekki að neinum hættumörkum. Nokkur sýni mælast þó niður fyrir gefin mörk í neysluvatnsreglugerð.

Sigrún fór yfir gögn HES í málinu og sýndi m.a. kort af svæðinu og sýnatökustaði.  HES mun áfram fylgjast með neysluvatni á svæðinu og sérstaklega vakta sýrustig þar til ákveðið jafnvægi hefur verið náð.

 

2)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Sláturfélag Suðurlands Fossnesi 800 Selfoss Endurnýjun
2 Dalshöfði Gistiheimili –  Ragnar Jónsson 880 Kirkjubæjarkl. Nýtt leyfi
3 Landgræðsla ríkisins v/Sagnasetur 851 Hella Nýtt leyfi
4 Meindýravarnir Suðurlands 800 Selfoss Endurnýjun
5 Vatnsból Múlakoti, Skaftárhreppi 880 Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun
6 Viking pizza – Bakkelsi ehf. 815 Þorlákshöfn Eigendaskipti
7 Gisting – Illugagata ehf 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi
8 Þjónustumiðstöð Hraunbo Grímsn 801 Selfoss Endurnýjun
9 Brjóstsykursgerð – Svandís Guðmundsd. 800 Selfoss Nýtt leyfi
10 Þvottahús Ölfuss ehf. 815 Þorlákshöfn Endurnýjun
11 Þjóðgarðurinn Þingvöllum v/Hakið 801 Selfoss Nýtt leyfi
12 Fagvís 810 Hveragerði Nýtt leyfi
13 Uppáhalds hundagisting 801 Selfoss Nýtt leyfi
14 Volcano Hótel 871 Vík Nýtt leyfi
15 Giljur Gistihús 871 Vík Nýtt leyfi
16 CISV á Íslandi 850 Hella Tímabundið leyfi
17 Þjórsárdalssundlaugin 801 Selfoss Nýtt leyfi
18 Hótel Hlíð 816 Þorlákshöfn Eigendaskipti
19 Adrenalíngarðurinn 801 Selfoss Endurnýjun
20 Ferðaþjónustabænda Geirakot 801 Selfoss Eigendaskipti
21 Mehelik Ethiopian Restaurant 845 Flúðir Nýtt leyfi
22 Stína Kokkur 845 Flúðir Br. á starfsemi
23 Matstofan Árnesi 801 Selfoss Eigendaskipti
24 Global mission network – gisting Ljósafosskóla 801 Selfoss Br. á starfsemi
25 Bændamarkaður Flúðum 845 Flúðir Nýtt leyfi
26 Búbót – bændamarkaður Þingborg 801 Selfoss Nýtt leyfi
27 Svarti Haukur ehf. 845 Flúðir Nýtt leyfi
28 Eyrarfiskur ehf. 825 Stokkseyri Endurnýjun
29 Blikksmiðja Axels Wolfram 810 Hveragerði Endurnýjun
30 Sveitarfélagið Ölfus v/ gámasvæðis 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

Öll starfsleyfin, að undaskyldu umsókn nr. 18, samþykkt en starfsleyfisumsóknir nr. 15,16,17,21 og 22 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

Með umsókn nr. 18 eru ennfremur lögð fram ítargögn frá umsækjendum og vinnuskjal frá HES.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands frestar starfsleyfisumsókn nr. 18 þar til skilað verður inn staðfestingu á breyttum forsendum er varðar hreinsun baðvatnsins og/eða hreinsun frávatnsins.

Starfsmönnum HES falið að svara erindinu í samræmi við ofannefnt.

 

3)      Reglubundið eftirlit.

Lögð fram til upplýsinga gögn úr málaskrá HES um reglubundið eftirliti frá síðasta fundi. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málið.

 

4)      Fiskmark.

Lagt fram bréf frá Fiskmark, dags. 24. maí sl. þar sem óskað er eftir fresti til að setja upp hreinsibúnað.

Jafnframt lögð fram til upplýsinga, afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar Ölfus frá 17. maí sl. og varðar málefni Fiskmarks og upplýsingar frá MAST sem óskað var eftir sbr. bókun síðasta fundar.

Málinu frestað og farið fram á að fyrir næsta fund nefndarinnar liggi fyrir úttekt óháðs úttektaraðila á fyrirkomulagi og virkni mengunarbúnaðar fyrirtækisins.

 

5)      Mál úr eftirliti.

a)      Banaslys í Sundhöll Selfoss.

