Tímabundin undanþága ráðherra frá starfsleyfi vegna meðhöndlunar asbests að Laufskógum 41 í Hveragerði

Skv. 4. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit er ráðherra heimilt, ef ríkar ástæður mæla með því og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og eftir atvikum heilbrigðisnefndar, að veita tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi, enda sé fram komin fullnægjandi starfsleyfisumsókn til útgefanda starfsleyfis. Útgefandi starfsleyfis skal birta undanþágu ráðherra á vefsíðu sinni.

Í samræmi við ofangreint, birtir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eftirfarandi undanþágu ráðherra frá starfsleyfi vegna:

  • Vera Rún Erlingsdóttir, kt. 040269 4879, laufskógum 41, 810 Hveragerði, vegna niðurrifs og förgunar asbestsklæningar af bílskúr við Laufskóga 41, 810 Hveragerði – sjá slóð hér.

Gildir ofangreind undanþága þar til starfsleyfi hefur verið gefið út en þó ekki lengur en til 19. ágúst 2022 verði starfsleyfi ekki gefið út áður.