Hvalreki - verklagsreglur 2023

Kynntar hafa verið ný uppfærðar verklagsreglur um hverjir hafa aðkomu ef hval rekur á land, hér að neðan er úrdráttur:

Landeigandi er eigandi þess sem rekur á land hans, t.d. hvala, sela, fiska og rekaviðs, nema lög mæli fyrir um annað, sbr. 1. kap. rekabálks Jónsbókar. Samkvæmt því er hvalur sem rekur á land í eigu viðkomandi landeiganda, hvort sem um er að ræða ríki, sveitarfélag eða einkaaðila. Almennt gildir að allt sem rekur á land fellur í hlut viðkomandi landeiganda, sbr. rekaviður, netadræsur og allskyns rusl. Landeiganda ber skyldur til förgunar hvalhræs með þeim leiðum sem nefndar eru hér að neðan, ef heilbrigðiseftirlitið metur það nauðsynlegt. Þegar landeigandi hyggst farga hvalshræi skal styðjast við framangreint verklag við förgun á hvalshræi. Þar sem hvalshræ er ekki skilgreint sem úrgangur er heimilt að urða hræið án starfsleyfis.

Tilkynna þarf til lögreglu ef hval rekur á land. Verklagsreglurnar í heild sjá slóð: hér