Matvæli
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna fer með opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla að undanskilinni þeirri starfsemi sem Matvælastofnun fer með eftirlit með skv. 6. gr. laga nr. 93/95. Eftirlitsaðila ber að framfylgja lögum um matvæli og vakta og sannprófa að stjórnendur matvælafyrirtækja uppfylli viðeigandi ákvæði í lögum um matvæli á öllum stigum framleiðslu vinnslu og dreifingar.
Heilbrigðiseftirlist sveitarfélaga:
- Stendur vörð um öryggi og heilnæmi matvæla með eftirliti með framleiðslu, dreifingu og sölu.
- Hefur eftirlit með innra eftirliti fyrirtækja.
- Hefur eftirlit með öflun og dreifingu neysluvatns og umgengni vatnsverndarsvæða
- Fylgir eftir að viðhald og umgengni um húsnæði og athafnasvæði matvælafyrirtækja sé í lagi
- Fylgist með því að farið sé að reglum um merkingar matvæla svo neytendur hafi sem gleggstar upplýsingar um næringargildi, innihaldsefni og geymsluþol vörunnar
- Hefur eftirlit með að notkun aukaefna og varnarefna í matvælum sé í samræmi við lög og reglugerðir
- Tekur sýni úr matvælum og framleiðslu umhverfi svo hægt sé að fylgjast með því að fyllsta hreinlætis sé gætt í fyrirtækinu og rétt sé staðið að framleiðslu og geymslu matvælanna
- Gefur umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gististaði og veitingaleyfi sbr. lög nr. 85/2007
- Miðlar og dreifir fræðslu- og leiðbeiningarefni fyrir matvælafyrirtæki, starfsfólk þeirra og almenning
Hvaða fyrirtæki?
Vatnsveitur, kjötvinnslur, bakarí, garðyrkjustöðvar, ísgerð, kartöfluvinnslur og önnur framleiðslufyrirtæki, matvöruverslanir, sjoppur, veitingastaðir/skyndibitastaðir, hótel, mötuneyti, ferðaþjónusta með mat, skólar, dvalarheimili, sjúkrahús, flutningaaðilar ofl.
Leiðbeiningar / Fræðsla
Heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi til fyrirtækja sem framleiða eða dreifa matvælum samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, en einnig til veitingastaða og gististaða samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.
Athygli er vakin á því að ef ætlunin er að reka gististað eða veitingastað þarf einnig að sækja um rekstrarleyfi til sýslumannsins á Suðurlandi eða Vestmannaeyjum. Einstaklingar sem ætla að reka heimagistingu, sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, þurfa að skrá starfsemina hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni heimagisting.is.