6. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2011

Fundargerð 6. aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

haldinn 28. október 2011 í Vík.

 1. Aðalfundarstörf.

a) Setning – formaður stjórnar.

Gunnar Þorkelsson formaður, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna.

 b) 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður tilnefndi Ásgeir Magnússon og Elínu Einarsdóttur sem fundarstjóra og Ásthildi Lárusdóttur og Kolbrúnu Möggu Matthíasdóttur sem fundarritara.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Í lok máls síns fól formaður fundarstjórum stjórn fundarins.

c) Kosning í kjörbréfa og kjörnefnd.

Lögð var fram svohljóðandi tillaga að kjörbréfa- og kjörnefnd:

Kjörbréfa- og kjörnefnd

Aðalmenn:

Jóna Sigurbjartsdóttir, formaður Skaftárhreppi

Gunnar Þorgeirson, Grímsnes- og Grafningshreppi

Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbæ

Gunnlaugur Grettisson, Vestmannaeyjabæ

Ísólfur Gylfi Pálmason, Rangárþingi- Eystra

Ari Björn Thorarensen, Sveitarfélaginu Árborg

Ásgrímur Ingólfsson, Sveitarfélaginu Hornafirði

Var tillagan samþykkt samhljóða og tók kjörbréfa- og kjörnefnd þegar til starfa.

d) Gunnar Þorkelsson flutti skýrslu stjórnar.

Í máli hans kom fram að á árinu hafa verið haldnir 9 fundir. Fram kom að tvær stjórnsýslukærur bárust á árinu. Eldgos í maí sem er að verða árlegt, hafði áhrif starfsemina, efnainnihald öskunnar reyndist sem betur fer ekki alslæmt. HES tók út vatnsból ofl. vegna gossins. Stöðugildi eru 5 hjá Heilbrigðiseftirlitinu og brýnt er að bæta við hálfu stöðugildi, og þörf er á gjaldskrárhækkun til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar fyrirtækja, aukningar á verkefnum, launahækkana og fl.

Að lokum þakkaði hann nefndarmönnum, framkvæmdastjóra og starfsfólki öllu fyrir ánægjulega samvinnu á liðnum árum.

e) Skýrsla framkvæmdastjóra.

Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdarstjóri, flutti ársskýrslu HES frá 2010. Hún sagði frá því að starfsmannafjöldi hefur verið sá sami frá því 2005. Eldgosið í Eyjafjallajökli var stærsta verkefnið ársins 2010 og eldgosið í Grímsvötnum á þessu ári einnig helsta verkefnið þó það hafi ekki verið eins stórt í sniðum og hið fyrra.

Hún fór yfir ma. málefni sorpbrennslustöðva v/díoxínmengunar, niðurstöður eftirlitsverkefna, fyrirhugaðar breytingar á matvælalögum v/sölu matvæla í góðgerðarskyni, beitingu þvingunaraðgerða ofl. Einnig kom fram hjá Elsu að ákveðið hefur verið að fara í endurskoðun á starfsleyfi Orkuveitunnar og er sú vinna farin af stað. Eins vakti hún athygli á fráveitumálum sveitarfélaga og hvatti þau sem enn eiga eftir að gera úrbætur hjá sér að gera það sem fyrst.

Að lokum þakkaði Elsa fyrrverandi heilbrigðisnefnd, formanni, starfsmönnum og sveitarstjórnarmönnum fyrir samstarfið.

f)  Niðurstaða kjörnefndar um lögmæti fundarins.

Jóna Sigurbjartsdóttir, formaður kjörbréfa- og kjörnefndar kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir kjörbréfum. Gild kjörbréf eru 53 en alls voru mættir 39 aðalfulltrúar og 4 varamenn mættir 10 eru fjarverandi. Fundurinn úrskurðast því lögmætur.

g)  Ársreikningur 2010.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir ársreikning ársins 2010 þar kom fram að rekstrartekjur voru 64,3 milljónir og rekstrargjöld 59,5 og rekstrarhagnaður að teknu tilliti til fjármagnsliða var 5,5 milljónir, m.a. vegna ríkisstyrks vegna eldgossins í Eyjafjallajökli upp á 4.7 milljónir.

 i) Tillaga að fjárhagsáætlun 2012.

Elsa Ingjaldsdóttir kynnti fjárhagsáætlun 2012.

Helstu tölur er að rekstrartekjur verði um 64,160 m.kr. og rekstrargjöld um 64,345 m.kr.

j)  Tillaga að gjaldskrá.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þar sem gert er ráð fyrir 5% heildarhækkun.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Til máls tóku: Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson.

Fundarstjóri bar upp til samþykktar, skýrslu formanns, skýrslu framkvæmdastjóra, ársreikning HES fyrir árið 2010 og fjárhagsáætlun ársins 2012.

Ársskýrsla 2010, ársreikningur 2010, fjárhagsáætlun 2012 og gjaldskrá HES fyrir 2012 samþykkt samhljóða.

k)  Kosning skoðunarmanna ársreikninga og varamenn þeirra.

Aðalmenn:

Guðmundur Þór Guðjónsson, Hveragerði

Drífa Kristjánsdóttir, Bláskógabyggð

Varamenn:

Egill Sigurðarson, Ásahreppi

Sandra Dís Hafþórsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg

Tillögur kjörnefndar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

2. Almennar umræður.

Fundarstjóri gaf orðið laust en engin kvaddi sér hljóðs.

3. Fundarslit.

Gunnar Þorkelsson tók til máls og þakkar fyrir góðan fund og sleit fundi kl: 15.58