Starfsleyfi útgefin – Járntak, Bílaþjónusta Hellu og Suðurverk hf.

Starfsleyfi hafa verið gefin út hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit:

  • Haraldur Rúnar Haraldsson vegna Járntaks, útgáfa starfsleyfis fyrir vélsmiðju, Lindarskógi 10, 840 Laugarvatn  – sjá hér
  • Bílaþjónustan Hellu ehf. vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir bifreiða-, smur- og dekkjaverkstæði, Dynskálum 24, 850 Hella – sjá hér
  • Suðurverk hf. vegna útgáfu starfsleyfis fyrir starfsmannabúðir, efnistöku og vinnslu jarðefna, við Sultartangaskurð og Hjálparveg – sjá hér

Vakin er athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, er heimilt að vísa ákvörðun heilbrigðisnefndar máli þessu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fer skv. lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kæra til úrskurðarnefndarinnar frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar, sbr. 5. gr. ofangreindra laga.

Frestur til að vísa málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er einn mánuður frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Kæra skal vera skrifleg og undirrituð.