68. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 5. október 2004

68. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 5. október 2004, kl. 13:00 að Austurvei 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Stefán Guðmundsson, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson, Margrét Einarsdóttir, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Bergur E. Ágústsson boðaði forföll.

1. Lyktarvandi í Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri, Ólafur Áki Ragnarsson, mætti undir þessum lið og greindi frá lyktarvanda í Þorlákshöfn. Taldi hann ástandið oft verst um helgar og jafnvel svo slæmt að það hamli eðlilegri búsetuþróun á staðnum. Lagði hann áherslu á að Heilbrigðisnefnd Suðurlands tæki á þessum vanda. Kom fram í máli hans að hann teldi fyrirtækin ekki fara eftir kröfum eftirlitisins í starfsleyfi fyrirtækjanna og ítrekaðar kvartanir hafi borist.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands óskar eftir að fá áframsendar slíkar upplýsingar varðandi kvartanir eftirlitsskyldra aðila.

Ólafur Áki vék af fundi.

2. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a. Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Vatnsból Ytri-Ásum, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

2

Vatnsból Prestbakka, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

3

Vatnsból Hraunkoti, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

4

Vatnsból Hátúni, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

5

Vatnsból Keldunúpi, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

6

Vatnsból Sléttu, Skaftárhreppi

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

7

Blómakaffi, I.Ó.M. ehf.

800 Selfoss

Endurnýjun

8

Tjaldsvæði Hveragerðis

810 Hveragerði

Ný starfsemi

9

Mjólkurbúð MBF

800 Selfoss

Endurnýjun

10

Klippistofan

850 Hella

Ný starfsemi

11

Café María – Brandur ehf.

900 Vestmannaeyjar

Br. á húsnæði

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 2 og 6 afgreidd með fyrirvara um úrbætur vegna gerðra athugasemda.

b. Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Skálinn, Fjölvir ehf.

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

2

I.Ö.M. – Blómakaffi

800 Selfoss

Eigendaskipti

Lagt fram til upplýsinga.

3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 – Lögð fram drög að fjarhagsáætlun en sömu drög hafa verið lögð fyrir stjórn SASS án athugasemda. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir helstu tölur og lagði fram minnispunkta með fjárhagsáætluninni. Fjárhagsáætluninni vísað til næsta aðalfundar SASS.

– Lögð fram drög að fjarhagsáætlun en sömu drög hafa verið lögð fyrir stjórn SASS án athugasemda. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir helstu tölur og lagði fram minnispunkta með fjárhagsáætluninni. Fjárhagsáætluninni vísað til næsta aðalfundar SASS. 4. Afrit af bréfi UST, dags. 14. september varðandi aðalskipulag Ölfuss.

Lagt fram til kynningar.

5. Nasablóðagða í Landmannalaugum.

Lagt fram bréf UST, dags. 22. september sl. varðandi nasablóðögðu (Trichobilharzia) í Landmannalaugum. Elsa Ingjaldsdóttir rakti málsatvik og fór yfir aðgerðir og aðkomu eftirlitsins að málinu. Pétur Skarphéðinsson greindi frá áhrifum ögðunar á fólk. Almennar umræður urðu um málið.

6. Fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um neysluvatn og vatnsvernd.

Lagt fram til kynningar fundarboð HES varðandi neysluvatns- og vatnsverndarfund ætlaðan með forsvarsmönnum neysluvatnsvatnsmála í Árnessýslu.

7. Neysluvatn vatnsveitu Villingaholts- og Gaulverjabæjar.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá gangi mála varðandi úrbætur og niðurstöður mælinga á neysluvatni.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hvetur sveitarfélög og forsvarsmenn vatnsveitna að vinna að varanlegum úrbótum til að tryggja gæði neysluvatns til framtíðar og minnir á mikilvægi þess að hafa hreint og gott drykkjarvatn. Slíkt er forsenda allrar byggðar og þróunar. Allar vatnsveitur skulu nú þegar hafa virkt innra eftirlit skv. gildandi neysluvatnsreglugerð.

8. Mál frá síðasta fundi.

a. Málefni Hallarinnar – Karató

b. Skipulagsmál

a. Málefni Hallarinnar – Karató

b. Skipulagsmál

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir stöðu ofangreindra mála með hliðsjón af afgreiðslu síðasta fundar.

Framkvæmdastjóra falið að skila inn gögnum varðandi málin fyrir

næsta fund.

9. Annað.

a. Fráveitu- og neysluvatnskönnun á Þingvöllum – afgreiðsla Vinnumálastofnunar, meðfylgjandi bréf, dags. 28. september frá Vinnumálastofnun

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá málinu.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands þakkar Vinnumálastofnun fyrir jákvæða og góða afgreiðslu á erindinu en verður því miður að fresta framkvæmdinni til vors og reiknar með að styrkveiting standi til þess tíma.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40

Jón Ó. Vilhjálmsson Stefán Guðmundsson Margrét Einarsdóttir

Gunnar Þorkelsson Guðmundur Elíasson Elsa Ingjaldsdóttir

Pétur Skarphéðinsson