101. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

101. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 2. september 2007, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Viktor Pálsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Gunnar Þorkelsson boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Nautilus Íslands ehf (íþróttamiðstöð)

900 Vestmannaeyjar

Ný starfsemi

2

Nesey ehf

801 Selfoss

Ný starfsemi

3

Eyjamyndir ehf – Gistiheimilið Hreiðrið

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

4

Helga Björk ehf – Blómaborg

810 Hveragerði

Endurnýjun

5

Bú.is ehf

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

6

Eldkofinn ehf

800 Selfoss

Eigendaskipti

7

Götusmiðjan ehf

801 Selfoss

Br. á húsnæði

8

Tjaldsvæðið Þakgili

870 Vík

Br. á starfs.

9

Ísbúð Areks og Mikka

800 Selfoss

Eigendaskipti

10

Gistiheimili Stokkseyri ehf – Kvöldstjarnan

825 Stokkseyri

Ný starfsemi

11

Ásgarður – Torfastaðir ehf.

860 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

12

Tían – Kambahraun ehf.

810 Hveragerði

Endurnýjun

13

Bónus, Selfossi

800 Selfoss

Endurnýjun

14

Hótel Geysir

801 Selfoss

Endurnýjun

15

Veraldarvinir,áhugamannafél. v/Gunnarshólma

861 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

16

Vatnsból Félagsbúið Kópsvatni, Hrunamannahr.

845 Flúðir

Ný starfsemi

17

Vatnsból Félagsbúið Tungufelli, Hrunamannahr.

845 Flúðir

Ný starfsemi

18

Vatnsból Sólheimum, Hrunamannahreppi

845 Flúðir

Ný starfsemi

19

Hár- og snyrtistofan Vík

870 Vík

Br. á húsnæði

20

Bý ehf. garðyrkjustöð, Brún, Flúðum

845 Flúðir

Ný starfsemi

21

Rangárþing eystra v/ Félagsheimili Hvoll

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

22

Rangárþing eystra v/Félagsmiðstöðin Tvisturinn

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

23

Rangárþing eystra v/Leikskólinn Örk

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

24

Rangárþing eystra v/Sundlaug/Íþróttamiðstöð

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

25

Rangárþing eystra v/Tjaldst.á Hvolsv

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

26

Systrakaffi ehf.

880 Kirkjub.kl.

Eigendaskipti

27

Halldórskaffi – Undanfari ehf.

870 Vík

Eigendaskipti

28

Vínbúð ÁTVR

810 Hveragerði

Br. á húsnæði

29

Himneskt te og kaffi – Heilsuver ehf.

900 Vestmannaeyjar

Tímab. leyfi

30

Leikskólinn Laugalandi

850 Hella

Br. á húsnæði

31

Kjöt og kúnst – Heilsukostur ehf.

810 Hveragerði

Endurnýjun

32

Orkuveita Reykjavíkur v/mötuneytis og veitingasölu Hellisheiðarvirkjun

801 Selfoss

Ný starfsemi

33

Sveitarfélagið Árborg v/Sunnulækjarskóla

800 Selfoss

Br. á húsnæði

34

Sveitarfélagið Árborg v/Tíbrá

800 Selfoss

Br. á starfsemi

35

Miss Klipper ehf.

810 Hveragerði

Ný starfsemi

36

Svf. Ölfus v. Leikskólans Bergheima – deild fimm ára barna

815 Þorlákshöfn

Tímabundin starfsemi

37

Ísaga ehf

801 Selfoss

Endurnýjun

38

Gröfuþjónusta Sölva ehf.

840 Laugarvatn

Ný starfsemi

39

Ásvélar ehf.

840 Laugarvatn

Ný starfsemi

40

Skeljungur hf. v. Úthlíð

801 Selfoss

Endurnýjun

41

Flugklúbbur Selfoss v. flugvallar

800 Selfoss

Endurnýjun

Öll starfsleyfin samþykkt, þó samþykkt að starfsleyfi vegna umsóknar nr. 29 verði einungis gefið út til 1. október nk. Starfsleyfisumsókn nr. 41 er færð á dagskrárlið nr. 4). Afgreiðslu á umsóknum nr. 35 og 39 frestað þar til úttekt heilbrigðisfulltrúa hefur farið fram.

Varðandi umsókn nr. 36 eru lögð fram fylgiskjöl frá leiksskólastjóra, afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar, eftirlitsnóta nr. 2210 og dreifibréf til foreldra barna í leikskólanum Bergheimum.

Eftirfarandi bókað:

“Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir tímabundið starfsleyfi til þriggja mánaða, fyrir elstu deild leikskólans Bergheima í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar. Eftir þann tíma skulu kröfur um birtuskilyrði, tengsl við aðra starfsemi, aðbúnað, öryggis og leiksvæðis barna auk annarra athugasemda sbr. eftirlitsnótu nr. 2210 og ákvæða í reglugerðum nr. 941/2002 um hollustuhætti og nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, auk annarra reglna sem um starfsemina gilda vera uppfyllt.”

b) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

N1 hf þjónustustöð v/Hverag.

810 Hveragerði

Eigendaskipti

2

Trog ehf.

845 Flúðir

Eigendaskipti

3

Ísbúð Areks og Mikka, Kjarnanum

800 Selfoss

Eigendaskipti

4

Lundinn – Dalhraun ehf.

