Brennur stærri en 100 m3 eru skráningarskyldar

Þann 8. desember 2023 tók gildi breyting á reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með breytingunni var brennum, stærri en 100 m3, bætt á listann yfir skráningarskyldan atvinnurekstur. Með þessari breytingu fellur fyrri auglýsingarskylda niður. Jafnframt er minnt á að flugeldasýningar eru skráningarskyldar. Starfsskilyrði...

Hvalreki – verklagsreglur 2023

Kynntar hafa verið ný uppfærðar verklagsreglur um hverjir hafa aðkomu ef hval rekur á land, hér að neðan er úrdráttur: Landeigandi er eigandi þess sem rekur á land hans, t.d. hvala, sela, fiska og rekaviðs, nema lög mæli fyrir um annað, sbr. 1. kap. rekabálks Jónsbókar. Samkvæmt því er hvalur...

Skráningarskyld starfsemi

Skráningarskyld starfsemi samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 Þann 15. nóvember sl. tók gildi reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og frá og með þeim tíma flokkast fyrirtæki sem koma fram á neðangreindum lista sem skráningarskyldur atvinnurekstur. Ekki er um að ræða afslátt af kröfum miðað við starfsleyfi...

Minni fráveitur – nýjar leiðbeiningar frá UST

Sjá slóð hér Leiðbeiningar þessar eiga við hreinsun skólps fyrir 50 persónueiningar eða minna frá venjulegu húshaldi/gististöðum (ekki iðnaðarskólp). Þeim er ætlað að leiðbeina einstaklingum, hönnuðum, rekstraraðilum og heilbrigðiseftirlitum um þessar lausnir og fyrirkomulag varðandi kröfur til hreinsunar og staðsetningar á hreinsivirki. Auk þeirra sem starfa við þjónustu á hreinsivirkjum,...

Samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi og Kortavefur Suðurlands

Sameiginleg samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi hefur verið í vinnslu sl. ár og var tekin til afgreiðslu á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 29. október 2021 og samþykkt. Hefur samþykktin nú verið birt í b-deild Stjórnartíðinda sjá slóð: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=5080e83b-8278-4ae2-898a-9d1aaa50b426 . Slík samþykkt er mikilvægt verkfæri fyrir starfsmenn sveitarfélaganna til að hafa gildandi...

Leiðbeiningar HSL um fráveitur á verndarsvæði Þingvallavatns

Í nýsamþykktri reglugerð  nr. 891/2021 um breytingu á reglugerð nr. 650/2006 um verndun vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns er kveðið á um þær kröfur sem hreinsun skólps frá stakstæðum íbúðar- og frístundahúsum skal uppfylla. Jafnframt er í reglugerðinni kveðið á um að farið skuli að fyrirmælum Heilbrigðisnefndar Suðurlands og taka skuli...

Hundagisting tímabundin undanþága – Fosshótel Hekla og Fosshótel Núpar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglugerð um nr. 941/2002 um hollustuhætti vegna viðveru hunda á tveimur hótelum á Suðurlands skv. umsóknum þar að lútandi frá Íslandshótel hf. fyrir tvö hótel á Suðurlandi. Undanþágan gildir fyrir tiltekin afmörkuð rými hótelanna. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tilkynnt um breytingar á starfsleyfisskilyrðum með...

Lokafrestur umsókna fyrir brennur og flugeldasýningar um áramótin

Lokafrestur til að sækja um starfsleyfi fyrir ÁRAMÓTABRENNUR og FLUGELDASÝNINGAR um áramótin   Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vill minna á að brennur sem eru stærri en 100m3  og allar flugeldasýningar eru starfsleyfisskyldar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.   Samkvæmt reglugerð nr. 550/2018  um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit er...

