Sorpbrennslustöðvar á Suðurlandi

Á fundi heilbrigðisnefndar Suðurlands þann 14. janúar sl. var farið var yfir málefni sorpbrennslustöðva á svæði Heilbrigðisnefndar Suðurlands í ljósi upplýsinga sem nefndinni bárust nýlega. Almennar umræður urðu um málið og var eftirfarandi bókað: ”Á svæði Heilbrigðisnefndar Suðurlands starfa tvær sorpbrennslur, á Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum, með starfsleyfi og undir eftirliti...