Skráningarskyld starfsemi

Skráningarskyld starfsemi samkvæmt reglugerð nr. 830/2022

Þann 15. nóvember sl. tók gildi reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og frá og með þeim tíma flokkast fyrirtæki sem koma fram á neðangreindum lista sem skráningarskyldur atvinnurekstur. Ekki er um að ræða afslátt af kröfum miðað við starfsleyfi heldur er tilgangurinn  að leitast við að einfalda stjórnsýsluna við leyfisferlið og gera enn meira rafrænt.

Sækja skal um skráningu starfseminnar á island.is, sjá hér: Skráningarskyld starfsemi | Ísland.is (island.is) .

Listi um starfsemi sem er nú skráningarskyld er hér að neðan. Skilyrðin eru á slóð hér:

1. Almenningssalerni.
2. Bifreiða- og vélaverkstæði (án smurþjónustu).
3. Bifreiðasprautun.
4. Bón- og bílaþvottastöð.
5. Dýrasnyrtistofa.
6. Dýraspítali.
7. Efnalaug.
8. Flugeldasýningar.
9. Flutningur úrgangs, annar en flutningu úrgangs á milli landa og flutningur spilliefna.
10. Framköllun, t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum.
11. Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað.
12. Framleiðsla á áfengi, gosdrykkjum og vatni.
13. Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum.
14. Framleiðsla á olíu og feiti.
15. Framleiðsla glers, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
16. Framleiðsla leirvara með brennslu, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
17. Framleiðsla plasts, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
18. Hársnyrtistofa.
19. Hestahald.
20. Kaffivinnsla.
21. Kanínurækt.
22. Kartöfluvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
23. Kjötvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
24. Kírópraktor.
25. Lauksteikingarverksmiðja.
26. Leðurvinnsla, önnur en í viðauka I og II með lögum nr. 7/1998.
27. Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
28. Meindýravarnir.
29. Mjólkurbú og ostagerð, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
30. Niðurrif mannvirkja, m.a. þar sem er asbest.
31. Nuddstofa.
32. Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
33. Prentun, þar sem er notkun á mengandi efnum.
34. Ryðvarnarverkstæði.
35. Sjúkraþjálfarar.
36. Sólbaðsstofa.
37. Starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða
ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi.
38. Starfsmannabústaðir.
39. Steypustöð.
40. Steypueiningaverksmiðja.
41. Tannlæknastofa.
42. Trésmíðaverkstæði, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
43. Vefnaðar- og spunaverksmiðja.
44. Vinnsla á hrájárni eða stáli, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
45. Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
46. Vinnsla gúmmís.
47. Vinnsla málma, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.

Sjá einnig frétt frá Umhverfisstofnun sjá slóð hér