Loftgæðamælingar á Selfossi og víðar á Suðurlandi

Undanfarnar vikur hefur loftgæðamælum verið bætt við á fjórum stöðum á Suðurlandi. En það er á þéttbýlisstöðunum Selfossi, Hellu, Vík og Kirkjubæjarklaustri. Er það fagnaðarefni að nú geti íbúar svæðisins og ferðalangar nú fylgst með mælingum loftgæða, en niðurstöður eru birtar á vefnum: https://loftgaedi.is/ Áður hafði Umhverfisstofnun sett upp mæli...

Hundanámskeið – skilyrði

Skilyrði fyrir staðfestingu á að grunnnámskeið í hundauppeldi uppfylli kröfur sbr. gjaldskrár sveitarfélaga fyrir hundahald sem eru í gildi á Suðurlandi, hefur verið samþykkt hjá Heilbrigðisnefnd Suðurlands - sjá slóð hér. Nokkur ávinningur hlýtur að vera af góðu og almennt ábyrgara hundahaldi. Jafnframt er velferð hundanna betur borgið, ef umráðamönnum...

Almennar kröfur til matvælavagna, sölubása og aðra færanlega starfsemi

Undir færanlega matvælastarfsemi falla matsöluvagnar, önnur sölustarfsemi með matvæli á hjólum, sölubásar með matvæli og matvælamarkaðir. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur samþykkt almenn skilyrði fyrir færanlega matvælastarfsemi og má finna þau hér til hægri á þessari vefsíðu undir "tengd skjöl". Starfsleyfi Færanleg matvælastarfsemi er starfsleyfisskyld hjá Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga.  Ef rekstraraðili hefur lögheimili...

4. maí – Leiðbeiningar sjúkraþjálfun, hársnyrtistofur ofl.

Þrátt fyrir að nú sé aftur heimilt að opna starfsemi sjúkraþjálfunar og sambærilegt, hárgreiðslustofur, nuddstofur, augnmælingar og sambærilegt, er handhreinsun og hreinlæti kringum augu, nef og munn lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum. Hér eru leiðbeiningar fyrir ofangreint:...

Leiðbeiningar fyrir heimsendingarþjónustu matvæla

Samkvæmt lögum um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum,  er dreifing, hvers konar flutningur, framboð og afhending matvæla háð leyfi heilbrigðisnefndar skv. 9. gr. laganna. Þessar leiðbeiningar geta einnig átt við að hluta til um aðra aðila sem bjóða upp á heimsendingarþjónustu. Matvælafyrirtæki er fyrirtæki eða einstaklingur sem rekur starfsemi...

Neyðarstig vegna COVID-19 – Handþvottur – besta sóttvörnin

6. mars 2020 Neyðarstig vegna COVID-19 https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðhafa því snerting, bein og óbein, er lang algengasta smitleið sýkla milli manna.  Með höndunum snertum við allt umhverfi okkar og með þeim komast sýklar inn í slímhúð í munni, nefi, augum og kynfærum og...

Mikilvægi hreinlætis, þrifa og sótthreinsunar á tímum faraldurs

Hreinlæti og þrif á almannafæri Heilbrigðiseftirlit Suðurlands leggur áherslu á að almenn þrif séu fullnægjandi, ekki síst á þeim stöðum sem almenningur leitar til með þjónustu. Starfsfólk er hvatt til að sinna þrifum vel á sínum starfsstöðvum. Bent er á leiðbeiningar sem koma frá landlækni og heilbrigðisfólki varðandi sóttvarnir, almenna...

Sjúkdómsvaldandi bakteríur í kjöti á markaði 2018 – skýrsla

Niðurstöður skimunar fyrir STEC benda til að shigatoxín myndandi E. coli sé hluti af náttúrulegri örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár. STEC fannst í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Framhald er á þessum rannsóknum í ár. Ljóst er að rannsaka þarf betur STEC í kjöti og skerpa...

