Haustfundur 2010

13102010073
Haustfundur heilbrigðisfulltrúa

Haustfundur HES, Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar, með ráðuneytum, var haldinn daganna 13-14 október sl. að Hótel Loftleiðum.
Er haustfundur árlegur vettvangur heilbrigðisfulltrúa til að fræðast og samræma vinnu sína. Á fundinum eru haldin erindi og fróðleg innlegg frá ýmsum aðilum. Í ár var lögð áhersla á stjórnsýslu í opinberu eftirliti. 
Fyrirlestrar og myndir af haustfundinum má nálgast hér af heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.