Reglugerð um baðstaði í náttúrunni nr. 460/2015 hefur tekið gildi og um sýnatökur gilda viðmið sem koma fram í meðfylgjandi töflu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tekið sýni á nýliðnu sumri á þremur slíkum stöðum, en tvær þeirra eru í flokki 3 samkvæmt reglugerðinni þ.e.  ekki í rekstri. Þriðji staðurinn er í flokki 1 og er rekin allt árið.

Niðurstöður sýna, sjá slóð hér tafla

Baðvatn í náttúrulaugum er ómeðhöndlað, yfirleitt ekki vaktað nema um reglubundinn rekstur sé að ræða á staðnum og sýni eru einungis tekin ef ástæða þykir til. Gæði baðvatns geta því verið mismunandi í þessum laugum, allt eftir umgengni, álagi og áhrifum nátturulegra þátta á laugarnar.

Óhreint baðvatn getur borist ofan í baðgesti og þeir sýkst af völdum baktería, einfrumunga, veira og  sníkjudýra. Auk þess geta bakteríur og sveppir valdið sýkingu í húð og slímhimnum. Þess vegna er gerð krafa um síun og sótthreinsun á baðvatni í laugum á sund- og baðstöðum, en með því er reynt að tryggja öryggi baðgesta.

Hreinleiki vatnsins er meðal annars metinn eftir því hvort  fjöldi baktería sé undir ákveðnum mörkum og eru mismunandi viðmiðanir eftir hvort um er að ræða sund- og baðstað samkvæmt reglugerð nr. 814/2010 eða baðstað í náttúrunni.

Pseudomonas bakteríur er að finna víða í náttúrunni í vatni, jarðvegi og gróðri. Sumar geta valdið sjúkdómum t.d. Pseudomonas aeruginosa sem getur við sérstakar aðstæður  verið skæð í heitum pottum, getur vaxið við hátt hitastig og er frekar klórþolin. Hún getur valdið eyrnasýkingum, sárasýkingum, þvagfærasýkingum o. fl.

Bent á Handbók UST um sund- og baðstaði til fróðleiks, sjá slóð