Leiðbeiningar um smitvarnir vegna dýrahalds og veitingastarfsemi

Að gefnu tilefni hafa verið gefnar út leiðbeiningar um smitvarnir vegna dýrahalds í ferðaþjónustu Víða um land eru ferðamannastaðir sem bjóða upp á möguleika á kynnast dýrum í návígi, sem almenna afþreyingu og jafnframt hefur það ákveðið fræðslugildi. Oft eru þessir staðir jafnframt með veitingar af ýmsu tagi. Dýrum sem...

Íssala hafin á ný í Efstadal

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór í eftirlit í Ferðaþjónustuna í Efstadal 2 í gær til að sannreyna úrbætur sbr. bréf dags 18. júlí sl. og frétt frá 19. júlí sl. Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er úrbótum lokið og er heimilt að hefja starfsemina að nýju sbr. neðangreint. Jafnframt er bent á frétt...

Auknar kröfur um úrbætur vegna E. coli í Efstadal II

Í gær, þann 18.7.2019, voru rannsökuð sýni frá 6 einstaklingum og greindist enginn með E. coli sýkingu. Alls hefur E. coli sýking því verið staðfest hjá 21 einstaklingi, þar af eru 19 börn og tveir fullorðnir. Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins af völdum STEC E. coli og...

Hrina alvarlegra sýkinga hjá börnum af völdum E. coli baktería

Uppfært 11. júlí: Sjá fréttasíðu Sóttvarnalæknis Uppfært 9. júlí Ný frétt frá Sóttvarnalækni Á undanförnum 2–3 vikum hafa 4 börn greinst á Íslandi með alvarlega sýkingu af völdum E. coli bakteríu  (STEC). Fólk getur smitast af STEC með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang...

Móttaka umsóknar um starfsleyfi fyrir seiðaeldi að Götu

Umhverfisstofnun hefur móttekið, dags. 21. júní sl., umsókn frá Veiði- og fiskiræktarfélagi Landmannaafréttar um seiðaeldi að Götu í Rangárþingi ytra. Um er að ræða umsókn um starfsleyfi seiðaeldi urriða (Salmo trutta) sem er svo áframalinn á landi að Galtalæk þar sem hámarkslífmassi er 2 tonna á hverjum tíma. Unnið er...

Hreinsunarátak um Hreint Suðurland

Heilbrigðseftirlit Suðurlands kynnir átakið Hreint Suðurland sem er hreinsunarátak miðað að lóðum og lendum í umdæminu. Átakið er áskorun til lóðarhafa, íbúa og landeigenda á Suðurlandi, að þeir  gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum, allt það sem getur valdið ónæði, mengun eða lýti á umhverfinu. Jafnframt...

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Sveitarfélagið Árborg sýknuð af öllum kröfum Krónunnar ehf.

Krónan ehf. stefndi Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, ásamt sveitarfélaginu Árborg, fyrir Héraðsdóm Suðurlands. Í máli þessu var deilt um þá ákvörðun stefnda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, frá 6. desember 2016,  að brauðmeti í verslun stefnanda á Selfossi skyldi varið með umbúðum eða með öðrum hætti sem tryggði að matvaran spilltist ekki eða mengaðist í...

Loftgæðamælistöðvar ON – Ársskýrslur

Verkfræðistofan Vista hefur gefið úr ársskýrslur með niðurstöðum loftgæðamælinga hvað varðar brennisteinsvetni í mælistöðvum sem þeir sjá um vöktun fyrir og eru það fimm mælistöðvar vegna starfsemi jarðvarmavirkjana Orku Náttúrunnar  á Hellisheiði og Nesjavöllum. Um er að ræða  þrjár mælistöðvar sem lúta reglugerð nr. 514/2010 með breytingu í reglugerð 715/2014 um...

Brennuleyfi útgefin

Eftirtalin brennuleyfi hafa verið gefin út hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit: Mýrdalshreppur vegna brennu og flugeldasýningar 31. desember 2018 á eystri bakka Víkurár sunnan flóðvarnargarðs sjá slóð hér Rangárþing eystra vegna brennu...

