138. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn föstudaginn 20. janúar 2012, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

 

 

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Valur Bogason (gegnum fjarfundabúnað)  og Elsa Ingjaldsdóttir.

Pétur Skarphéðinsson boðaði forföll.

 

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

Nr

Heiti

Póstnúmar

Starfsleyfi

1

Grænmetismarkaður Selfossi – Aldís Sigfúsdóttir 800 Selfoss Nýtt leyfi

2

Húsasmiðjan ehf – Blómaval 800 Selfoss Eigendaskipti

3

Húsasmiðjan ehf – Hvolsvelli 860 Hvolsvöllur Eigendaskipti

4

Húsasmiðjan ehf , Vestmannaeyjum 900 Vestmannaeyjum Eigendaskipti

5

Sumarhús Álfasteinn – Þjóðólfshaga 25 850 Hella Eigendaskipti

6

Pólstjarnan ehf 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

7

Kaffi Krús – Selfoss veitingar ehf 800 Selfoss Eigendaskipti

8

Ölfussport ehf 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

9

Ístak h.f. v/olíuafgreiðslu Búðarhálsi 800 Selfoss Nýtt leyfi

10

Sláturhús Hellu hf – kjötvinnsla 850 Hella Nýtt leyfi

11

JÁverk ehf 800 Selfoss Endurnýjun

12

Olíuverslun Íslands v/ umboðssala 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

13

Stjörnunótt 861 Hvolsvöllur Eigendaskipti

14

Guðjón og Margrét 801 Selfoss Nýtt leyfi

15

Seylon 800 Selfoss Br. Á Húsnæði

16

Himbrimi ehf. Hótel hekla 801 Selfoss Eigendaskipti
    17 Katla Grill – veitingavagn   880 Kirkjubæjarklaustur Nýtt leyfi  

Allar starfsleyfisumsóknir samþykktar án athugasemda nema  umsókn nr. 14. frestað.

 

2)      Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá málinu og fór yfir minnispunkta HES vegna þessa. Almennar umræður urðu um málið.

 

3)      Húsnæðismál.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhuguðum breytingum á húsnæði HES vegna flutnings menningarfulltrúa Suðurlands af Austurvegi 65 yfir á Austurveg 56. Jafnframt lögð fram tillaga að breytingum (teikningar) og yfirlit yfir skiptingu skrifstofukostnaðar og leigu HES á Austurvegi 56. Framlögð tillaga að breytingum innanhúss mun þrengja verulega að starfsmönnum HES.

 

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur óásættanlegt að þrengja frekar að starfsmönnum HES, sem búa nú þegar við mikil þrengsli og felur framkvæmdastjóra að skoða skipti á núverandi húsnæði menningarfulltrúans og starfsemi HES í tímabundnu hagræðingarskyni.

 

4)      Drög að bréfi HS til Umhverfisráðuneytis vegna tillagna UST.

Lögð fram drög að bréfi HS til Umhverfisráðuneytis er varðar tillögur Umhverfisstofnunar á breytingu á verkaskiptingu HES og UST.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir innihald bréfsins og felur framkvæmdastjóra að senda bréfið.

 

5)      Umhverfisstofnun, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri og Gunnlaug Einarsdóttir, sviðstjóri.

Frestað, þar sem gestir gátu ekki komið sökum ófærðar.

 

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.45

 

 

Gunnar Þorkelsson, form.                 

Páll Stefánsson                     

Valur Bogason

Svanborg Egilsdóttir                        

Unnsteinn Eggertsson                      

Guðmundur Geir Gunnarsson

Elsa Ingjaldsdóttir