Loftgæðamælingar á Selfossi og víðar á Suðurlandi

Undanfarnar vikur hefur loftgæðamælum verið bætt við á fjórum stöðum á Suðurlandi. En það er á þéttbýlisstöðunum Selfossi, Hellu, Vík og Kirkjubæjarklaustri. Er það fagnaðarefni að nú geti íbúar svæðisins og ferðalangar nú fylgst með mælingum loftgæða, en niðurstöður eru birtar á vefnum: https://loftgaedi.is/

Áður hafði Umhverfisstofnun sett upp mæli í Reykholti sem mælir svifryk, en það eru einnig  svifryksmælar sem eru uppsettir á Hellu og í Vík.

Á Kirkjubæjarklaustri og Selfossi er um að ræða tvo mismunandi mæla:

Annars vegar er svifryksmælir sambærilegur þeim sem eru í Vík, Reykholti og á Hellu. Hann mælir svifryk í þremur mismunandi stærðarflokkum, PM10, PM2,5 og PM1. Svifryk getur átt margskonar uppruna, gosmóðan margumrædda er t.d. fínt svifryk en einnig kemur svifryk frá umferð og svo auðvitað frá jarðvegsfoki.

Hinn mælir brennisteinsdíoxíð (SO2) og brennisteinsvetni (H2S). SO2 kemur m.a. upp í eldgosum en H2S  er t.d. helsta mengunaefnið sem kemur frá jarðhitavirkjunum. Þannig að þessi mælir mun koma til með að gefa upplýsingar um styrk H2S á Selfossi sem berst frá Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum.

Auk þess er hægt að fylgjast með mælingum Orkuveitu Reykjavíkur vegna jarðvarmavirkjana á Hellisheiði og Nesjavöllum á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sjá slóð hér