Brennuleyfi útgefin

Eftirtalin brennuleyfi hafa verið gefin út hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit: ÍBV íþróttafélag vegna brennu 4. janúar 2019 í Löngulág, 900 Vestmannaeyjum sjá afrit af brennuleyfi hér Sveitarfélagið Ölfus vegna brennu 6....

Fréttatilkynning – Mengun í Laugarvatni

Tekin voru tvö sýni úr Laugarvatni í vikunni og sýna niðurstöður að saurgerlamengun er yfir mörkum í vatninu skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mælist til þess að vatnið verði ekki nýtt til baða meðan þetta ástand varir, en að öðru leyti stafar engin hætta...

Loftgæðamælingar – skýrslur um brennisteinsvetnismælingar

Gögn úr loftgæðamælum í Norðlingaholti, Hveragerði og Hellisheiði eru tekin saman í skýrslur fjórum sinnum á ári með skýringum skv. reglugerð nr. 514/2010 með breytingu í reglugerð nr. 715/2014 um kröfur er varða styrk  brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Með sama hætti eru tekin saman gögn í skýrslur fjórum sinnum á ári...

Varúðarráðstafanir vegna bruna að Kirkjuvegi 18, Selfossi

Vegna óhagstæðrar veðurspár telur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rétt að íbúar í nágrenni rústanna að Kirkjuvegi 18 hafi glugga á húsnæði sínu lokaða og að gangandi umferð verði sem minnst um nágrennið meðan rústirnar hafa ekki verið fjarlægðar. Eru þessar ráðleggingar settar fram í öryggisskyni í ljósi þess sem áður hefur komið...

Gagnlegar upplýsingar um raka, myglu og fleira

Hér á heimasíðunni eru birtir tveir nýlegir bæklingar, annars vegar um inniloft, raka og myglu og hins vegar um vatnstjón og hvað hægt er að gera til að verjast slíku tjóni. Á sama stað er eldri fræðslubæklingur um veggjalús. sjá slóð hér

Neysluvatn á Hellu er nú öruggt

Uppfærð frétt 8. mars 2018 Mengun varð  í dreifikerfi neysluvatns á Hellu um miðjan febrúar. Fljótlega kom í ljós að leki sem var komist fyrir og hefur nægileg útskolun orðið þannig að nú er vatnið öruggt til neyslu. Hægt er að sjá nýjustu niðurstöður á hlekk ofar á síðunni sem heitir Neysluvatn. Gamla fréttin...

Um veggjalús (e. bed bugs)

Veggjalús (Cimex lectularius) hefur fylgt manninum lengi, en hér á landi hefur hún fundist í öllum landshlutum. Myndin hér til hliðar gefur hugmynd um stærð lúsarinnar í samanburði við hundrað krónu pening. Lúsin lifir eingöngu í upphituðu þurru húsnæði og nærist alfarið á blóði sem hún sýgur úr fórnarlömbum sínum sem...

Frá 1. júlí 2017 er „heimagisting“ ekki starfsleyfisskyld

Heimagisting er samkvæmt skilgreiningu, gisting á lögheimili einstaklings eða einni annarri fasteign (t.d. sumarhúsi)  í hans eigu sem hann hefur persónuleg not af, þ.e. gisting á heimili þess sem býður upp á heimagistingu. Sá sem hyggst bjóða upp á heimagistingu skal skrá starfsemi sína hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eða á...

Heimagisting er starfsleyfisskyld

Breytingar á lögum og reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald tók gildi nú um áramótin. Meðal breytinga er að nú er hægt að skrá heimagistingu hjá sýslumanni í allt að 90 daga samanlagt í útleigu á lögheimili einstaklings og einni annarri fasteign (t.d. sumarhúsi) sem eigandi hefur persónuleg not af. Ekki...

