
Sigrún Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands eftir að Elsa Ingjaldsdóttir lét af störfum, að eigin ósk, eftir 21 árs farsælt starf. Sigrún var valin úr hópi 7 umsækjenda um starfið sem var auglýst í júní sl. Sigrún er mjólkurfræðingur og líftæknifræðingur að mennt og hefur stafað hjá embættinu sem heilbrigðisfulltrúi og sviðsstjóri matvælaeftirlits sl. 13 ár. Einnig býr hún yfir víðtækri reynslu úr matvælaiðnaðinum.