Hundanámskeið - skilyrði

Skilyrði fyrir staðfestingu á að grunnnámskeið í hundauppeldi uppfylli kröfur sbr. gjaldskrár sveitarfélaga fyrir hundahald sem eru í gildi á Suðurlandi, hefur verið samþykkt hjá Heilbrigðisnefnd Suðurlands – sjá slóð hér.

Nokkur ávinningur hlýtur að vera af góðu og almennt ábyrgara hundahaldi. Jafnframt er velferð hundanna betur borgið, ef umráðamönnum er kennt að þjálfa hunda með jákvæðri styrkingu í stað refsinga. Ábyrgt hundahald í samræmi við samþykktir sveitarfélaganna dregur úr þörf fyrir afskipti af hálfu starfsmanna sveitarfélaga og ætti því þannig að geta réttlætt afslátt.