Baðvatnssýni úr náttúrulaugum

Reglugerð um baðstaði í náttúrunni nr. 460/2015 hefur tekið gildi og um sýnatökur gilda viðmið sem koma fram í meðfylgjnadi töflu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tekið sýni á nýliðnu sumri á þremur slíkum stöðum, en tvær þeirra eru í flokki 3 samkvæmt reglugerðinni og ekki í rekstri. Þriðji staðurinn er í...

Nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Sigrún Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands eftir að Elsa Ingjaldsdóttir lét af störfum, að eigin ósk, eftir 21 árs farsælt starf. Sigrún var valin úr hópi 7 umsækjenda um starfið sem var auglýst í júní sl. Sigrún er mjólkurfræðingur og líftæknifræðingur að mennt og hefur stafað hjá embættinu sem...

Spjaldtölvur við eftirlit

Heilbrigðiseftirlitið hefur, í samvinnu við One Systems, fengið tölvu- og skráningarkerfi í spjaldtölvur. Það gerir okkur fært að skrá allt eftirlit , ganga frá og skilja eftir skýrslunar á staðnum, rafrænt undirritaðar. Það gerir okkur einnig kleift að skoða öll gögn viðkomandi fyrirtækis og þannig auðveldað okkur yfirsýn og spara...

Kvörðun loftgæðamæla lokið

Nú hafa loftgæðamælar í Norðlingaholti, Hveragerði og  Hellisheiði verið kvarðaðir að nýju. Frá og með 13. október sl. hafa mælarnir sýnt niðurstöður skv. nýrri kvörðun. Því á birting mælinga á brennisteinsvetni að vera komin í lag.

Röng birting á mælingum brennisteinsvetnis.

Þann 22. september sl. voru loftgæðamælar í Hveragerði, Norðlingaholti, Hellisheiði og Nesjavöllum stilltir til þess að geta mælt mögulega mengun frá Holuhrauni. Við þessa breytingu fóru mælarnir að birta  mælingar brennisteinsvetnis sem heildarmælingu fyrir H2S og SO2. Því hefur birting mælinga fyrir brennisteinsvetni verið ómarktæk frá þessari dagsetningu. Unnið er að...

Loftgæðamælum OR breytt til að mæla SO2

Til að fá sem gleggsta mynd af SO2 mengun í andrúmslofti vegna eldgossins í Holuhrauni hefur Umhverfisstofnun farið þess á leit við OR/ON að mæla SO2 samhliða mælingum á H2S á loftgæðamælum sínum í Hveragerði, á Hellisheiði og í Norðlingaholti. Á meðan loftgæðamælar OR/ON mæla SO2 samhliða H2S eru mælingar...

Innköllun á fæðubótarefnum

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um stöðvun á dreifingu og innköllun á alls 9 fæðubótaefnun vegna óleyfilegra innihaldsefna og/eða óflokkuðum jurtum.   Útlistun á vörum og efnum sem eru óleyfilegar og/eða óflokkaðir eru hér fyrir neðan.   Dedicated ehf er innflytjandi og dreifingaraðili á umræddum vörum og í...

Klár í hvað sem er…

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd geta sýnatökur Heilbrigðiseftirlitsins krafist mismunandi búnaðar við mismunandi aðstæður. Hér er Birgir Þórðarson nýkominn ,,af sjó" þar sem aflinn var nokkur rannsóknarglös af sjósýnum. Síðan þarf að skoða hvort veiðst hafi gerlar af einhverju tagi.

Gagnlegar upplýsingar um húðflúr

Danska Umhverfisstofnunin (Miljöstyrelsen) hefur hrundið af stað herferð vegna húðflúrs og sett á laggirnar upplýsingasíðu sem kallast Think before you ink. Þar má finna gagnlegar upplýsingar um hvernig á að bera sig að fyrir og eftir húðflúr, áhættu sem fylgir húðflúri, sársauka eftir líkamshluta og "mátun" á húðflúri áður en húðflúrið er sett...

