Loftgæðamælistöðvar ON - Ársskýrslur

Verkfræðistofan Vista hefur gefið úr ársskýrslur með niðurstöðum loftgæðamælinga hvað varðar brennisteinsvetni í mælistöðvum sem þeir sjá um vöktun fyrir og eru það fimm mælistöðvar vegna starfsemi jarðvarmavirkjana Orku Náttúrunnar  á Hellisheiði og Nesjavöllum.

Um er að ræða  þrjár mælistöðvar sem lúta reglugerð nr. 514/2010 með breytingu í reglugerð 715/2014 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti, þ.e. í Hveragerði, Norðlingaholti og Lækjarbotnum sjá slóð hér 

Jafnframt eru tvær mælistöðvar við athafnasvæði virkjananna og gildir önnur reglugerð um svæði sem skilgreind eru sem iðnaðarsvæði þ.e. reglugerð 390/2009 um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum. Sjá slóð á skýrsluna hér