111. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

111. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn

26. ágúst 2008, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt:

Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Ennfremur sat fundinn, undir 1. lið, Guðjón Ægir Sigurjónsson, lögfræðingur. Sigurður Ingi Jóhannsson boðaði forföll.

1) Lýsi hf.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 8. júlí sl. ásamt afriti af 4 stjórnsýslukærum, frá Jónu Guðlaugsdóttur, dags. 20. júní sl., Lögmönnum Suðurlandi f.h. Sveitarfélagsins Ölfus, dags. 1. júlí sl., Sigurði G. Guðjónssyni f.h. Unu Árnadóttur, dags. 4. júlí sl. og Hafdísi Sigurðardóttur, dags. 20. júní sl.

Óska ráðneytið eftir umsögn nefndarinnar á kærunum.

Lögð fram drög að svarbréfi Heilbrigðisnefndar til ráðuneytisins.

Samþykkt að fela Málflutningsskrifstofunni að svara erindinu í samræmi við framlögð gögn.

2) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Gras og greinar ehf

851 Hella

Ný starfsemi

2

Gísli Ólafsson

801 Selfoss

Ný starfsemi

3

Ferðaklúbburinn 4×4 v/Setrið

110 Reykjavík

Ný starfsemi

4

Hveragerðisbær v/áhaldahúss

810 Hveragerði

Ný starfsemi

5

Jóhann ehf

801 Selfoss

Endurnýjun

6

Jóhann ehf Gistiheimilið Árnes (Nónsteinn)

801 Selfoss

Endurnýjun

7

Jóhann ehf v/tjaldsvæði við Árnes

801 Selfoss

Ný starfsemi

8

Rangárþing ytra v/Sundlaug og íþróttahús Hellu

850 Hella

Br. á starfsleyfi

9

Þorlákskirkja

815 Þorlákshöfn

Ný starfsemi

10

Selfosskirkja

800 Selfoss

Ný starfsemi

11

Eldstó ehf

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

12

Árborg v/ Leikskólans Æskukots

825 Stokkseyri

Br. á starfsl.

13

Árborg / Leikskólinn Jötunheimar

800 Selfoss

Ný starfsemi

14

Golfskáli Golfklúbbs Dalbúa

220 Hafnarfjörður

Endurnýjun

15

Krakkakot

800 Selfoss

Ný starfsemi

16

Klippistofan ehf

850 Hella

Br. á húsnæði

17

Nonna og Brynjuhús

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

18

Váttur ehf

801 Reykjavík

Ný starfsemi

19

Ferðafélagið Útivist / Fimmvörðuháls

105 Reykjavík

Ný starfsemi

20

Gistiþjónusta Drangshlíð, Jón Guðmundss ehf.

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

21

Hótel Anna – Moldnúpur

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

22

Ferðafélagið Útivist / Skælingum

105 Reykjavík

Ný starfsemi

23

Ferðafélagið Útivist / Við Sveinstind

105 Reykjavík

Ný starfsemi

24

Hestaleigan Syðra-Langholti og Tjaldsvæði Álfaskeiði

845 Flúðir

Endurnýjun

25

Árborg v/tjaldsvæði Eyrarbakka

800 Selfoss

Ný starfsemi

26

Gistihúsið Hrólfsstaðahelli

851 Hella

Endurnýjun

27

Prófasturinn – Dalhraun 6 ehf.

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

28

Garðyrkjustöðin Hrosshaga

801 Selfoss

Ný starfsemi

29

Lambafell B&B – Edinborg ehf.

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

30

Gljásteinn ehf. v/ Árbúða

801 Selfoss

Ný starfsemi

31

Gljásteinn ehf. v/ Svartárbotna

801 Selfoss

Ný starfsemi

32

Sögusetrið

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

33

Suðurverk

201 Kópavogur

Endurnýjun

34

Árhús ehf.

80 Hella

Endurnýjun

35

Klettur kaffi-krá, Veitingabúð ehf.

801 Selfoss

Endurnýjun

36

Ferðaþjónustan Steig ehf.

871 Vík

Endurnýjun

37

Ferðaþjónustan Vellir

871 Vík

Endurnýjun

38

Gistiheimilið Frumskógar – M.Gott ehf.

810 Hveragerði

Endurnýjun

39

Veiðisafnið ses.

825 Stokkseyri

Br. á starfsleyfi

40

Pizzavagninn ehf.

801 Selfoss

Endurnýjun

41

Garðyrkjustöðin Sunna

801 Selfoss

Endurnýjun

42

Hveragerðiskirkja

810 Hveragerði

Ný starfsemi

43

Ásgarður – Torfastaðir ehf.

860 Hvolsvöllur

Br. á starfsleyfi

44

Sambíóin Selfossi – Sam-félagið ehf.

800 Selfoss

Endurnýjun

45

Rangárhöllin ehf

850 Hella

Ný starfsemi

46

Bensínorkan ehf. v/Hveragerði

108 Reykjavík

Endurnýjun

47

Eldhestar ehf. / Hestaleiga, reiðskóli

810 Hveragerði

Endurnýjun

48

Tjaldsvæði Laugalandi, Holtum

851 Hella

Ný starfsemi

49

Blikk ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

50

Cafe Kidda Rót

810 Hveragerði

Endurnýjun

51

Ferðafélagið Útivist/Skáli Básum

105 Reykjavík

Endurnýjun

52

Prófasturinn – Dalhraun 6

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

53

Sólfugl ehf.