Bráðalifrarbólga vegna neyslu á fæðubótarefni

Matvælastofnun hefur birt á heimasíðu sinni, fréttir um mögulega hættu á bráðalifrarbólgu við neyslu á fæðubótarefninu Oxy Elite Pro. Fæðubótarefnið inniheldur ólögleg litarefni og er því ekki í almennri sölu. Rétt þykir þó að vara við efninu þar sem hægt hefur veriðað nálgast vöruna í gegnum netverslun. Frekari upplýsingar um...

Síma- og netsambandslaust 4. október á skrifstofunni á Selfossi

Síminn hefur tilkynnt okkur að síma og netsambandslaust verður við skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 3. október frá kl. 9.00 og fram eftir degi. Verður það gert vegna viðhaldsvinnu hjá Símanum. Meðan á viðgerð stendur þarf því að ná sambandi við okkur gegnumm farsímakerfið. Hægt er að hringja...

Svifryk í andrúmslofti

Eins og íbúar á Suðurlandi hafa ekki farið varhluta af, hefur verið óvenjumikið svifryk/aska í lofti að undanförnu. Þar ræður veðurfarið mestu. Á síðunni hér til vinstri er tengill á svifryksmæla á Suðurlandi. Þeir eru staðsettir á Maríubakka í Skaftárhreppi og Raufarfelli, undir Eyjafjöllum. Því miður virðast tenglar á mælistöðvarnar...

Birting mælinga frá loftgæðamælum.

Nú loksins eru farnar að birtast að nýju beinar mælingar frá loftgæðamælistöðvum í Hveragerði, Hellisheiði og Norðlingaholti. Vinnu við breytt viðmót er þó ekki að fullu lokið og eru notendur beðnir velvirðingar á því. Þessar mælingar eru óyfirfarnar og geta þannig sýnt skekkju þegar tækin eru kvörðuð, sbr. tölur frá...

Unnið að breyttu viðmóti við loftgæðamæla

Nú stendur yfir tilflutningur á vistun gagna úr loftgæðamælum í Norðlingaholti, Hveragerði og Hellisheiði. Því miður hefur það í för með sér að birting mæligagna er ekki sýnileg á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins á meðan. Jafnframt tilflutningi gagnanna er unnið að breyttu viðmóti fyrir notendur upplýsinganna. Það er von okkar að þær...

Heilbrigðiseftirlitið flytur

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur flutt sig yfir götuna, frá Austurvegi 56 að Austurvegi 65, Selfossi. Um þó nokkurn tíma hafa verið húsnæðisþrengsli vegna þierrar starfsemi sem hefur verið hjá SASS og hafa einstaka starfsmenn stofnana að Austurvegi 56 verið í leiguhúsnæði annars staðar. Til hagræðingar fyrir starfsemina í heild, var því úr...

Loftgæðamælar í kvörðun fram yfir helgi

15. febrúar 2012 Frá 16. febrúar, munu ómarktækar mæliniðurstöður birtast á loftgæðamælum á Hellisheiði og í Norðlingaholti vegna kvörðunar þeirra. Reiknað var með að kvörðunin gæti verið lokið samdægurs en komið hefur í ljós að kvörðun mælitækjanna verður ekki lokið fyrr en eftir helgi. Tilkynning mun birtast hér á síðunni þegar kvörðun er lokið og sjálfvirk birting...

Mælingar í Norðlingaholti

2. febrúar 2012 Á morgun verður unnið að stillingum og prufumælingum við loftgæðamælistöðina í Norðlingaholti. Allar niðurstöður föstudagsins 3. febrúar verða því rangar og ómarktækar. Það er von okkar að þessi prufukeyrsla taki ekki lengri tíma og hafi ekki óþægindi í för með sér fyrir þá sem fylgjast með mæligildum...

