Starfsleyfi endurútgefið vegna kennitölubreytingar - Bílmálning ehf.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur tekið ákvörðun um færslu starfsleyfis BMC ehf., kt. 540317 1000, til Bílmálningar ehf., kt. 461020 1190, skv. umsókn rekstraraðila um endurnýjun starfsleyfis vegna eigendaskipta. Um er að ræða breytingu á starfsleyfi, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, en hvorki er um að ræða breytingar á starfseminni, staðsetningu hennar né starfsleyfisskilyrðum.  Starfsleyfið hefur verið endurútgefið með sama gildistíma og áður.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, er heimilt að vísa ákvörðun heilbrigðisnefndar máli þessu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fer skv. lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kæra til úrskurðarnefndarinnar frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar, sbr. 5. gr. ofangreindra laga.

Frestur til að vísa málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er einn mánuður frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Kæra skal vera skrifleg og undirrituð.