Tímabundin framlenging starfsleyfis - Jarðefnaiðnaður ehf. vegna vikurvinnslu í Þorlákshöfn

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ákveðið að framlengja gildistíma núgildandi starfsleyfis  Jarðefnaiðnaðar ehf., kt. 5108770209, Suðurvör 2, 815 Þorlákshöfn, vegna vikurvinnslu að Suðurvör 2 í Þorlákshöfn, um þrjá mánuði eða þar til endurnýjað starfsleyfi hefur verið gefið út, en þó eigi lengur en til 3. október n.k. Hefur nefndinni borist fullnægjandi umsókn um endurnýjun starfsleyfis og er starfsleyfi fyrirtækisins í vinnslu. Um heimild til framlengingar starfsleyfis er vísað í 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, m.s.br. þar sem segir:

Útgefanda starfsleyfis er heimilt að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, er heimilt að vísa ákvörðun heilbrigðisnefndar máli þessu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fer skv. lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kæra til úrskurðarnefndarinnar frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar, sbr. 5. gr. ofangreindra laga.

Frestur til að vísa málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er einn mánuður frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Kæra skal vera skrifleg og undirrituð.