Loftgæðamælingar í Hveragerði

Undanfarið hafa mælst nokkuð há gildi á brennisteinsvetni í loftgæðamælistöðinni í Hveragerði. Fjarskipti við mælinn voru ekki virk frá 23. desember fram til 21. janúar sl. Kom þá í ljós að mælingar þann 2. janúar sl. höfðu verið yfir tilkynningarmörkum skv. reglugerð nr. 514/2010. Tekið skal fram að um óyfirfarnar...

Gleðilegt ár

Óskum einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á starfsvæði okkar, gleðilegs árs, með kærri þökk fyrir samskipti og samstarf á liðnu ári. Megi árið 2012 verða Sunnlendingum farsælt og tryggja okkur áfram heilnæm matvæli, ómengaða náttúru og hreint umhverfi. Starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Suðurlands      

Lokað föstudaginn 16. desember

Föstudaginn 16. desember verða skrifstofur HES á Austurvegi 56, Selfossi og Strandvegi 50, Vestmananeyjum lokaðar vegna starfs- og fræðsludags starfsmanna. Vaktsími HES þennan dag er 8618660 vegna áríðandi málefna og mun bráðaverkefnum verða sinnt ef upp koma.

Smáskjálftar og niðurdæling

Orkustofnun hefur tekið saman fróðleik um smáskjálfta og niðurdælingu og sett inn á sérstaka síðu á heimasíðu sinni. Að upplýsingavefunum standa Iðnaðarráðuneyti, Umhverfisráðuneytið, Veðurstofa Íslands og Íslenskar orkurannsóknir auk Orkustofnunar. Nálgast má vefinn á eftirfarandi slóð http://os.is/jardhiti/skjalftar/heim/

Haustfundur SHÍ

Haustfundur HES, SÍS, UST og MAST með ráðuneytum Haustfundur var haldinn daganna 19. og 20. október að Hótel Reykjavik Natura. Dagskrá haustfundar Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, Umhverfisráðuneyti og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Fundadagar; miðvikudagur og fimmtudagur 19. og 20. október 2011. Staður:  Bíósalurinn á Hótel Reykjavík Natura. (Hótel Loftleiðum) Dagur...

Aðalfundur HES 2011

Aðalfundur HES var haldinn 28. október sl., í Vík Í Mýrdal. Samkvæmt samþykktum HES voru þar til afgreiðslu ársskýrsla og ársreikningur  fyrir árið 2010 auk fjárhagsáætlunar og gjaldskrár fyrir árið 2012. Á fundinum flutti formaður skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri fór yfir helstu mál ársins. Framlögð mál fengu öll jákvæða afgreiðslu aðalfundar...

Fyrstu niðurstöður mælinga

Heilbrigðiseftirlitið hefur nú gert 34 mælingar á leiðni og sýrustigi á neysluvatni í Skaftárhreppi. Jafnframt hafa verið gerðar fjórar mælingar á flúor sem allar hafa verið innan viðmiðunarmarka. Til eru eldri mælingar hjá mjólkurframleiðendum, ferðaþjónustu og öðrum starfsleyfisskyldum aðilum sem hægt er að bera saman við mælingarnar nú.  Flest sýnin eru...

Svifryksmælar á Suðurlandi

Í gær var settur upp færanlegur svifryksmælir á Selfossi. Eru því núna tveir mælar sem mæla ösku í andrúmslofti á Suðurlandi. Nálgast má mælingar úr báðum mælum á síðunni hér til hægri.

Upplýsingar vegna öskufalls og eldgossins í Grímsvötnum

Hér að neðan má finna leiðbeiningar um viðbrögð almennings þar sem öskufall er. Unnið er að því að flytja svifryksmæla á svæðið sem verður fyrir mesta öskufallinu og mun Umhverfisstofnun setja upp fyrsta mælinn á Kirkjubæjarkalaustri um leið og færi gefst.  Átappað drykkjarvatn mun verða til dreifingar í stjórnstöð almannavarna í Vík og Kirkjubæjarklaustri og...

