Landinu er skipt í 10 heilbrigðiseftirlitssvæði og er hvert þeirra sjálfstætt stjórnvald. Á hverju svæði er starfandi heilbrigðisnefnd og starfa heilbrigðisfulltrúar í umboði hennar. Heilbrigðisfulltrúar hafa umsjón með starfsleyfisgerð og eftirliti með efnavörum, hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi innan heilbrigðiseftirlitssvæða.

Opinberir aðilar

Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sjá um samræmingu heilbrigðiseftirlits á Íslandi, skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Suðurland