Heilbrigðiseftirlitið flytur

mars 014

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur flutt sig yfir götuna, frá Austurvegi 56 að Austurvegi 65, Selfossi.

Um þó nokkurn tíma hafa verið húsnæðisþrengsli vegna þierrar starfsemi sem hefur verið hjá SASS og hafa einstaka starfsmenn stofnana að Austurvegi 56 verið í leiguhúsnæði annars staðar. Til hagræðingar fyrir starfsemina í heild, var því úr að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og fimm starfsmenn þess, flyttu starfsemina yfir í gömlu mjólkurbússkrifstofurnar hinu megin við götuna. Í stað HES fluttu 3 starfsmenn ART teymisins á Suðurlandi og menningarmálafulltrúi Suðurlands inn á  Austurveg 56.

Áfram mun Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fá símsvörun, bókhaldsþjónustu oþh., frá SASS að Austurvegi 56.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við flutninginn en starfsmenn eru að vonum ánægð með nýja húsnæðið sem er  bæði rúmgott og bjart.