Breyting á gildistíma tímabundinna starfsleyfa fyrir flugeldasýningar

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur ákveðið að breyta gildistíma eftirtalinna tímabundinna starfsleyfa fyrir flugeldasýningar að ósk starfsleyfishafa vegna samfélagslegra- og/eða veðurfarslegra aðstæðna. Breyting á gildistíma starfsleyfanna leiðir ekki til breytinga auglýstum og útgefnum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsemina.

  • Rangárþing ytra, Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hella,  vegna flugeldasýningar sem fyrirhuguð var á Rangárbökkum á Hellu þann 31. desember 2021 kl. 17:00-19:30, verður haldin á sama stað þann 8. janúar  2022 kl. 17:00 – 19:30  Sjá slóð hér.
  • ÍBV íþróttafélag v/Hamarsveg, 900 Vestmannaeyjar, vegna flugeldasýningar sem fyrirhuguð var á Há, Illugaskipi og Löngulág  þann 7. janúar 2022 kl. 19:00-21:00, þ.e. 3 til 5 mínútur á hverjum stað, verður haldinn á sama stað og tíma þann 8. janúar 2022,  Sjá slóð hér.