850 Hella

Endurnýjun

54

Heklubyggð ehf

105 Reykjavík

Endurnýjun

55

Kynnisferðir ehf- Húsadalur

200 Kópavogur

Endurnýjun

56

Skaftárhreppur v/ Sundlaugar

880 Kirkjubæjarkl.

Ný starfsemi

57

Bændagisting, Efstadal

801 Selfoss

Endurnýjun

58

Ferðaþjónustan Auðsholti

845 Flúðir

Ný starfsemi

59

Ölfus v/íþróttamiðstöð og tjaldsvæði

815 Þorlákshöfn

Br. á starfsleyfi

60

Krítik hárgreiðslustofa

800 Selfoss

Endurnýjun

61

Hveragerðisbær v/áhaldahúss

810 Hveragerði

Br. á húsnæði

62

Íslenska gámafél. v/gámastöðvar og sorphirðu

800 Selfoss

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 15 og 17 eru samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu byggingafulltrúa.

Ennfremur lagt fram til upplýsinga listi yfir tímabundin starfsleyfi sem þegar hafa verið afgreidd:

1

Sólfugl ehf. – veitingasala

850 Hella

Tímabundið leyfi

2

Landbúnaðarsýningin Hellu

800 Selfoss

Tímabundið leyfi

3

Hestamannafélagið Háfeti

815 Þorlákshöfn

Tímabundið leyfi

4

Atlantshumar ehf – matsöluvagn

815 Þorlákshöfn

Tímabundið leyfi

5

Unglingalandsmót UMFÍ

815 Þorlákshöfn

Tímabundið leyfi

6

Ungmennafélagið Þór v/ veitinganefndar

815 Þorlákshöfn

Tímabundið leyfi

7

Afturelding v/landsmóts hestam. 2008

270 Mosfellsbær

Tímabundið leyfi

8

Landsmót hestamanna ehf.

104 Reykjavík

Tímabundið leyfi

9

Veislumúlinn ehf – v/ Landsmóts 2008

170 Seltjarnarnes

Tímabundið leyfi

10

Hamborgarabúlla Tómasar Geirsgötu ehf. v/Landsmóts hestamanna 2008

101 Reykjavík

Tímabundið leyfi

3) Gangur eftirlits.

a) Rekstraryfirlit.

Lagt fram til upplýsinga rekstraryfirlit eftirlitisins frá áramótum til 20. ágúst sl. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir stöðunni. Ljóst er að einstaka liðir fjárhagsáætlunar fara fram úr áætlun.

b) Reglubundið eftirlit og málaskrá.

Framkvæmdastjóri fór yfir gang reglubundins eftirlits og málaskrá HES frá síðasta fundi nefndarinnar. Lagt fram til upplýsinga.

4) Aðgerðaráætlun Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna verndarsvæðis Þingvalla.

Lögð fram afgreiðsla Umhverfisráðuneytis dags. 14. ágúst sl. þar sem samþykkt er aðgerðaráætlun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um verndun vatns sbr. reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndurnar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns. ennfremur lögð fram aðgerðaráætlunin sjálf sem nú hefur öðlast gildi.

Framkvæmdastjóri greindi einnig frá fundi með ráðherra ásamt formanni og framkvæmdastjóra SASS, þar sem ráðherra var gerð grein fyrir vandamálum við útfærslu og framkvæmd reglugerðarinnar.

Eftirfarandi bókað:

„Heilbrigðisnefnd Suðurlands leggur áherslu á að gerð verði úttekt á svæðinu í samvinnu við íslenska ríkið, viðkomandi sveitarfélög og Þingvallanefnd. Heilbrigðisnefnd Suðurlands bendir á nauðsyn á umhverfisvöktun og upplýsingaöflun um ástand svæðisins og er nefndin tilbúin til að leggja sitt af mörkum þegar fjármagn fæst. Telur Heilbrigðisnefnd Suðurlands nauðsynlegt að funda með ofangreindum aðilum og er framkvæmdastjóra falið að koma á slíkum fundi.“

5) Sveitarfélagið Árborg – beiðni um umsögn vegna breytingu á takmörkun á flugumferð.

Lagt fram bréf Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 8. ágúst sl. ásamt afriti af beiðni og greinargerð Flugklúbbs Selfoss, þar sem óskað er eftir að takmörkunum á flugumferð verði breytt þannig að einungis flugtök verði bönnuð milli 23.00 og 07.00.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fellst á þau sjónarmið sem koma fram í greinargerð Flugklúbbsins og telur að lendingar á umræddum tíma sólarhrings skapi ekki ónæði fyrir nærliggjandi íbúabyggð. Slíkt er einnig í samræmi við takmarkanir á flugumferð annarra flugvalla.

6) Úrskurður um upplýsingamál.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 19. ágúst sl. er varðar kæru Einars H. Jónssonar vegna synjunar HES um afhendingu tiltekinna gagna. Í úrskurðinum kemur fram að HES skuli afhenda 10 skjöl af 26 þrátt fyrir að umrædd skjöl skuli teljast vinnuskjöl skv. 4. grein upplýsingalaga enda ekki að finna umbeðnar upplýsingar í öðrum gögnum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að senda viðkomandi umrædd gögn í samræmi við úrskurð.

7) Annað.

a) Húsnæðisskoðun.

Lagt fram til upplýsinga bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 23. júlí sl. er varðar húsnæðisúttekt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.36

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Viktor Pálsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Guðmundur Geir Gunnarsson