Lagt fram bréf HES til sveitarfélagsins í kjölfar slyssins. Elsa Ingjaldsdóttir greindi frekar frá málinu.

 

b)     Fráveitur sveitarfélaga.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 24. maí sl. þar sem minnt er á skyldur sveitarfélaga er varðar kröfur um fráveitur og ábending til heilbrigðisnefnda  sveitarfélaga að sjá til þess að sveitarfélögin uppfylli skyldur sínar.

Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarfélögum á svæðinu bréf og upplýsa um skyldur þeirra.

 

c)      Samantekt neysluvatnsniðurstaða fyrir 2008-2010.

Lögð fram til upplýsinga samantekt niðurstaðna neysluvatns fyrir 2008-2010 til Matvælastofnunar vegna skýrsluskila til eftirlitsstofnunar EFTA.

 

6)      Annað.

a)      Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur.

Lögð fram til upplýsinga skýrsla Ríkisendurskoðunar um úttekt á forsendum, skilyrðum og eftirfylgni aðlögunar að tilskipun ESB um brennslu úrgangs.

Í skýrslunni koma m.a. fram viðbrögð UMHVR við ábendingum Ríkiendurskoðunar sem m.a. lúta að því að breyta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og færa málflokk um meðhöndlun úrgangs frá sveitarfélögum til ríkisins.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að benda SASS á svör ráðuneytisins enda tillögur þess í andstöðu við stefnu stjórnvalda um tilflutning verkefna til sveitarfélaga.

 

b)     Breyting á innheimtumálum.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir breytingu á innheimtumálum HES en samið hefur verið við Sjóð ehf. um innheimtu krafna í stað Motus. Samningi við Motus hefur verið sagt upp.

 

c)      Umsögn HES við drög að reglugerð um flokkun vatnshlota.

Lögð fram umsögn HES, dags. 10. maí sl. við drög að reglugerð um flokkun vatnshlota. Í umsögninni er áréttað að flokkun vatna sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek og því alls ekki rétt að telja að reglugerðin hafi ekki kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands telur að það hafi að óbreyttu hvorki fjármagn né mannafla til að sinna því verkefni.

        

d)     Bókun Umhverfis- og náttúrverndarnefndar Rangárþings eystra.

Lögð fram bókun Umhverfis- og náttúruverndar Rangárþings eystra frá 16. maí sl. þar sem farið er fram á það við Heilbrigðiseftirlitið að könnuð verði loftmengun á Hvolsvelli.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í samræmi við umræðu fundarins.

 

e)      Kynning á nýrri sundlaugarreglugerð.

Elsa Ingjaldsdóttir kynnti og fór yfir helstu breytingar í nýrri sundlaugarreglugerð.

Helstu breytingar eru hertar kröfur um sundlaugargæslu, merkingar og ný aldurstakmörk en reglugerðina má finna á þessari slóð:

http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=d95ce3d0-05db-4dab-aada-c00b50fd64ed

 

f)       Starfsmannamál.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir fyrirhugðu sumarfrí starfsmanna og vinnu framundan. Kom fram hjá henni að mikið og langvarandi vinnuálag hefur verið hjá  starfsmönnum HES og verkefnastaðan þung. Hún lýsti einnig yfir áhyggjum sínum að því að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands væri komið að þolmörkum þess að geta uppfyllt verkefnaskyldur sínar með óbreyttan fjölda starfsmanna.

Framkvæmdastjóri lagði fram eftirfarandi bókun og vék svo af fundi við afgreiðslu þessa liðs:

,,Í ljósi þess að afgangur var á rekstri HES á síðasta ári sbr. ársreikning 2010 og aukins vinnuálags, nú sökum eldgossins í Grímsvötnum er óskað eftir heimild Heilbrigðisnefndar Suðurlands til aðkeyptar vinnu til að létta vinnuálag af starfsmönnum og gera embættinu kleift að sinna reglubundnu eftirliti með fyrirtækjum, jafnframt því að auka möguleika HES að uppfylla aðrar skyldur sínar.“

 

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fellst á að þetta fyrirkomulag létti tímabundið álagi af starfsmönnum og samþykkir fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert og fundi slítið kl. 15.40

 

 

Gunnar Þorkelsson, form.                  Páll Stefánsson                       Pétur Skarphéðinsson

Svanborg Egilsdóttir                          Unnsteinn Eggertsson                        Valur Bogason

Elsa Ingjaldsdóttir