Endurskoðun starfsleyfis til kynningar fyrir Icelandic Water Holdings, Hlíðarenda, Ölfusi

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur endurskoðað núgildandi starfsleyfi  Icelandic Water Holdings hf., Hlíðarenda, 816 Ölfusi, vegna vatnsátöppunarverksmiðju og vatnsveitur að Hlíðarenda, Ölfusi. Starfsleyfið er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, m.s.br., lögum nr. 93/1995 um matvæli m.s. br. Jafnframt reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn og reglugerð nr. 405/2004 um náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvat m.s.br. sjá nánar á slóð hér  

Vakin er athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, er heimilt að vísa ákvörðun heilbrigðisnefndar máli þessu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fer skv. lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kæra til úrskurðarnefndarinnar frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar, sbr. 5. gr. ofangreindra laga.

Frestur til að vísa málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er einn mánuður frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Kæra skal vera skrifleg og undirrituð