7. aðalfundur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands 2012
Fundargerð
7. aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands haldinn 18. október 2012 á Hellu
1. Setning
Gunnar Þorkelsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Formaður tilnefndi Gunnstein R. Ómarsson og Guðfinnu Þorvaldsdóttur sem fundarstjóra og Gunnar
Aron Ólason sem fundarritara. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Í lok máls síns fól formaður fundarstjórum stjórn fundarins.
Gunnsteinn R. Ómarsson bauð fundargesti velkomna og fór yfir praktísk atriði.
3. Kosning starfsnefndar aðalfundar
Lögð var fram svohljóðandi tillaga stjórnar SASS að kjörbréfa- og kjörnefnd og fjárhagsnefnd:
Kjörbréfa- og kjörnefnd
Aðalmenn
Gunnar Þorgeirsson, formaður Grímsnes- og Grafningshreppi
Ísólfur Gylfi Pálmason, varaformaður Rangárþingi eystra
Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerðisbæ
Ari Björn Thorarensen Sveitarfélaginu Árborg
Var tillagan samþykkt samhljóða og tók Kjörbréfa- og kjörnefnd þegar til starfa
4. Skýrsla stjórnar
Gunnar Þorkelsson flutti skýrslu stjórnar.
5. Skýrsla framkvæmdastjóra
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir starfsárið.
6. Lögmæti fundar
Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður kjörnefndar kvaddi sér hljóðs og kynnti niðurstöðu um lögmæti
fundarins. Kom fram að kjörnir fulltrúar eru 54 en gild kjörbréf eru fyrir 54 fulltrúa. Alls eru 44
aðalfulltrúar mættir, 3 varamenn og 7 fjarverandi.
Fundurinn úrskurðast því lögmætur.
7. Ársskýrsla 2011
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir helstu atriði í framlagðri ársskýrslu. Eldgosið í Grímsvötnum var helsta
verkefnið. Jafnframt þakkaði hún samstarfsfólki og sveitarstjórnarmönnum góða samvinnu á árinu.
8. Ársreikningur 2011, tillaga að fjárhagsáætlun 2013, tillaga að gjaldskrá
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir reikninga HES. Opnað fyrir umræður. Enginn tók til máls. Borið upp til
samþykktar. Samþykkt.
9. Breytingar á samþykktum HES
Lögð er fram tillaga um að liður 7.1 í samþykktum verði: „Um úrsögn og slit fer skv. ákvæðum
sveitarstjórnarlaga.“ Opnað fyrir umræður.
Nokkrar umræður urðu um tillöguna og tóku nokkrir til máls.
Var tilagan samþykkt.
10. Kosning skoðunarmanna ársreikninga og varamenn þeirra
Lögð fram tillaga að sömu skoðunarmönnum og sömu varamönnum og var það samþykkt.
Skoðunarmeðnn eru því Guðmundur Þór Guðmundsson og Drífa Kristjansdóttir.
Varamenn eru Egill Sigurðsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30.