Sorpbrennslustöðvar á Suðurlandi

Á fundi heilbrigðisnefndar Suðurlands þann 14. janúar sl. var farið var yfir málefni sorpbrennslustöðva á svæði Heilbrigðisnefndar Suðurlands í ljósi upplýsinga sem nefndinni bárust nýlega. Almennar umræður urðu um málið og var eftirfarandi bókað: ”Á svæði Heilbrigðisnefndar Suðurlands starfa tvær sorpbrennslur, á Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum, með starfsleyfi og undir eftirliti...

Fræðsla

  Nýr bæklingur um veggjalús Út er komin nýr bæklingur um veggjalús. Leiðbeiningunum er aðallega ætlað að upplýsa þá sem starfsrækja hvers konar gistiþjónustu um lífshætti veggjalúsar en nýtast að sjálfsögðu öllum. Bæklinginn má nálgast hér.

Birgir afmæli

Hamingjuóskir Birgir Þórðarson er 67 ára í dag, 13. janúar og óskum við honum innilega til hamingju með afmælið. Þó svo að aldurinn sé á oddatölu er áfanginn engu að síður merkur, sérstaklega þegar um svo ungan mann er að ræða. Birgir er jafnframt með lengsta starfsaldur hjá heilbrigðiseftirlitinu eða 18...

Haustfundur 2010

Haustfundur heilbrigðisfulltrúa Haustfundur HES, Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar, með ráðuneytum, var haldinn daganna 13-14 október sl. að Hótel Loftleiðum. Er haustfundur árlegur vettvangur heilbrigðisfulltrúa til að fræðast og samræma vinnu sína. Á fundinum eru haldin erindi og fróðleg innlegg frá ýmsum aðilum. Í ár var lögð áhersla á stjórnsýslu í...

Aðalfundur HES

Aðalfundur HES og Ársþing SASS Dagana 13. og 14. september sl. var haldið ársþing SASS á Selfossi. Ársþingið er samnefnari yfir aðalfundi stofnana og byggðasamlaga sveitarfélaganna á Suðurlandi. Þar halda aðalfundi sína SASS (Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi), Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Sorpstöð Suðurlands, Skólaskrifstofa Suðurlands og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Á aðalfundi HES var...

Losun seyruvökva innan verndarsvæðis Þingvalla

Losun seyruvökva innan verndarsvæðis Þingvalla Föstudaginn 13. ágúst var fyrirtækið Holræsa- og stífluþjónustan staðið að því að losa seyruvökva út í umhverfið í landi Kárastaða innan verndarsvæðis Þingvalla. Var fyrirtækið að vinna að losun rotþróa á svæðinu. Í kjölfarið var fyrirtækinu veitt áminning vegna brota á starfsleyfisskilyrðum fyrirtækisins skv. lögum...

Mikið öskufok

Mikið öskufok Mikið öskufok hefur verið á Suðurlandi í dag og er ástandið sérstaklega slæmt á svæðinu vestur af Eyjafjallajökli. Mælirinn á Hvolsvelli sýndi 30 mínútugildi kl. 15.00 í dag  1233 míkrógrömm´á rúmmetra, á Heimalandi mældist 970 og í Vík mældist 579 klukkustundargildi (PM10)  Gera má ráð fyrir slæmu viðvarandi ástandi...

Frá Umhverfisstofnun

Tilkynning vegna svifryks vestan Eyjafjallajökuls Í gær og í dag hefur orðið nokkuð öskufall á svæðinu fyrir vestan Eyjafjallajökul, þ.m.t. á og við Hvolsvöll. Athygli hefur vakið að þrátt fyrir það mældist langt fram eftir degi lítið sem ekkert af svifryki á loftgæðamæli Reykjavíkurborgar sem nú er staðsettur á Hvolsvelli....