92. fundur

92. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn fimmtudaginn 19. október 2006 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Viktor Pálsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Pétur Skarphéðinsson boðaði forföll.

1) Starfsleyfi Orkuveitu Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar

Lögð fram auglýst starfsleyfisskilyrði Orkuveitu Reykjavíkur vegna Hellisheiðarvirkjunar ásamt vinnuskjali starfsmanna Heilbrigðiseftirlitsins.

Birgir Þórðarson fór yfir einstaka liði í starfsleyfisskilyrðunum.

Í lögformlegu kynningar- og auglýsingaferli starfsleyfisskilyrðanna bárust engar athugasemdir en tvær ábendingar sem teknar hafa verið til greina og settar inn í starfsleyfisskilyrðin.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita starfsleyfi fyrir virkjun á Hellisheiði fyrir allt að 213 MW rafmagnsframleiðslu og 266 MW varmastöð.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands leggur ríka áherslu á að framkvæmdum við niðurennslisveitu verði lokið sem fyrst og þar með lágmörkuð notkun á neyðarlosunarsvæði fyrir niðurrennslisvatn.

2) Minnisblað frá Sigurði Óla Kolbeinssyni

Lagt fram minnisblað frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags.

6. október sl. um kjörgengi í heilbrigðisnefndir sveitarfélaga.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að vísa minnisblaðinu til stjórnar SASS og fer fram á að kannað verði kjörgengi fulltrúa atvinnurekenda í nefndina og með hvaða hætti skuli staðið að tilnefningu þess fulltrúa í nefndina. Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur það ekki vera sitt hlutverk að meta kjörgengi einstakra nefndarmanna til setu í nefndinni og fer fram á að stjórn SASS skeri þar úr.

Jón Ó. Vilhjálmsson                             Ragnhildur Hjartardóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson                  Viktor Pálsson

Gunnar Þorkelsson                              Guðmundur G. Gunnarsson

Elsa Ingjaldsdóttir                                 Birgir Þórðarson