Unnið að breyttu viðmóti við loftgæðamæla

Nú stendur yfir tilflutningur á vistun gagna úr loftgæðamælum í Norðlingaholti, Hveragerði og Hellisheiði. Því miður hefur það í för með sér að birting mæligagna er ekki sýnileg á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins á meðan.

Jafnframt tilflutningi gagnanna er unnið að breyttu viðmóti fyrir notendur upplýsinganna. Það er von okkar að þær breytingar skili bæði ítarlegri en um leið einfaldari upplýsingum til notenda. Einnig fá notendur frekari möguleika um val á mæligögnum, tímabilum og fleira sem hentar viðkomandi. 

Tekið skal fram að þrátt fyrir að mælingar birtist ekki hér til hliðar þá eru það ekki töpuð gögn og koma til með að birtast í nýju viðmóti. Hægt er að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið til að að fá upplýsingar um loftgæði á þessum stöðum þar til mælingar birtast að nýju.

Stefnt er að því að hið nýja viðmót verði tilbúið kringum 20. ágúst næstkomandi.

Með von um að ofangreint valdi lágmarksóþægindum fyrir notendur upplýsinganna.