Heimagisting er starfsleyfisskyld

Breytingar á lögum og reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald tók gildi nú um áramótin. Meðal breytinga er að nú er hægt að skrá heimagistingu hjá sýslumanni í allt að 90 daga samanlagt í útleigu á lögheimili einstaklings og einni annarri fasteign (t.d. sumarhúsi) sem eigandi hefur persónuleg not af. Ekki má skrá slíka útleigu á einkahlutafélag eða annað rekstarform, einungis á einstaklingskennitölu. Sjá slóð á reglugerðina hér.

Tekið skal fram að ekki hefur orðið breyting á starfsleyfisskyldu hjá heilbrigðiseftirliti og þarf eftir sem áður að sækja um starfsleyfi til viðkomandi heilbrigðisnefndar fyrir rekstrinum. Það á líka við um heimagistingu. Umsóknareyðublað má finna hér. Einnig hægra megin hér á heimasíðunni. Umsókn er hægt að skila útfylltri á netfangið: hsl@hsl.is