900 Vestm. eyjar

Nýtt leyfi

5

Fossbúð, Skógum

861 Hvolsvöllur

Nýtt leyfi

6

Eldkofinn ehf. (áður Höllin)

800 Selfoss

Eigendaskipti

Lagt fram til upplýsinga.

2) Gangur eftirlits.

a) Reglubundið eftirlit

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins heilbrigðiseftirlits frá síðasta fundi og fór yfir helstu mál og eftirlit. Kom fram að mikið álag er búið að vera á starfsmenn í sumar vegna sumar – og veikindaleyfa auk frekara eftirlits með sumarstarfsemi. Eftirliti með sumarstarfsemi er ekki enn lokið.

b) Málaskrá

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá málaskrá eftirlitsisns frá síðasta fundi.

3) Samþykkt um fráveitu í Hveragerði.

Samþykkt án athugasemda.

4) Flugvöllur Selfossi.

Lögð fram beiðni Flugklúbbsins, dags. 10. ágúst sl. um framlengingu á starfsleyfi fyrir flugvöllinn á Selfossi ásamt bréfi frá íbúum að Straumi, Ölfusi, dags. 10. ágúst sl. auk bréfs frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 27. júlí sl. um sama mál.

Eftirfarandi bókað:

“Nefnd, á vegum bæjarstjóra Árborgar, sem fjallar um framtíð flugvallarins er að störfum, aðalskipulagsvinna á lokastigi. Framkvæmdastjóra falið að funda með bæjarstjóra og viðkomandi nefnd eftir atvikum fyrir næsta fund nefndarinnar.

Starfsleyfi dags. 12. febrúar sl. ásamt starfsleyfisskilyrðum framlengt um mánuð og verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar ásamt ítarlegri upplýsingum frá Sveitarfélaginu Árborg.”

 

5) Stjórnsýslukæra vegna reykinga.

Lagt fram til upplýsinga, bréf frá Úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir, dags. 27. ágúst sl. ásamt kæru Odds Björgvins Júlíussonar þar sem kærðar eru reykingar í AA húsinu í Vm. Ennfremur lögð fram drög að svarbréfi HES vegna málsins.

6) Bréf Loðdýraræktarfélags Suðurlands, dags. 13. ágúst 2007.

Lagt fram bréf Loðdýraræktarfélags Suðurlands, dags. 13. ágúst sl. þar sem fram kemur að þeir muni ekki sækja um starfsleyfi til HES ásamt bréfi HES, dags. 27. júlí sl. þar sem farið er fram á að loðdýrabú sæki um starfsleyfi sbr. reglur þar að lútandi.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu og upplýsti um starfsleyfisskyldu aðilanna. Fram kom að að loðdýrabú á öðrum eftirlitssvæðum hefðu m.a. starfsleyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi bókað:

“Í ljósi reglugerðar nr. 785/1999 þar sem fram kemur starfsleyfisskylda loðdýraræktarinnar verður ekki séð af hverju loðdýrabú á Suðurlandi eiga að vera undanskilin starfleyfisskyldu. Með samræmdum starfleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga fyrir loðdýrabú er ennfremur verið að tryggja jafnræði eftirlitsþega á mismunandi eftirlitssvæðum. Því verður ekki séð hvernig loðdýrabændur á Suðurlandi geta neitað að sækja um starfsleyfi á grundvelli ólokinna viðræðna við ráðherra.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar því kröfu um að viðkomandi aðilar sæki um starfsleyfi og felur framkvæmdastjóra að vinna að málinu í samræmi við VI. kafla laga nr. 7/1998,um valdssvið og þvingunarúrræði.”

7) Stöðvun/lokun starfsemi með innsigli.

Lagt fram bréf HES, dags. 29. ágúst sl. þar sem fram kemur lokun og afturköllun á starfsleyfi Tony´s County, kt. 601006 0220, Ingólfshvoli, Ölfusi.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu.

8) Förgun vöru.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 24. ágúst sl. þar sem fram kemur að ólögleg vara hafi verið tekin úr sölu og fargað.

9) Umsagnir og útgáfa leyfa á grunni nýrra laga og reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir áhrifum nýju laganna um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerðarinnar settum skv. þeim. Helstu breytingar eru að umsagnir eru bindandi og starfsleyfi heilbrigiseftirlits sveitarfélaga forsenda á útgáfu rekstrarleyfa.

10) Annað.

a) Bréf Málflutningsskrifstofunnar, dags. 11. júlí vegna hávaða og útblástursmengunar ásamt bréfi HES, dags. 31. ágúst sl. – Til upplýsinga

b) Slys á leiksvæði í Þorlákshöfn – Lagt fram bréf HES um málið, dags. 31. júlí sl. ásamt svarpósti Ölfus, dags. 27. ágúst sl. – Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu – Lagt fram til upplýsinga.

c) Neysluvatnsmál – Sigrún Guðmundsdóttir kom inn á fund undir þessum lið og fór yfir stöðu neysluvatnsmála á svæði HES nú í sumar. Almennar umræður urðu um málið.

d) Starfsmannamál – Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti um að fæðingarorlof Maríu væri hafið og veikindaleyfi í sumar. Ennfremur kom fram að Ástfríður Sigurðardóttir taki afleysingu í hennar stað og byrji um miðjan mánuðinn. Greindi hún einnig frá stöðu orlofsmála hjá starfsmönnum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Pétur Skarpéðinsson

Guðmundur G. Gunnarsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Elsa Ingjaldsdóttir